Fjárfestingaáætlun fullfjármögnuð Steingrímur J. Sigfússon skrifar 16. maí 2014 07:00 Það hljóp heldur betur á snærið hjá fjármálaráðherra, ríkissjóði og okkur öllum nú í lok mars þegar Landsbanki Íslands hf. greiddi eiganda sínum arð upp á tæpa 20 milljarða á einu bretti. Samkvæmt ársfjórðungsuppgjöri sem öllum er aðgengilegt á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á 19,7 milljarða arðgreiðsla Landsbankans stærstan þátt í að skýra áframhaldandi afkomubata ríkisins milli ára sem að sjálfsögðu er fagnaðarefni. Liðurinn „aðrar tekjur“ í bókhaldi ríkisins hækkar þannig úr 10,5 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi 2013 í 28,2 milljarða 2014. Með samfelldum efnahagsbata síðan 2011 eru hinir almennu skattstofnar ríkisins einnig að skila vaxandi tekjum án þess að skatthlutföllum sé breytt. Er þar á ferðinni vel þekkt þróun sem að sjálfsögðu myndi jafnt og þétt bæta afkomu ríkisins, það er að segja ef tekjur ríkisins væru ekki skertar með öðrum ráðstöfunum á móti. það hefur hins vegar ný ríkisstjórn því miður gert og mun koma fram með fullum þunga á árunum 2015-2016. En arðgreiðsla Landsbankans til ríkisins nú á dögunum færir okkur aðrar athyglisverðar upplýsingar. Með þessari einu greiðslu væri fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar fullfjármögnuð á árinu 2014 og gott betur þrátt fyrir stórlækkun núverandi ríkisstjórnar á sérstöku veiðigjaldi. Áætlunin byggði á 5,7 milljarða fjármögnun frá sérstöku veiðigjaldi og rúmlega 6,6 milljörðum frá arði eða eignasölu tengt eignarhlutum ríkisins í bönkum. Samtals gerði þannig áætlunin ráð fyrir liðlega 12,3 milljörðum á árinu 2014 til fjárfestinga í samgöngumálum, nýsköpun, rannsóknum og þróun, til eflingar skapandi greina, uppbyggingar ferðamannastaða, græna hagkerfisins o.s.frv. Allur söngur stjórnarliða á síðastliðnu hausti um að fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar væri ófjármögnuð er hruninn til grunna. Endurtekið og ótal sinnum var sagt: Fjárfestingaáætlunin er ófjármögnuð og því ekkert annað að gera en skerða framlög til dæmis til rannsókna- og tækniþróunarsjóða, til Markáætlunar, til sóknaráætlana landshlutanna, til þjóðgarða og friðlýstra svæða og til uppbyggingar ferðamannastaða (sem ríkisstjórnin hefur klúðrað með ævintýralegum og grafalvarlegum hætti). Textarnir um ófjármagnaða áætlun sem voru samviskusamlega endurprentaðir í greinargerð fjárlagafrumvarpsins þar sem niðurskurðurinn á hverjum liðnum á fætur öðrum var réttlættur, eldast sömuleiðis illa. Þolendur ofangreinds niðurskurðar mega hafa þetta í huga. Vandinn er ekki að fjárfestingaáætlunin væri ófjármögnuð og þaðan af síður að verkefnin séu ekki þörf og brýn. Vandinn er stefna núverandi ríkisstjórnar, smæð hennar þegar kemur að öllu sem fyrri ríkisstjórn tengist og fornaldarleg viðhorf til nýsköpunar, umhverfis- og atvinnumála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Það hljóp heldur betur á snærið hjá fjármálaráðherra, ríkissjóði og okkur öllum nú í lok mars þegar Landsbanki Íslands hf. greiddi eiganda sínum arð upp á tæpa 20 milljarða á einu bretti. Samkvæmt ársfjórðungsuppgjöri sem öllum er aðgengilegt á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á 19,7 milljarða arðgreiðsla Landsbankans stærstan þátt í að skýra áframhaldandi afkomubata ríkisins milli ára sem að sjálfsögðu er fagnaðarefni. Liðurinn „aðrar tekjur“ í bókhaldi ríkisins hækkar þannig úr 10,5 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi 2013 í 28,2 milljarða 2014. Með samfelldum efnahagsbata síðan 2011 eru hinir almennu skattstofnar ríkisins einnig að skila vaxandi tekjum án þess að skatthlutföllum sé breytt. Er þar á ferðinni vel þekkt þróun sem að sjálfsögðu myndi jafnt og þétt bæta afkomu ríkisins, það er að segja ef tekjur ríkisins væru ekki skertar með öðrum ráðstöfunum á móti. það hefur hins vegar ný ríkisstjórn því miður gert og mun koma fram með fullum þunga á árunum 2015-2016. En arðgreiðsla Landsbankans til ríkisins nú á dögunum færir okkur aðrar athyglisverðar upplýsingar. Með þessari einu greiðslu væri fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar fullfjármögnuð á árinu 2014 og gott betur þrátt fyrir stórlækkun núverandi ríkisstjórnar á sérstöku veiðigjaldi. Áætlunin byggði á 5,7 milljarða fjármögnun frá sérstöku veiðigjaldi og rúmlega 6,6 milljörðum frá arði eða eignasölu tengt eignarhlutum ríkisins í bönkum. Samtals gerði þannig áætlunin ráð fyrir liðlega 12,3 milljörðum á árinu 2014 til fjárfestinga í samgöngumálum, nýsköpun, rannsóknum og þróun, til eflingar skapandi greina, uppbyggingar ferðamannastaða, græna hagkerfisins o.s.frv. Allur söngur stjórnarliða á síðastliðnu hausti um að fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar væri ófjármögnuð er hruninn til grunna. Endurtekið og ótal sinnum var sagt: Fjárfestingaáætlunin er ófjármögnuð og því ekkert annað að gera en skerða framlög til dæmis til rannsókna- og tækniþróunarsjóða, til Markáætlunar, til sóknaráætlana landshlutanna, til þjóðgarða og friðlýstra svæða og til uppbyggingar ferðamannastaða (sem ríkisstjórnin hefur klúðrað með ævintýralegum og grafalvarlegum hætti). Textarnir um ófjármagnaða áætlun sem voru samviskusamlega endurprentaðir í greinargerð fjárlagafrumvarpsins þar sem niðurskurðurinn á hverjum liðnum á fætur öðrum var réttlættur, eldast sömuleiðis illa. Þolendur ofangreinds niðurskurðar mega hafa þetta í huga. Vandinn er ekki að fjárfestingaáætlunin væri ófjármögnuð og þaðan af síður að verkefnin séu ekki þörf og brýn. Vandinn er stefna núverandi ríkisstjórnar, smæð hennar þegar kemur að öllu sem fyrri ríkisstjórn tengist og fornaldarleg viðhorf til nýsköpunar, umhverfis- og atvinnumála.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar