Tveir útlagar hertaka svið Gamla bíós Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. maí 2014 12:00 "Það er gott að koma í borgina og heiður að fá að sýna í Gamla bíói,“ segir Elfar Logi. Fréttablaðið/Valli „Ég er bara kominn í 101,“ segir Vestfirðingurinn Elfar Logi Hannesson, leikari hjá Kómedíuleikhúsinu, sem sýnir á fjölum Gamla bíós næstu vikur. „Ég verð með sjö sýningar á Gísla Súrssyni á ensku fram að 15. júní og sú fyrsta er í kvöld. Það leggst vel í mig, gott að koma í borgina og heiður að fá að sýna í þessu frábæra húsi,“ segir leikarinn. Elfar Logi kveðst vera upptekinn af útlögum og því hafi hann sett upp sýningu um Fjalla-Eyvind sem frumsýnd hafi verið í lok síðasta árs. Ákveðið hafi verið að steypa henni og sýningunni um Gísla Súrsson saman í Gamla bíói og þá verði leikið á íslensku. Fyrsta sýning er annað kvöld. Hvor þáttur um sig er 55 mínútur og gert er stutt hlé á milli til að gefa gestum kost á að standa upp og fá sér hressingu. Gísli Súrsson var frumsýndur árið 2005 og sýningin í kvöld er númer 264. „Það var kominn tími á að kíkja með Gísla til höfuðborgarinnar því kappinn hefur aðallega haldið sig á landsbyggðinni til þessa,“ segir Elfar Logi og upplýsir að hingað til hafi hann einungis sýnt hér syðra fyrir ákveðna hópa en ekki almenning. „Samtímis og langt fram í ágúst verð ég líka með Gísla vestur í Haukadal í Dalasýslu, ýmist á íslensku eða ensku. Þar tók Gísli Súrsson land og það er sérstök upplifun að sýna hann á söguslóðum,“ segir Elfar Logi sem fer á nútíma reiðskjóta milli héraða. Frekari upplýsingar má finna hér. Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég er bara kominn í 101,“ segir Vestfirðingurinn Elfar Logi Hannesson, leikari hjá Kómedíuleikhúsinu, sem sýnir á fjölum Gamla bíós næstu vikur. „Ég verð með sjö sýningar á Gísla Súrssyni á ensku fram að 15. júní og sú fyrsta er í kvöld. Það leggst vel í mig, gott að koma í borgina og heiður að fá að sýna í þessu frábæra húsi,“ segir leikarinn. Elfar Logi kveðst vera upptekinn af útlögum og því hafi hann sett upp sýningu um Fjalla-Eyvind sem frumsýnd hafi verið í lok síðasta árs. Ákveðið hafi verið að steypa henni og sýningunni um Gísla Súrsson saman í Gamla bíói og þá verði leikið á íslensku. Fyrsta sýning er annað kvöld. Hvor þáttur um sig er 55 mínútur og gert er stutt hlé á milli til að gefa gestum kost á að standa upp og fá sér hressingu. Gísli Súrsson var frumsýndur árið 2005 og sýningin í kvöld er númer 264. „Það var kominn tími á að kíkja með Gísla til höfuðborgarinnar því kappinn hefur aðallega haldið sig á landsbyggðinni til þessa,“ segir Elfar Logi og upplýsir að hingað til hafi hann einungis sýnt hér syðra fyrir ákveðna hópa en ekki almenning. „Samtímis og langt fram í ágúst verð ég líka með Gísla vestur í Haukadal í Dalasýslu, ýmist á íslensku eða ensku. Þar tók Gísli Súrsson land og það er sérstök upplifun að sýna hann á söguslóðum,“ segir Elfar Logi sem fer á nútíma reiðskjóta milli héraða. Frekari upplýsingar má finna hér.
Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira