Skólarnir slógust um Rannveigu Baldvin Þormóðsson skrifar 28. apríl 2014 12:00 Rannveig Marta Sarc er hæfileikarík tónlistarkona sem lifir fyrir tónlistina. Fréttablaðið/Stefán „Þetta var alveg það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni,“ segir Rannveig Marta Sarc en hún sótti um í sex tónlistarháskóla í Bandaríkjunum og fékk inngöngu í þá alla. „Ég ákvað að fara í Juilliard eftir að þeir buðu mér fullan skólastyrk,“ segir Rannveig en skólarnir þurftu að bjóða sín á milli í unga fiðluleikarann. „Ég fékk tilboð frá Juilliard og síðan annað betra frá Oberlin Conservatory þannig að þegar ég sagði þeim frá því tilboði þá buðu þeir mér bara hærra,“ segir Rannveig en hún þarf þá ekki að borga nein skólagjöld alla sína skólagöngu í Juilliard. „Ég skil ekki alveg hvernig það gerðist,“ segir fiðluleikarinn og hlær. „Það var samt ótrúlega erfið ákvörðun að velja skóla því þeir eru allir frábærir og hafa sína kosti og galla,“ segir Rannveig en hún vildi velja skóla á réttum forsendum. „Ég valdi Juilliard en ekki bara út af nafninu, þar var kennari sem mér leist á og svo buðu þeir mér þennan styrk og þá lá þetta bara fyrir.“ Rannveig hefur spilað á fiðlu síðan hún var fjögurra ára en Guðný Guðmundsdóttir hefur kennt henni í Tónlistarskólanum í Reykjavík undanfarin sex ár. Rannveig segist samt ekki hafa verið mjög áhugasöm um tónlist í byrjun. „Báðir foreldrar mínir eru tónlistarmenn og mér fannst stundum eins og það væri verið að ýta mér út í þetta og þá streittist ég á móti,“ segir Rannveig. „Síðan fyrir svona þremur árum kviknaði áhuginn fyrir alvöru og þá gat ég ekki hugsað mér lífið án tónlistar.“ Ferðalag Rannveigar á milli háskólanna segir hún hafa stundum geta tekið á. „Að ferðast einn allan tímann og hugsa um alla þessa hluti en samt að þurfa að halda einbeitingunni getur tekið á,“ segir Rannveig. „Maður þarf að spila eins vel og maður getur við mjög stressandi kringumstæður.“ Ungi fiðluleikarinn byrjar í Juilliard í haust og segist Rannveig vera mjög spennt fyrir að flytja út til New York. „Fyrsta árið bý ég á heimavistinni, síðan flytur maður kannski í miðbæinn,“ segir Rannveig Marta og hlær. Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
„Þetta var alveg það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni,“ segir Rannveig Marta Sarc en hún sótti um í sex tónlistarháskóla í Bandaríkjunum og fékk inngöngu í þá alla. „Ég ákvað að fara í Juilliard eftir að þeir buðu mér fullan skólastyrk,“ segir Rannveig en skólarnir þurftu að bjóða sín á milli í unga fiðluleikarann. „Ég fékk tilboð frá Juilliard og síðan annað betra frá Oberlin Conservatory þannig að þegar ég sagði þeim frá því tilboði þá buðu þeir mér bara hærra,“ segir Rannveig en hún þarf þá ekki að borga nein skólagjöld alla sína skólagöngu í Juilliard. „Ég skil ekki alveg hvernig það gerðist,“ segir fiðluleikarinn og hlær. „Það var samt ótrúlega erfið ákvörðun að velja skóla því þeir eru allir frábærir og hafa sína kosti og galla,“ segir Rannveig en hún vildi velja skóla á réttum forsendum. „Ég valdi Juilliard en ekki bara út af nafninu, þar var kennari sem mér leist á og svo buðu þeir mér þennan styrk og þá lá þetta bara fyrir.“ Rannveig hefur spilað á fiðlu síðan hún var fjögurra ára en Guðný Guðmundsdóttir hefur kennt henni í Tónlistarskólanum í Reykjavík undanfarin sex ár. Rannveig segist samt ekki hafa verið mjög áhugasöm um tónlist í byrjun. „Báðir foreldrar mínir eru tónlistarmenn og mér fannst stundum eins og það væri verið að ýta mér út í þetta og þá streittist ég á móti,“ segir Rannveig. „Síðan fyrir svona þremur árum kviknaði áhuginn fyrir alvöru og þá gat ég ekki hugsað mér lífið án tónlistar.“ Ferðalag Rannveigar á milli háskólanna segir hún hafa stundum geta tekið á. „Að ferðast einn allan tímann og hugsa um alla þessa hluti en samt að þurfa að halda einbeitingunni getur tekið á,“ segir Rannveig. „Maður þarf að spila eins vel og maður getur við mjög stressandi kringumstæður.“ Ungi fiðluleikarinn byrjar í Juilliard í haust og segist Rannveig vera mjög spennt fyrir að flytja út til New York. „Fyrsta árið bý ég á heimavistinni, síðan flytur maður kannski í miðbæinn,“ segir Rannveig Marta og hlær.
Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira