Hetjur og hástökkvarar á Hádegistónleikum Marín Manda skrifar 28. apríl 2014 10:00 Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór. Jóhann Friðgeir Valdimarsson á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í Norðurljósum í Hörpu. „Ég mun bjóða upp á bæði stuttar og langar ítalskar óperuaríur úr hinum og þessum stykkjum. Tenóraríurnar eru oftast eins konar hetjutenórsaríur þar sem karakterinn er mikil kempa og hástökkið í verkunum er þegar maður fer í háu tónana,“ segir stórtenórinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson sem stígur á svið á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í dag. Hann hleypur í skarðið fyrir Diddú sem forfallaðist vegna veikinda. „Mér finnst oft miklu auðveldara að syngja þegar ég er í karakter í búningnum í óperu en að koma fram á tónleikum. Í búningnum á sviðinu líður mér einstaklega vel. Þegar ég er úti er ég með svona 10-15 óperur sem ég syng í og stundum þarf maður jafnvel að hlaupa í skarðið þegar einhver veikist svo að ég er vanur að stökkva til með litlum fyrirvara,“ segir hann.Jóhann Friðgeir Valdimarsson í hlutverki Manrico í óperunni Il Trovatore eftir Verdi hjá Íslensku óperunni haustið 2012.Mynd/ Gísli Egill HrafnssonJóhann Friðgeir er einn fremsti tenórsöngvari okkar Íslendinga og má búast við glæsilegum og kraftmiklum flutningi á nokkrum af frægustu aríum óperubókmenntanna. Píanóleikari er Antonía Hevesi og verða meðal annars fluttar óperuaríur eftir Verdi og fleiri óperutónskáld. Tónleikarnir fara fram í Norðurljósum í Hörpu kl. 12.15 og er aðgangur ókeypis eins og að öllum hádegistónleikum Íslensku óperunnar undanfarin misseri. Jóhann Friðgeir hefur nóg fyrir stafni og seinna í sumar mun hann koma fram á tíu ára afmælistónleikum í Eldborg á vegum Íslensku óperunnar ásamt fleiri íslenskum tenórum. Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Jóhann Friðgeir Valdimarsson á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í Norðurljósum í Hörpu. „Ég mun bjóða upp á bæði stuttar og langar ítalskar óperuaríur úr hinum og þessum stykkjum. Tenóraríurnar eru oftast eins konar hetjutenórsaríur þar sem karakterinn er mikil kempa og hástökkið í verkunum er þegar maður fer í háu tónana,“ segir stórtenórinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson sem stígur á svið á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í dag. Hann hleypur í skarðið fyrir Diddú sem forfallaðist vegna veikinda. „Mér finnst oft miklu auðveldara að syngja þegar ég er í karakter í búningnum í óperu en að koma fram á tónleikum. Í búningnum á sviðinu líður mér einstaklega vel. Þegar ég er úti er ég með svona 10-15 óperur sem ég syng í og stundum þarf maður jafnvel að hlaupa í skarðið þegar einhver veikist svo að ég er vanur að stökkva til með litlum fyrirvara,“ segir hann.Jóhann Friðgeir Valdimarsson í hlutverki Manrico í óperunni Il Trovatore eftir Verdi hjá Íslensku óperunni haustið 2012.Mynd/ Gísli Egill HrafnssonJóhann Friðgeir er einn fremsti tenórsöngvari okkar Íslendinga og má búast við glæsilegum og kraftmiklum flutningi á nokkrum af frægustu aríum óperubókmenntanna. Píanóleikari er Antonía Hevesi og verða meðal annars fluttar óperuaríur eftir Verdi og fleiri óperutónskáld. Tónleikarnir fara fram í Norðurljósum í Hörpu kl. 12.15 og er aðgangur ókeypis eins og að öllum hádegistónleikum Íslensku óperunnar undanfarin misseri. Jóhann Friðgeir hefur nóg fyrir stafni og seinna í sumar mun hann koma fram á tíu ára afmælistónleikum í Eldborg á vegum Íslensku óperunnar ásamt fleiri íslenskum tenórum.
Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira