Carmina Burana klassískt popp Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2014 14:00 Það var létt yfir æfingunni sem ljósmyndarinn leit inn á í Langholtskirkju. Fréttablaðið/Stefán „Ég þarf að slökkva á útvarpinu. Það má náttúrlega ekki fréttast að virðulegur organisti sé að hlusta á popp á Bylgjunni,“ segir Kári Þormar dómorganisti hlæjandi þegar hringt er í hann vegna tónleikanna Siðlausra söngva sem hann stjórnar tvívegis í Langholtskirkju á morgun. Þar verður flutt tónverk Carls Orff, Carmina Burana, sem Kári segir reyndar klassíska popptónlist og fjalla um fallvaltleika gæfunnar. „Þetta er tilraunaverkefni,“ segir Kári. „Við erum með Dómkórinn í Reykjavík og kór Menntaskólans í Reykjavík, um 45 manns í hvorum hópi og þriðja kynslóðin er drengir úr Skólakór Kársnes,“ lýsir hann og segir hafa heppnast vel að steypa þessum kórum saman. Það sé ekkert sjálfgefið. Alls taka yfir 100 manns þátt í flutningnum. Með kórunum syngja einsöngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Þorbjörn Rúnarsson tenór og Jón Svavar Jósefsson bassabaritón og undirleikur er í höndum píanóleikaranna Helgu Bryndísar Magnúsdóttur og Kristins Arnar Kristinssonar auk sex manna slagverkssveitar. Kári er stjórnandi Dómkórsins og MR-kórsins og segir forna hefð fyrir samstarfi þeirra. „Pétur Guðjohnsen, fyrsti dómorganistinn, sem fæddist fyrir um 200 árum, var fyrsti söngkennari Lærða skólans, forvera MR. Martin Hunger dómorgainsti endurreisti svo kór MR á sínum tíma og tengir í raun þessa þrjá kóra saman því hann studdi líka vel við Kársneskórinn sem konan hans, hún Þórunn Björnsdóttir, stjórnar.“ Menning Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég þarf að slökkva á útvarpinu. Það má náttúrlega ekki fréttast að virðulegur organisti sé að hlusta á popp á Bylgjunni,“ segir Kári Þormar dómorganisti hlæjandi þegar hringt er í hann vegna tónleikanna Siðlausra söngva sem hann stjórnar tvívegis í Langholtskirkju á morgun. Þar verður flutt tónverk Carls Orff, Carmina Burana, sem Kári segir reyndar klassíska popptónlist og fjalla um fallvaltleika gæfunnar. „Þetta er tilraunaverkefni,“ segir Kári. „Við erum með Dómkórinn í Reykjavík og kór Menntaskólans í Reykjavík, um 45 manns í hvorum hópi og þriðja kynslóðin er drengir úr Skólakór Kársnes,“ lýsir hann og segir hafa heppnast vel að steypa þessum kórum saman. Það sé ekkert sjálfgefið. Alls taka yfir 100 manns þátt í flutningnum. Með kórunum syngja einsöngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Þorbjörn Rúnarsson tenór og Jón Svavar Jósefsson bassabaritón og undirleikur er í höndum píanóleikaranna Helgu Bryndísar Magnúsdóttur og Kristins Arnar Kristinssonar auk sex manna slagverkssveitar. Kári er stjórnandi Dómkórsins og MR-kórsins og segir forna hefð fyrir samstarfi þeirra. „Pétur Guðjohnsen, fyrsti dómorganistinn, sem fæddist fyrir um 200 árum, var fyrsti söngkennari Lærða skólans, forvera MR. Martin Hunger dómorgainsti endurreisti svo kór MR á sínum tíma og tengir í raun þessa þrjá kóra saman því hann studdi líka vel við Kársneskórinn sem konan hans, hún Þórunn Björnsdóttir, stjórnar.“
Menning Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira