Miðað við höfðatölu Mikael Torfason skrifar 5. maí 2014 06:00 Í helgarblaði Fréttablaðsins nú um helgina deildi Páll Stefánsson ferðasögu sinni í máli og myndum en hann heimsótti flóttafólk í Sýrlandi og Líbanon. Það eru nú komin þrjú ár síðan borgarastyrjöld braust út í Sýrlandi og um þrjár milljónir manna hafa flúið heimaland sitt. Aðrar fimm milljónir eru á vergangi í Sýrlandi en um helmingur flóttamanna er börn. „Fór að gráta. Þetta var of mikið. Fyrsta kvöldið á Hotel Akl. Það heyrði það enginn. Ég var eini gesturinn, og eini starfsmaðurinn – eigandinn – var staddur á neðri hæðinni, langt frá herbergi sex. Það sem hafði truflað mig svona mikið, fyrsta daginn í Beqaa-dalnum, voru öll börnin sem ég hafði mætt, brotabrot af þeirri milljón flóttamanna frá Sýrlandi, nú í Líbanon, þessu litla fjögurra milljóna manna landi. Og hinum megin við hæðina, í austri, lá Sýrland; þaðan bárust lágstemmdar drunur inn í herbergið mitt. Þar geisar stríð.“ Svo skrifaði Páll í helgarblaðið. Myndir hans úr ferðalaginu segja meira en þúsund orð og kveikja margar spurningar. Páll lýsir því í greininni að fólk sem hann hitti spái því að ástandið muni ekki batna næsta áratuginn. Milljónir búa við ömurlegar aðstæður í gríðarstórum flóttamannabúðum. Yfir þrjú hundruð þúsund manns hafa horfið; flestir týnt lífi. Í flóttamannabúðum er ekkert. „Engin framtíð, engin skólaganga, ekkert,“ svo vitnað sé í texta Páls um ástandið í flóttamannabúðum í Beqaa-dalnum í Líbanon. Ekkert bendir til þess að ástandið í Sýrlandi sé að batna. Á fimmtudaginn í síðustu viku dóu átján í sprengjuárásum, þar af ellefu börn. Um helgina lentu sextíu þúsund manns á vergangi vegna bardaga á milli uppreisnarmannanna sjálfra. Ástandið er skelfilegt og ekki sér fyrir endann á bardögum í Sýrlandi. Á meðan fjölgar flóttafólki sem á ekki í nein hús að venda. Frændur okkar Svíar eru eina vestræna þjóðin sem hefur svarað ákalli Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins um að þjóðir heims taki á móti flóttamönnum af ábyrgð. Svíar hafa tekið á móti tuttugu og sex þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi á síðustu tveimur árum. Páll spyr í grein sinni í helgarblaði Fréttablaðsins: „Hvenær kemur að okkur?“ Það má telja næsta víst að það komi ekki að okkur. Við erum og höfum verið duglaus þegar kemur að því að lina þjáningar meðbræðra okkar og systra. Og miðað við hvernig núverandi stjórnvöld hafa tjáð sig um þróunaraðstoð má gera ráð fyrir því að við verðum seint hálfdrættingar á við Svía. „Ef við notuðum höfðatöluregluna, og vildum vera jafnokar frænda vorra, Svía, værum við búin að veita bara 900 Sýrlendingum varanlegt skjól, af þeim þremur milljónum sem hafa misst landið sitt, og lífið fram undan,“ skrifar Páll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Í helgarblaði Fréttablaðsins nú um helgina deildi Páll Stefánsson ferðasögu sinni í máli og myndum en hann heimsótti flóttafólk í Sýrlandi og Líbanon. Það eru nú komin þrjú ár síðan borgarastyrjöld braust út í Sýrlandi og um þrjár milljónir manna hafa flúið heimaland sitt. Aðrar fimm milljónir eru á vergangi í Sýrlandi en um helmingur flóttamanna er börn. „Fór að gráta. Þetta var of mikið. Fyrsta kvöldið á Hotel Akl. Það heyrði það enginn. Ég var eini gesturinn, og eini starfsmaðurinn – eigandinn – var staddur á neðri hæðinni, langt frá herbergi sex. Það sem hafði truflað mig svona mikið, fyrsta daginn í Beqaa-dalnum, voru öll börnin sem ég hafði mætt, brotabrot af þeirri milljón flóttamanna frá Sýrlandi, nú í Líbanon, þessu litla fjögurra milljóna manna landi. Og hinum megin við hæðina, í austri, lá Sýrland; þaðan bárust lágstemmdar drunur inn í herbergið mitt. Þar geisar stríð.“ Svo skrifaði Páll í helgarblaðið. Myndir hans úr ferðalaginu segja meira en þúsund orð og kveikja margar spurningar. Páll lýsir því í greininni að fólk sem hann hitti spái því að ástandið muni ekki batna næsta áratuginn. Milljónir búa við ömurlegar aðstæður í gríðarstórum flóttamannabúðum. Yfir þrjú hundruð þúsund manns hafa horfið; flestir týnt lífi. Í flóttamannabúðum er ekkert. „Engin framtíð, engin skólaganga, ekkert,“ svo vitnað sé í texta Páls um ástandið í flóttamannabúðum í Beqaa-dalnum í Líbanon. Ekkert bendir til þess að ástandið í Sýrlandi sé að batna. Á fimmtudaginn í síðustu viku dóu átján í sprengjuárásum, þar af ellefu börn. Um helgina lentu sextíu þúsund manns á vergangi vegna bardaga á milli uppreisnarmannanna sjálfra. Ástandið er skelfilegt og ekki sér fyrir endann á bardögum í Sýrlandi. Á meðan fjölgar flóttafólki sem á ekki í nein hús að venda. Frændur okkar Svíar eru eina vestræna þjóðin sem hefur svarað ákalli Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins um að þjóðir heims taki á móti flóttamönnum af ábyrgð. Svíar hafa tekið á móti tuttugu og sex þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi á síðustu tveimur árum. Páll spyr í grein sinni í helgarblaði Fréttablaðsins: „Hvenær kemur að okkur?“ Það má telja næsta víst að það komi ekki að okkur. Við erum og höfum verið duglaus þegar kemur að því að lina þjáningar meðbræðra okkar og systra. Og miðað við hvernig núverandi stjórnvöld hafa tjáð sig um þróunaraðstoð má gera ráð fyrir því að við verðum seint hálfdrættingar á við Svía. „Ef við notuðum höfðatöluregluna, og vildum vera jafnokar frænda vorra, Svía, værum við búin að veita bara 900 Sýrlendingum varanlegt skjól, af þeim þremur milljónum sem hafa misst landið sitt, og lífið fram undan,“ skrifar Páll.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar