Hallgrímur hafði traust á kvenþjóðinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. apríl 2014 11:00 Arna Kristín Einarsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Helga E. Jónsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir. Mynd/úr einkasafni „Mér hefur alltaf þótt eftirtektarvert að fjórar konur skyldu vera með þeim fyrstu sem Hallgrímur trúði fyrir sálmunum sínum,“ segir Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur. Hún segir lengi hafa blundað í sér að kynna sér sögu þeirra kvenna betur og láta jafnmargar konur flytja Passíusálmana í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Nú er komið að því. Það eru leikkonurnar Helga E. Jónsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Ragnheiður K. Steindórsdóttir ásamt Steinunni sjálfri sem lesa og Arna Kristín Einarsdóttir flautuleikari velur og flytur tónlist milli þátta. Dagskráin hefst klukkan 13.30 og stendur til 18.45. Þeir sem mæta í Saurbæ fá afhentan bækling sem Steinunn hefur ritað og nefnist Svoddan ljós mætti fleirum lýsa. Þar rekur hún sögu þeirra fjögurra kvenna sem Hallgrímur valdi sem umboðsmenn sína og rýnir í ástæður hans fyrir því. Konurnar voru Ragnhildur Árnadóttir í Kaldaðarnesi, Helga Árnadóttir í Hítardal, Kristín Jónsdóttir í Einarsnesi og Ragnheiður Brynjólfsdóttir í Skálholti. „Allt voru þetta merkiskonur og vel í sveit settar,“ segir Steinunn og kveðst í þessum nýjustu pælingum vera að kynnast markaðsmanninum Hallgrími. „Hallgrímur hafði traust á kvenþjóðinni. Hann biður því þessar fjórar konur að taka sálmana til forsvars og sjá til þess að þeim verði ekki varpað undir bekk. Þær eru ekki bara læsar, hann telur þær dómbærar og þar fyrir utan í þeirri stöðu að geta hugsanlega haft áhrif á að sálmarnir verði afritaðir og að þeir komist í umtal og umferð,“ segir hún. Steinunn telur ljóst að skáldið hafi haft smekk fyrir sterkum konum. „Þeirri fyrstu kynnist hann í barnæsku, Halldóru Guðbrandsdóttur á Hólum, sem þá var mesta valdakona landsins og síðan velur hann sér fyrir eiginkonu Guðríði Símonardóttur, mikinn skörung. Þegar hann þarf að koma stórvirkinu sínu á framfæri þá velur hann til þess fjórar flottar konur. Þær risu undir þessu trúnaðarhlutverki því þótt handrit Ragnheiðar Brynjólfsdóttur sé það eina sem varðveist hefur til okkar daga lágu handrit hinna til grundvallar nokkrum útgáfum Passíusálmanna.“ Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Mér hefur alltaf þótt eftirtektarvert að fjórar konur skyldu vera með þeim fyrstu sem Hallgrímur trúði fyrir sálmunum sínum,“ segir Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur. Hún segir lengi hafa blundað í sér að kynna sér sögu þeirra kvenna betur og láta jafnmargar konur flytja Passíusálmana í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Nú er komið að því. Það eru leikkonurnar Helga E. Jónsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Ragnheiður K. Steindórsdóttir ásamt Steinunni sjálfri sem lesa og Arna Kristín Einarsdóttir flautuleikari velur og flytur tónlist milli þátta. Dagskráin hefst klukkan 13.30 og stendur til 18.45. Þeir sem mæta í Saurbæ fá afhentan bækling sem Steinunn hefur ritað og nefnist Svoddan ljós mætti fleirum lýsa. Þar rekur hún sögu þeirra fjögurra kvenna sem Hallgrímur valdi sem umboðsmenn sína og rýnir í ástæður hans fyrir því. Konurnar voru Ragnhildur Árnadóttir í Kaldaðarnesi, Helga Árnadóttir í Hítardal, Kristín Jónsdóttir í Einarsnesi og Ragnheiður Brynjólfsdóttir í Skálholti. „Allt voru þetta merkiskonur og vel í sveit settar,“ segir Steinunn og kveðst í þessum nýjustu pælingum vera að kynnast markaðsmanninum Hallgrími. „Hallgrímur hafði traust á kvenþjóðinni. Hann biður því þessar fjórar konur að taka sálmana til forsvars og sjá til þess að þeim verði ekki varpað undir bekk. Þær eru ekki bara læsar, hann telur þær dómbærar og þar fyrir utan í þeirri stöðu að geta hugsanlega haft áhrif á að sálmarnir verði afritaðir og að þeir komist í umtal og umferð,“ segir hún. Steinunn telur ljóst að skáldið hafi haft smekk fyrir sterkum konum. „Þeirri fyrstu kynnist hann í barnæsku, Halldóru Guðbrandsdóttur á Hólum, sem þá var mesta valdakona landsins og síðan velur hann sér fyrir eiginkonu Guðríði Símonardóttur, mikinn skörung. Þegar hann þarf að koma stórvirkinu sínu á framfæri þá velur hann til þess fjórar flottar konur. Þær risu undir þessu trúnaðarhlutverki því þótt handrit Ragnheiðar Brynjólfsdóttur sé það eina sem varðveist hefur til okkar daga lágu handrit hinna til grundvallar nokkrum útgáfum Passíusálmanna.“
Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira