Af veðurhroka Íslendings Berglind Pétursdóttir skrifar 19. maí 2014 07:00 Hafið þið verið stödd í útlöndum þegar varað er við óveðri og stormi sem reynist svo vera léttvæg gola og 3-4 snjókorn? Þegar ég var skiptinemi í Bretlandi var oft frí í marga daga í skólanum ef það snjóaði magni sem dugði varla í almennilegan snjóbolta. Það hvarflaði því ekki að mér að fresta áætlaðri för minni til Aspen frá Denver á handahófskenndu ferðalagi um Bandaríkin. Því miður. Þessi þanki er skrifaður á iPhone í hvítum KIA, farþegasætinu samt, einhvers staðar hátt uppi í Klettafjöllum. Kunningjar mínir á þessum slóðum hvöttu mig til að leigja mér sérútbúinn bíl eða fresta ferðinni, það væri von á stormi. Ég horfði blíðlega á kunningjana og sagði þeim vingjarnlega að vanmeta ekki þekkingu mína á veðrinu, ég væri alin upp í Smáíbúðahverfinu og þar væri nú ekki veðrátta til að gera grín að. Skömmu eftir að ég lagði af stað skall á blindbylur og ég er nú búin að keyra fram hjá bílslysum þar sem vöruflutningabílar breyttust í harmóníkur og fólksbílar standa upp á annan endann á miðjum veginum. Jeppar sem klesst hafa harkalega á tré standa þar yfirgefnir og á tímabili var eina umferðin á móti mér ýlfrandi sjúkrabílar og dráttarvélar. Éger búin að hugsa allar neikvæðar hugsanir sem fyrirfinnast um endalok þessa ferðalags og hellan í eyrunum á mér er svo þykk að ég veit ekki hvort ég muni heyra fagran þytinn í vindinum þegar bíllinn loksins hendist fram af snjóhengju. Ég ætla aldrei aftur að gera grín að túristunum á Íslandi sem fara á Yaris og hlýrabol á Vatnajökul og þurfa að láta bjarga sér. Það stefnir allt í að ég verði slíkur ferðamaður. Á tímabili hugsaði ég þó; ef bíllinn bilar get ég vippað mér yfir þessa girðingu sem grillir í í gegnum þykkt hríðarkófið og hlaupið yfir í næstu huggulegu hjólhýsaþyrpingu. Kannski er þar einhver velviljaður sem getur reddað mér. Hætti strax við þegar ég rak augun í skiltið á grindverkinu. Aðkomumenní leyfisleysi verða skotnir, án viðvörunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun
Hafið þið verið stödd í útlöndum þegar varað er við óveðri og stormi sem reynist svo vera léttvæg gola og 3-4 snjókorn? Þegar ég var skiptinemi í Bretlandi var oft frí í marga daga í skólanum ef það snjóaði magni sem dugði varla í almennilegan snjóbolta. Það hvarflaði því ekki að mér að fresta áætlaðri för minni til Aspen frá Denver á handahófskenndu ferðalagi um Bandaríkin. Því miður. Þessi þanki er skrifaður á iPhone í hvítum KIA, farþegasætinu samt, einhvers staðar hátt uppi í Klettafjöllum. Kunningjar mínir á þessum slóðum hvöttu mig til að leigja mér sérútbúinn bíl eða fresta ferðinni, það væri von á stormi. Ég horfði blíðlega á kunningjana og sagði þeim vingjarnlega að vanmeta ekki þekkingu mína á veðrinu, ég væri alin upp í Smáíbúðahverfinu og þar væri nú ekki veðrátta til að gera grín að. Skömmu eftir að ég lagði af stað skall á blindbylur og ég er nú búin að keyra fram hjá bílslysum þar sem vöruflutningabílar breyttust í harmóníkur og fólksbílar standa upp á annan endann á miðjum veginum. Jeppar sem klesst hafa harkalega á tré standa þar yfirgefnir og á tímabili var eina umferðin á móti mér ýlfrandi sjúkrabílar og dráttarvélar. Éger búin að hugsa allar neikvæðar hugsanir sem fyrirfinnast um endalok þessa ferðalags og hellan í eyrunum á mér er svo þykk að ég veit ekki hvort ég muni heyra fagran þytinn í vindinum þegar bíllinn loksins hendist fram af snjóhengju. Ég ætla aldrei aftur að gera grín að túristunum á Íslandi sem fara á Yaris og hlýrabol á Vatnajökul og þurfa að láta bjarga sér. Það stefnir allt í að ég verði slíkur ferðamaður. Á tímabili hugsaði ég þó; ef bíllinn bilar get ég vippað mér yfir þessa girðingu sem grillir í í gegnum þykkt hríðarkófið og hlaupið yfir í næstu huggulegu hjólhýsaþyrpingu. Kannski er þar einhver velviljaður sem getur reddað mér. Hætti strax við þegar ég rak augun í skiltið á grindverkinu. Aðkomumenní leyfisleysi verða skotnir, án viðvörunar.