Menntastefna fjármálaráðuneytis? Guðbjartur Hannesson skrifar 21. mars 2014 07:00 Enn og aftur þurfa uppeldisstéttir að berjast fyrir kjörum sínum með verkföllum og ræða menntastefnu við samninganefnd ríkisins. Aðilar almenna vinnumarkaðarins hafa samið og það á að binda kennara á sama bás óháð því hvernig laun hafa þróast hjá ólíkum stéttum á undanförnum árum og hvernig ríki og almenni markaðurinn verðmetur vinnu starfsstétta með sambærilega menntun. Á sama tíma hefur komið fram í fjölmiðlum að menntamálaráðherra geri það að skilyrði fyrir kjarabótum að framhaldsskólinn verði styttur. Beðið er eftir Hvítbók, skýrslu ráðherra, sem á að draga fram helstu álitamál og viðfangsefni í íslensku skólastarfi, ekki hvað síst varðandi styttingu náms til lokaprófs og brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum. Hún átti að verða til þess að skapa umræðu um framhaldsskólastigið svo hægt væri að ná breiðri samstöðu um breytingar. Skilaboð menntamálaráðherra hafa verið afar misvísandi og helst þau að ráðherra telji að enn megi hagræða í fjársveltum framhaldsskólum. Ekkert er rætt um innihald náms né hvernig fjármagna eigi t.d. bætt iðn- og starfsnám, tækniframfarir og bætta aðstöðu fyrir nemendur og kennara. Á þessi atriði var ítrekað bent við gerð síðustu fjárlaga þar sem enn frekari niðurskurður fjárveitinga var samþykktur og breytingartillögum um hækkanir var hafnað, þrátt fyrir aukið svigrúm í rekstri ríkissjóðs. Nú er útlit fyrir að það verði gerðir kjarasamningar um framtíð og fyrirkomulag framhaldsskólans á Íslandi, af fjármála- og efnahagsráðuneyti, áður en almenn fagleg umræðan í samfélaginu á sér stað um innihald náms og gæði! Von er á enn einu valdboðinu frá ríkisstjórninni, þar sem Alþingi verður stillt upp frammi fyrir gerðum hlut og gert að samþykkja lög til að uppfylla slíka kjarasamninga. Þetta eru úrelt vinnubrögð sem varla leiða af sér bestu niðurstöðu. Nú þegar rofar til þarf að forgangsraða í þágu menntunar. Fyrsta skrefið er að leiðrétta laun kennara þannig að þau standist samanburð. Það skref verður að stíga strax. Við þurfum vel menntaða og vel launaða kennara til að takast á við sífellt ný og krefjandi verkefni, svo hægt verði að efla enn frekar skólastarf á framhaldsskólastigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur þurfa uppeldisstéttir að berjast fyrir kjörum sínum með verkföllum og ræða menntastefnu við samninganefnd ríkisins. Aðilar almenna vinnumarkaðarins hafa samið og það á að binda kennara á sama bás óháð því hvernig laun hafa þróast hjá ólíkum stéttum á undanförnum árum og hvernig ríki og almenni markaðurinn verðmetur vinnu starfsstétta með sambærilega menntun. Á sama tíma hefur komið fram í fjölmiðlum að menntamálaráðherra geri það að skilyrði fyrir kjarabótum að framhaldsskólinn verði styttur. Beðið er eftir Hvítbók, skýrslu ráðherra, sem á að draga fram helstu álitamál og viðfangsefni í íslensku skólastarfi, ekki hvað síst varðandi styttingu náms til lokaprófs og brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum. Hún átti að verða til þess að skapa umræðu um framhaldsskólastigið svo hægt væri að ná breiðri samstöðu um breytingar. Skilaboð menntamálaráðherra hafa verið afar misvísandi og helst þau að ráðherra telji að enn megi hagræða í fjársveltum framhaldsskólum. Ekkert er rætt um innihald náms né hvernig fjármagna eigi t.d. bætt iðn- og starfsnám, tækniframfarir og bætta aðstöðu fyrir nemendur og kennara. Á þessi atriði var ítrekað bent við gerð síðustu fjárlaga þar sem enn frekari niðurskurður fjárveitinga var samþykktur og breytingartillögum um hækkanir var hafnað, þrátt fyrir aukið svigrúm í rekstri ríkissjóðs. Nú er útlit fyrir að það verði gerðir kjarasamningar um framtíð og fyrirkomulag framhaldsskólans á Íslandi, af fjármála- og efnahagsráðuneyti, áður en almenn fagleg umræðan í samfélaginu á sér stað um innihald náms og gæði! Von er á enn einu valdboðinu frá ríkisstjórninni, þar sem Alþingi verður stillt upp frammi fyrir gerðum hlut og gert að samþykkja lög til að uppfylla slíka kjarasamninga. Þetta eru úrelt vinnubrögð sem varla leiða af sér bestu niðurstöðu. Nú þegar rofar til þarf að forgangsraða í þágu menntunar. Fyrsta skrefið er að leiðrétta laun kennara þannig að þau standist samanburð. Það skref verður að stíga strax. Við þurfum vel menntaða og vel launaða kennara til að takast á við sífellt ný og krefjandi verkefni, svo hægt verði að efla enn frekar skólastarf á framhaldsskólastigi.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar