Þingmaður heimsækir kjúklingabú Elín Hirst skrifar 20. mars 2014 07:00 Mér var boðið í heimsókn í kjúklingabú fyrirtækisins Matfugls á Kjalarnesi fyrir skömmu. Ástæðan var skrif mín og ræða á Alþingi þar sem ég bað menn um að gæta að velferð dýra og fara eftir nýjum lögum í þeim efnum. Í kjölfarið höfðu forráðamenn Matfugls samband við mig og buðu mér að skoða fyrirtæki sitt, sem ég þáði með þökkum. Ég fékk að skoða öll húsin þeirra og fugl á mismunandi aldri til að kanna aðbúnaðinn í heild. Fuglinn hafði nægt rými samkvæmt stöðlum í lögum, lýsing var tempruð eftir því hvaða tími sólarhringsins var, loftskipti góð, gott aðgengi að mat og vatni fyrir fuglinn. Hreinlætiskröfur voru einnig gríðarlegar og engin ammóníakslykt eins og búið var að vara mig við. Ég ræddi ítarlega við eigendur, framkvæmdastjóra og dýralækni búsins. Eigendurnir sögðu mér að það væri þeim mikið metnaðarmál að gæta að velferð dýranna og allir sem hjá fyrirtækinu störfuðu fengju sömu fyrirmæli. Þetta þótti mér gott að heyra og greinilegt að talað var af einlægni og ég hvatti þá áfram á þessari braut. Áhugaverð þótti mér eftirfarandi saga sem þeir sögðu mér: Eftirlitsmenn frá EFTA komu í heimsókn í kjúklingabúið og báðu um að fá að sjá lyfjaskrána. Dýralæknir búsins svaraði því til að engin slík skrá væri til. Eftirlitsmennirnir urðu mjög þungir á brún og sögðu að það væri ófrávíkjanleg skylda að halda slíka skrá. Dýralæknir búsins svaraði því til að ekki væri hægt að halda lyfjaskrá því kjúklingurinn fengi engin lyf, hann væri alheilbrigður. Þetta höfðu eftirlitsmenn EFTA aldrei heyrt áður og töldu algert einsdæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Mér var boðið í heimsókn í kjúklingabú fyrirtækisins Matfugls á Kjalarnesi fyrir skömmu. Ástæðan var skrif mín og ræða á Alþingi þar sem ég bað menn um að gæta að velferð dýra og fara eftir nýjum lögum í þeim efnum. Í kjölfarið höfðu forráðamenn Matfugls samband við mig og buðu mér að skoða fyrirtæki sitt, sem ég þáði með þökkum. Ég fékk að skoða öll húsin þeirra og fugl á mismunandi aldri til að kanna aðbúnaðinn í heild. Fuglinn hafði nægt rými samkvæmt stöðlum í lögum, lýsing var tempruð eftir því hvaða tími sólarhringsins var, loftskipti góð, gott aðgengi að mat og vatni fyrir fuglinn. Hreinlætiskröfur voru einnig gríðarlegar og engin ammóníakslykt eins og búið var að vara mig við. Ég ræddi ítarlega við eigendur, framkvæmdastjóra og dýralækni búsins. Eigendurnir sögðu mér að það væri þeim mikið metnaðarmál að gæta að velferð dýranna og allir sem hjá fyrirtækinu störfuðu fengju sömu fyrirmæli. Þetta þótti mér gott að heyra og greinilegt að talað var af einlægni og ég hvatti þá áfram á þessari braut. Áhugaverð þótti mér eftirfarandi saga sem þeir sögðu mér: Eftirlitsmenn frá EFTA komu í heimsókn í kjúklingabúið og báðu um að fá að sjá lyfjaskrána. Dýralæknir búsins svaraði því til að engin slík skrá væri til. Eftirlitsmennirnir urðu mjög þungir á brún og sögðu að það væri ófrávíkjanleg skylda að halda slíka skrá. Dýralæknir búsins svaraði því til að ekki væri hægt að halda lyfjaskrá því kjúklingurinn fengi engin lyf, hann væri alheilbrigður. Þetta höfðu eftirlitsmenn EFTA aldrei heyrt áður og töldu algert einsdæmi.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar