Aron tilbúinn að þjálfa bæði Ísland og Kolding Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. maí 2014 07:00 Aron vann deild og bikar í Danmörku. vísir/Daníel „Þetta var algjörlega frábært,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, sem gerði danska stórliðið KIF Kolding að dönskum meisturum eftir tvo sigra á Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Aron hefur stýrt liðinu undanfarna mánuði eftir að þjálfari þess veiktist og hefur árangurinn verið frábær. Auk þess að gera liðið að meisturum vann Aron danska bikarinn með liðið en hann hefur varla stigið feilspor með danska liðið. „Maður vissi þegar út var farið að verkefnið yrði erfitt. Það var mikið um meiðsli í liðinu og þannig vandamál en samt var stefnt að góðum árangri. Ég er án Kims Andersson og Lasse Boesen allan tímann og Joachim Boldsen kemur ekki inn fyrr en í undanúrslitunum. Ég var lengi að vinna með lítinn hóp og fyrstu vikurnar voru svona 6-8 á æfingum. Í einum leik vorum við án hornamanna og tómt rugl. Það var bara frábært að klára þetta með tveimur titlum,“ segir Aron við Fréttablaðið. Eðlilega vilja forráðamenn Kolding ólmir halda Aroni hjá félaginu en frá því hefur verið greint að Danirnir eru búnir að bjóða Aroni áframhaldandi samning. „Það skýrist í vikunni hvað verður. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér. Svona hvort þetta gangi upp gagnvart fjölskyldunni og fleira,“ segir Aron sem er tilbúinn að þjálfa liðið samhliða því að stýra íslenska landsliðinu. Íslendingar þurfa ekki að óttast að Aron sé að hætta með það alveg strax. „Ef ég tek að mér Kolding-starfið vil ég þjálfa bæði liðin. Umhverfið hjá Kolding er þannig að maður sér það sem möguleika. Ég er með tvo aðstoðarþjálfara, í Kaupmannahöfn og Kolding, og deildin er þannig að það koma léttir leikir inn á milli. Þetta er líka öðruvísi en í Þýskalandi þar sem eru t.d. mun lengri ferðalög.“ Hann er þó aðeins með samning fram yfir HM í Katar. „Það hefur ekki verið rætt um neitt framhald formlega. Við höfum aðeins talað saman en ekki komist neitt áfram með það,“ segir landsliðsþjálfarinn sem stýrir liðinu á HM í Katar, komist það í gegnum umspilið gegn Bosníu í sumar. Næst hjá Aroni taka við æfingar með úrtakshópa sem kynntir verða í dag. „Þar verður unnið með stóra hópa og við byrjum strax á miðvikudaginn. Ég verð þá kominn strax aftur í landsliðsbúninginn og verð í honum fram yfir 15. júní,“ segir Aron. Íslenski handboltinn Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Sport Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
„Þetta var algjörlega frábært,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, sem gerði danska stórliðið KIF Kolding að dönskum meisturum eftir tvo sigra á Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Aron hefur stýrt liðinu undanfarna mánuði eftir að þjálfari þess veiktist og hefur árangurinn verið frábær. Auk þess að gera liðið að meisturum vann Aron danska bikarinn með liðið en hann hefur varla stigið feilspor með danska liðið. „Maður vissi þegar út var farið að verkefnið yrði erfitt. Það var mikið um meiðsli í liðinu og þannig vandamál en samt var stefnt að góðum árangri. Ég er án Kims Andersson og Lasse Boesen allan tímann og Joachim Boldsen kemur ekki inn fyrr en í undanúrslitunum. Ég var lengi að vinna með lítinn hóp og fyrstu vikurnar voru svona 6-8 á æfingum. Í einum leik vorum við án hornamanna og tómt rugl. Það var bara frábært að klára þetta með tveimur titlum,“ segir Aron við Fréttablaðið. Eðlilega vilja forráðamenn Kolding ólmir halda Aroni hjá félaginu en frá því hefur verið greint að Danirnir eru búnir að bjóða Aroni áframhaldandi samning. „Það skýrist í vikunni hvað verður. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér. Svona hvort þetta gangi upp gagnvart fjölskyldunni og fleira,“ segir Aron sem er tilbúinn að þjálfa liðið samhliða því að stýra íslenska landsliðinu. Íslendingar þurfa ekki að óttast að Aron sé að hætta með það alveg strax. „Ef ég tek að mér Kolding-starfið vil ég þjálfa bæði liðin. Umhverfið hjá Kolding er þannig að maður sér það sem möguleika. Ég er með tvo aðstoðarþjálfara, í Kaupmannahöfn og Kolding, og deildin er þannig að það koma léttir leikir inn á milli. Þetta er líka öðruvísi en í Þýskalandi þar sem eru t.d. mun lengri ferðalög.“ Hann er þó aðeins með samning fram yfir HM í Katar. „Það hefur ekki verið rætt um neitt framhald formlega. Við höfum aðeins talað saman en ekki komist neitt áfram með það,“ segir landsliðsþjálfarinn sem stýrir liðinu á HM í Katar, komist það í gegnum umspilið gegn Bosníu í sumar. Næst hjá Aroni taka við æfingar með úrtakshópa sem kynntir verða í dag. „Þar verður unnið með stóra hópa og við byrjum strax á miðvikudaginn. Ég verð þá kominn strax aftur í landsliðsbúninginn og verð í honum fram yfir 15. júní,“ segir Aron.
Íslenski handboltinn Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Sport Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita