Samfélag fyrir alla – 1. maí 2014 Gylfi Arnbjörnsson skrifar 15. apríl 2014 07:00 Grundvöllur tilvistar og starfs verkalýðshreyfingarinnar er auk hefðbundinnar kjarabaráttu að berjast fyrir samfélagi jafnréttis og jafnra tækifæra. Yfirskrift 1. maí 2014 endurspeglar þessa sýn verkalýðshreyfingarinnar. En af hverju er þessari kröfu haldið á lofti núna? Misskipting hefur farið vaxandi í þjóðfélaginu á mörgum sviðum. Þessi þróun birtist með ýmsum hætti. Kostnaður almennings vegna lyfja og læknisþjónustu er kominn út fyrir öll þolmörk. Afleiðingin er ekki aðeins sú að þessi kostnaður hefur mjög neikvæð áhrif á fjárhag fólks heldur þurfa sífellt fleiri að neita sér um nauðsynleg lyf og læknisþjónustu. Tryggt og mannsæmandi húsnæði er ein af forsendum mannsæmandi lífsskilyrða. Mikill og vaxandi fjöldi fjölskyldna og einstaklinga er á hrakhólum vegna húsnæðisskorts eða þarf að sætta sig við óásættanlegar aðstæður í húsnæðismálum af fjárhagslegum ástæðum. Þá er öllum almenningi og sérstaklega ungu fólki ómögulegt að kaupa húsnæði við núverandi aðstæður. Við þessu hefur ASÍ brugðist með því að kynna tillögur um nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd og nú fyrir fáeinum dögum nákvæmlega útfærðar tillögur og kostnaðarmat á nýju félagslegu húsnæðiskerfi fyrir tekjulægsta hópinn. Tækifæri ungs fólks til að sækja sér menntun við hæfi er mikilvæg forsenda virkrar þátttöku á vinnumarkaði og starfstækifæra í framtíðinni. Menntakerfið er í dag ekki að svara kröfum um möguleika til náms sem svara þörfum einstaklinga og atvinnulífs. Þá eru sterkar vísbendingar um að hópur fólks hafi ekki lengur efni á að senda börn sín í skóla eftir að skyldunámi líkur vegna kostnaðar. Atvinna við hæfi og þátttaka á vinnumarkaði er sjálfsögð krafa og lykillinn að virkri þátttöku í samfélaginu. Virkni og almenn atvinnuþátttaka er jafnframt mikilvæg forsenda velferðarsamfélagsins. Þúsundir einstaklinga eru atvinnulausar. Þetta á ekki síst við um mikinn fjölda ungmenna sem aldrei hafa náð að festa sig í sessi á vinnumarkaði. Við viljum ekki þessa þróun. Við viljum ekki svona samfélag. Verkalýðshreyfingin vill byggja upp réttlátt þjóðfélag. Samfélag þar sem allir fá að njóta sín og tækifæri til að blómstra, óháð efnahag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Grundvöllur tilvistar og starfs verkalýðshreyfingarinnar er auk hefðbundinnar kjarabaráttu að berjast fyrir samfélagi jafnréttis og jafnra tækifæra. Yfirskrift 1. maí 2014 endurspeglar þessa sýn verkalýðshreyfingarinnar. En af hverju er þessari kröfu haldið á lofti núna? Misskipting hefur farið vaxandi í þjóðfélaginu á mörgum sviðum. Þessi þróun birtist með ýmsum hætti. Kostnaður almennings vegna lyfja og læknisþjónustu er kominn út fyrir öll þolmörk. Afleiðingin er ekki aðeins sú að þessi kostnaður hefur mjög neikvæð áhrif á fjárhag fólks heldur þurfa sífellt fleiri að neita sér um nauðsynleg lyf og læknisþjónustu. Tryggt og mannsæmandi húsnæði er ein af forsendum mannsæmandi lífsskilyrða. Mikill og vaxandi fjöldi fjölskyldna og einstaklinga er á hrakhólum vegna húsnæðisskorts eða þarf að sætta sig við óásættanlegar aðstæður í húsnæðismálum af fjárhagslegum ástæðum. Þá er öllum almenningi og sérstaklega ungu fólki ómögulegt að kaupa húsnæði við núverandi aðstæður. Við þessu hefur ASÍ brugðist með því að kynna tillögur um nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd og nú fyrir fáeinum dögum nákvæmlega útfærðar tillögur og kostnaðarmat á nýju félagslegu húsnæðiskerfi fyrir tekjulægsta hópinn. Tækifæri ungs fólks til að sækja sér menntun við hæfi er mikilvæg forsenda virkrar þátttöku á vinnumarkaði og starfstækifæra í framtíðinni. Menntakerfið er í dag ekki að svara kröfum um möguleika til náms sem svara þörfum einstaklinga og atvinnulífs. Þá eru sterkar vísbendingar um að hópur fólks hafi ekki lengur efni á að senda börn sín í skóla eftir að skyldunámi líkur vegna kostnaðar. Atvinna við hæfi og þátttaka á vinnumarkaði er sjálfsögð krafa og lykillinn að virkri þátttöku í samfélaginu. Virkni og almenn atvinnuþátttaka er jafnframt mikilvæg forsenda velferðarsamfélagsins. Þúsundir einstaklinga eru atvinnulausar. Þetta á ekki síst við um mikinn fjölda ungmenna sem aldrei hafa náð að festa sig í sessi á vinnumarkaði. Við viljum ekki þessa þróun. Við viljum ekki svona samfélag. Verkalýðshreyfingin vill byggja upp réttlátt þjóðfélag. Samfélag þar sem allir fá að njóta sín og tækifæri til að blómstra, óháð efnahag.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar