Dramatík, drungi, hrollur og kaldhæðni Friðrika Benónýsdóttir skrifar 22. maí 2014 10:30 Hanna Dóra Sturludóttir. "Ég er að syngja Pierrot lunaire í fyrsta skipti og það er mikil áskorun að takast á við þetta verk.“ Vísir/GVA Á opnunartónleikum Listahátíðar mun Kammersveit Reykjavíkur flytja verkið Pierrot lunaire eftir Arnold Schönberg við ljóð Alberts Giraud og frumflytja nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson sem er samið fyrir sömu hljóðfæraskipan. Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran syngur aðalhlutverk í báðum verkunum. „Ég er að syngja Pierrot lunaire í fyrsta skipti og það er mikil áskorun að takast á við þetta verk en líka mjög skemmtilegt,“ segir Hanna Dóra. „Bæði ljóðin og tónlistin soga mann inn í hugarheim þar sem alls konar andlit koma fram. Þar er dramatík, drungi og hryllingur en samt dálítil kaldhæðni undirliggjandi.“ Verk Atla, Hér vex enginn sítrónuviður, byggir á úrvali ljóða úr samnefndri ljóðabók Gyrðis Elíassonar. „Það er líka alveg svakalega gaman að fá að frumflytja það verk,“ segir Hanna Dóra. „Þetta eru mjög knappir og beinskeyttir textar hjá Gyrði og Atli tekur nokkur ljóðanna og setur saman í eina heild sem er bundin saman með millispilum sem hljómsveitin spilar auk slagverksleikarans Franks Aarnink og Benedikts Gylfasonar drengjasóprans, sem er mjög einbeittur og upprennandi listamaður.“ Króatíski myndbandshönnuðurinn, leikstjórinn og tónlistarmaðurinn Valerij Lisac sér um sviðsetningu tónleikanna og listræna umgjörð sem hverfist um verkið Pierrot lunaire. Hanna Dóra vill ekki gefa of mikið upp um sviðssetninguna til að spilla ekki fyrir upplifun áhorfenda. „Valerij er búinn að undirbúa sig mjög vel og kemur með sjónræna upplifun sem bætist við í Pierrot lunaire, en sjón er sögu ríkari og fólk verður bara að bíða og sjá. Hugmyndirnar hans eru mjög spennandi og bæta nýrri vídd við verkið.“ Spurð hvort ekki fylgi því aukið álag að syngja á opnunarhátíð Listahátíðar segist Hanna Dóra lítinn tíma hafa haft til að hugsa um það. „Auðvitað er rosalega glæsilegt að fá að taka þátt í opnunartónleikum Listahátíðar,“ segir hún. „Ég er bara svo einbeitt í því sem ég er að gera að ég er lítið búin að velta því fyrir mér.“ Menning Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Sjá meira
Á opnunartónleikum Listahátíðar mun Kammersveit Reykjavíkur flytja verkið Pierrot lunaire eftir Arnold Schönberg við ljóð Alberts Giraud og frumflytja nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson sem er samið fyrir sömu hljóðfæraskipan. Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran syngur aðalhlutverk í báðum verkunum. „Ég er að syngja Pierrot lunaire í fyrsta skipti og það er mikil áskorun að takast á við þetta verk en líka mjög skemmtilegt,“ segir Hanna Dóra. „Bæði ljóðin og tónlistin soga mann inn í hugarheim þar sem alls konar andlit koma fram. Þar er dramatík, drungi og hryllingur en samt dálítil kaldhæðni undirliggjandi.“ Verk Atla, Hér vex enginn sítrónuviður, byggir á úrvali ljóða úr samnefndri ljóðabók Gyrðis Elíassonar. „Það er líka alveg svakalega gaman að fá að frumflytja það verk,“ segir Hanna Dóra. „Þetta eru mjög knappir og beinskeyttir textar hjá Gyrði og Atli tekur nokkur ljóðanna og setur saman í eina heild sem er bundin saman með millispilum sem hljómsveitin spilar auk slagverksleikarans Franks Aarnink og Benedikts Gylfasonar drengjasóprans, sem er mjög einbeittur og upprennandi listamaður.“ Króatíski myndbandshönnuðurinn, leikstjórinn og tónlistarmaðurinn Valerij Lisac sér um sviðsetningu tónleikanna og listræna umgjörð sem hverfist um verkið Pierrot lunaire. Hanna Dóra vill ekki gefa of mikið upp um sviðssetninguna til að spilla ekki fyrir upplifun áhorfenda. „Valerij er búinn að undirbúa sig mjög vel og kemur með sjónræna upplifun sem bætist við í Pierrot lunaire, en sjón er sögu ríkari og fólk verður bara að bíða og sjá. Hugmyndirnar hans eru mjög spennandi og bæta nýrri vídd við verkið.“ Spurð hvort ekki fylgi því aukið álag að syngja á opnunarhátíð Listahátíðar segist Hanna Dóra lítinn tíma hafa haft til að hugsa um það. „Auðvitað er rosalega glæsilegt að fá að taka þátt í opnunartónleikum Listahátíðar,“ segir hún. „Ég er bara svo einbeitt í því sem ég er að gera að ég er lítið búin að velta því fyrir mér.“
Menning Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Sjá meira