Lífshringur fiðrildis og andvökunótt Friðrika Benónýsdóttir skrifar 14. maí 2014 12:00 „Þetta er fyrst og fremst upplifun á þessum tveimur heimum,“ segir Sara Martí. Vísir/Anton „Hjónin Valgeir Sigurðsson og Sigríður Sunna Reynisdóttir, annar helmingurinn af VaVaVoom, fundu ljóðabók a.rawlings, Wide Slumber For Lepidopterists, fyrir nokkrum árum og urðu yfir sig hrifin,“ segir leikstjórinn Sara Martí, hinn helmingur VaVaVoom, beðin að greina frá tildrögum verksins Wide Slumber. „Þau fengu styrk til að gera tónleikhúsverk upp úr bókinni og við erum búin að vera að vinna að þessu í tvö ár meðfram öðru. Valgeir samdi tónlistina við textann úr bókinni og við Sigga Sunna sáum um sjónræna hlutann.“ Sara segir verkið ekki vera leikrit heldur tónleika þar sem þrír karakterar fara í gegnum ákveðið ferðalag. „Sigga Sunna situr svo á sviðinu og vefur söguna í fjögurra fermetra vefstól sem tekur á sig alls kyns myndir.“ Þrír söngvarar, þau Alexi Murdoch, Sasha Siem og Ásgerður Júníusdóttir, holdgera sögusvið og persónur innan Wide Slumber og birtast okkur sem svefnvísindamaður, fiðrildafræðingur og svefngengill. Með þeim á sviðinu er hljómsveit skipuð James McVinnie, Liam Byrne og Ólafi Birni Ólafssyni. Listræna teymið vinnur með hópi vísindamanna á sviði svefnrannsókna við Rihel Lab í University College London og öðrum hópi sem stundar fiðrildarannsóknir við Harvard Museum of Comparative Zoology að gerð verksins. Hvernig kom það til? „Það sem hreif okkur mest við ljóðabókina var að hún fléttar saman lífshring fiðrildis og andvökunótt dreymingjans okkar,“ útskýrir Sara. „Og mjög fljótlega í ferlinu settum við okkur í samband við vísindamenn, annars vegar fiðrildafræðinga og hins vegar mann sem sérhæfir sig í svefnrannsóknum. Annar hópurinn hefur sent okkur myndir af þeim bylgjum sem skapast í heilanum við drauma og hinn hópurinn helling af hljóðum úr heimi fiðrildanna og við nýtum hvort tveggja í sýningunni. Auk þess höfum við fengið frá þeim ógurlegt magn af alls konar rannsóknarniðurstöðum.“ Sara segir áhorfendur væntanlega ekki munu ganga út af sýningunni með einhverja fullvissu um það um hvað hún fjallaði. „Þetta er fyrst og fremst upplifun á þessum tveimur heimum og hvert lag er í rauninni ákveðið ferðalag.“Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík og aðeins verða þrjár sýningar hérlendis, þann 24., 25. og 26. maí, allar í Tjarnarbíói. Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Hjónin Valgeir Sigurðsson og Sigríður Sunna Reynisdóttir, annar helmingurinn af VaVaVoom, fundu ljóðabók a.rawlings, Wide Slumber For Lepidopterists, fyrir nokkrum árum og urðu yfir sig hrifin,“ segir leikstjórinn Sara Martí, hinn helmingur VaVaVoom, beðin að greina frá tildrögum verksins Wide Slumber. „Þau fengu styrk til að gera tónleikhúsverk upp úr bókinni og við erum búin að vera að vinna að þessu í tvö ár meðfram öðru. Valgeir samdi tónlistina við textann úr bókinni og við Sigga Sunna sáum um sjónræna hlutann.“ Sara segir verkið ekki vera leikrit heldur tónleika þar sem þrír karakterar fara í gegnum ákveðið ferðalag. „Sigga Sunna situr svo á sviðinu og vefur söguna í fjögurra fermetra vefstól sem tekur á sig alls kyns myndir.“ Þrír söngvarar, þau Alexi Murdoch, Sasha Siem og Ásgerður Júníusdóttir, holdgera sögusvið og persónur innan Wide Slumber og birtast okkur sem svefnvísindamaður, fiðrildafræðingur og svefngengill. Með þeim á sviðinu er hljómsveit skipuð James McVinnie, Liam Byrne og Ólafi Birni Ólafssyni. Listræna teymið vinnur með hópi vísindamanna á sviði svefnrannsókna við Rihel Lab í University College London og öðrum hópi sem stundar fiðrildarannsóknir við Harvard Museum of Comparative Zoology að gerð verksins. Hvernig kom það til? „Það sem hreif okkur mest við ljóðabókina var að hún fléttar saman lífshring fiðrildis og andvökunótt dreymingjans okkar,“ útskýrir Sara. „Og mjög fljótlega í ferlinu settum við okkur í samband við vísindamenn, annars vegar fiðrildafræðinga og hins vegar mann sem sérhæfir sig í svefnrannsóknum. Annar hópurinn hefur sent okkur myndir af þeim bylgjum sem skapast í heilanum við drauma og hinn hópurinn helling af hljóðum úr heimi fiðrildanna og við nýtum hvort tveggja í sýningunni. Auk þess höfum við fengið frá þeim ógurlegt magn af alls konar rannsóknarniðurstöðum.“ Sara segir áhorfendur væntanlega ekki munu ganga út af sýningunni með einhverja fullvissu um það um hvað hún fjallaði. „Þetta er fyrst og fremst upplifun á þessum tveimur heimum og hvert lag er í rauninni ákveðið ferðalag.“Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík og aðeins verða þrjár sýningar hérlendis, þann 24., 25. og 26. maí, allar í Tjarnarbíói.
Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira