Spila Mahler í dag og Pollapönk eftir viku Friðrika Benónýsdóttir skrifar 17. apríl 2014 13:30 Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur spilað allt frá háklassík til pönks í tuttugu ár. Við ætlum að flytja sinfóníu nr. 6 eftir Mahler, sem er risavaxið verk, og þetta verður í fyrsta sinn sem við náum hundrað manns á svið,“ segir Dagbjört Brynja Harðardóttir, framkvæmdastjóri SN. „Við erum í samstarfi við Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Tónlistarskólann á Akureyri og fleiri tónlistarskóla. Guðmundur Óli Gunnarsson, aðalstjórnandi SN, stjórnar og þetta verður stórviðburður.“ Áður en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands varð til var til Kammerhljómsveit Akureyrar, sem stofnuð var af kennurum Tónlistarskólans á Akureyri. „En svo stækkaði hljómsveitin og metnaðurinn varð meiri, sem varð þess valdandi að fyrir tuttugu árum var nafninu breytt í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands,“ útskýrir Dagbjört Brynja. „Síðan hefur hljómsveitin vaxið og dafnað og eftir að við fengum menningarhúsið Hof hafa aðstæður hennar breyst mikið til hins betra.“ Hljómsveitin heldur tónleika um það bil einu sinni í mánuði og verkefnavalið er ansi breitt. „Sinfónían bregður sér í allra kvikinda líki,“ segir Dagbjört Brynja. „Í dag er það Mahler en eftir viku, á sumardaginn fyrsta, munum við spila pönk með Pollapönki í Hofi og þá verða með okkur 250 nemendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri. Þessi gjörólíku verkefni endurspegla vel hvað SN er orðin fjölhæf hljómsveit og að hún vílar ekki fyrir sér að stökkva úr einu hlutverki í annað.“ Tónleikarnir í Hofi í dag hefjast klukkan 16 og enn eru örfá sæti laus. Menning Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Við ætlum að flytja sinfóníu nr. 6 eftir Mahler, sem er risavaxið verk, og þetta verður í fyrsta sinn sem við náum hundrað manns á svið,“ segir Dagbjört Brynja Harðardóttir, framkvæmdastjóri SN. „Við erum í samstarfi við Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Tónlistarskólann á Akureyri og fleiri tónlistarskóla. Guðmundur Óli Gunnarsson, aðalstjórnandi SN, stjórnar og þetta verður stórviðburður.“ Áður en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands varð til var til Kammerhljómsveit Akureyrar, sem stofnuð var af kennurum Tónlistarskólans á Akureyri. „En svo stækkaði hljómsveitin og metnaðurinn varð meiri, sem varð þess valdandi að fyrir tuttugu árum var nafninu breytt í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands,“ útskýrir Dagbjört Brynja. „Síðan hefur hljómsveitin vaxið og dafnað og eftir að við fengum menningarhúsið Hof hafa aðstæður hennar breyst mikið til hins betra.“ Hljómsveitin heldur tónleika um það bil einu sinni í mánuði og verkefnavalið er ansi breitt. „Sinfónían bregður sér í allra kvikinda líki,“ segir Dagbjört Brynja. „Í dag er það Mahler en eftir viku, á sumardaginn fyrsta, munum við spila pönk með Pollapönki í Hofi og þá verða með okkur 250 nemendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri. Þessi gjörólíku verkefni endurspegla vel hvað SN er orðin fjölhæf hljómsveit og að hún vílar ekki fyrir sér að stökkva úr einu hlutverki í annað.“ Tónleikarnir í Hofi í dag hefjast klukkan 16 og enn eru örfá sæti laus.
Menning Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira