Stoltur af afrekinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. maí 2014 07:00 Bjarki Már Elísson átti gott fyrsta tímabil í herbúðum Eisenach. vísir/Stefán Bjarki Már Elísson, hornamaður Eisenach stóð sig vel á sínu fyrsta tímabili í þýsku 1. deildinni í handbolta. Bjarki gekk til liðs við Eisenach síðasta sumar en hann varð Íslandsmeistari með HK árið 2012. Þrátt fyrir að Eisenach hafi á endanum fallið úr deildinni var Bjarki nokkuð sáttur með eigin spilamennsku. „Það er auðvitað svekkjandi að hafa fallið úr deildinni en þetta var lærdómsríkt tímabil. Það var margt nýtt sem ég fór í gegn um á tímabilinu en ég var nokkuð sáttur með eigin frammistöðu,“ sagði Bjarki, sem var ánægður með reynsluna sem hann fékk á tímabilinu.Náði flestum mínum markmiðum „Hérna úti eru fleiri æfingar og fleiri leikir. Þetta er það sem maður sækist eftir og ég hef lært helling á þessum tíma. Þetta er mun sterkari deild en sú íslenska með sterkari leikmenn og hver einasti leikur hérna er hörku leikur. Það er líka töluvert skemmtilegra að spila alltaf fyrir mörg þúsund manns í staðinn fyrir nokkur hundruð eins og heima. Maður vill vera í sviðsljósinu og spila fyrir framan fjölda af fólki og reyna að skemmta því, til þess er maður í þessu.“ Bjarki var markahæstur Íslendinga á tímabilinu og var hann sáttur með þann árangur. „Það er mikið af góðum Íslendingum í þessari deild og ég er mjög stoltur af því að vera markahæstur Íslendinga þegar upp er staðið. Ég náði flestum mínum einstaklingsmarkmiðum á tímabilinu þrátt fyrir að gengi liðsins hafi ekki verið neitt sérstakt.“ Bjarki skrifaði undir nýjan samning fyrr í vetur og er búinn að koma sér vel fyrir í Þýskalandi. Hann kvaðst vera spenntur fyrir næsta tímabili með Eisenach. „Mér líður mjög vel hérna, ég og kærastan mín erum búin að koma okkur vel fyrir. Það hjálpar að hafa Íslendinga í næsta nágrenni sem eru tilbúnir að hjálpa okkur. Ég hef ekkert heyrt af áhuga annarra liða. Ég hef ekkert verið að fylgjast með þessu frá því að ég skrifaði undir nýja samninginn. Ég reyni bara að einbeita mér að handboltanum. Áform liðsins er að reyna að halda kjarnanum og fara beint upp aftur. Þessi klúbbur á heima í 1. deildinni.“Vonast eftir tækifærinu Bjarki hefur leikið átta landsleiki og skorað í þeim fjórtán mörk en samkeppnin er hörð. Hann er að berjast við Guðjón Val Sigurðsson og Stefán Rafn Sigurmarsson í leikmannahópi Arons Kristjánssonar. „Ég hef lítið velt þessu fyrir mér, ég veit að Guðjón Valur á eftir að koma inn og Stefán og ég verð bara að sjá hvernig þetta fer. Ég ætla bara að reyna að standa mig í þeim verkefnum sem ég er tek þátt í og sjá til hvernig það fer,“ sagði Bjarki Már Elísson brattur að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Hópurinn fyrir Portúgalsleikina klár Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta valdi í dag 29 manna landsliðshóp fyrir landsleikina sem eru framundan gegn Portúgal. 27. maí 2014 17:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Sjá meira
Bjarki Már Elísson, hornamaður Eisenach stóð sig vel á sínu fyrsta tímabili í þýsku 1. deildinni í handbolta. Bjarki gekk til liðs við Eisenach síðasta sumar en hann varð Íslandsmeistari með HK árið 2012. Þrátt fyrir að Eisenach hafi á endanum fallið úr deildinni var Bjarki nokkuð sáttur með eigin spilamennsku. „Það er auðvitað svekkjandi að hafa fallið úr deildinni en þetta var lærdómsríkt tímabil. Það var margt nýtt sem ég fór í gegn um á tímabilinu en ég var nokkuð sáttur með eigin frammistöðu,“ sagði Bjarki, sem var ánægður með reynsluna sem hann fékk á tímabilinu.Náði flestum mínum markmiðum „Hérna úti eru fleiri æfingar og fleiri leikir. Þetta er það sem maður sækist eftir og ég hef lært helling á þessum tíma. Þetta er mun sterkari deild en sú íslenska með sterkari leikmenn og hver einasti leikur hérna er hörku leikur. Það er líka töluvert skemmtilegra að spila alltaf fyrir mörg þúsund manns í staðinn fyrir nokkur hundruð eins og heima. Maður vill vera í sviðsljósinu og spila fyrir framan fjölda af fólki og reyna að skemmta því, til þess er maður í þessu.“ Bjarki var markahæstur Íslendinga á tímabilinu og var hann sáttur með þann árangur. „Það er mikið af góðum Íslendingum í þessari deild og ég er mjög stoltur af því að vera markahæstur Íslendinga þegar upp er staðið. Ég náði flestum mínum einstaklingsmarkmiðum á tímabilinu þrátt fyrir að gengi liðsins hafi ekki verið neitt sérstakt.“ Bjarki skrifaði undir nýjan samning fyrr í vetur og er búinn að koma sér vel fyrir í Þýskalandi. Hann kvaðst vera spenntur fyrir næsta tímabili með Eisenach. „Mér líður mjög vel hérna, ég og kærastan mín erum búin að koma okkur vel fyrir. Það hjálpar að hafa Íslendinga í næsta nágrenni sem eru tilbúnir að hjálpa okkur. Ég hef ekkert heyrt af áhuga annarra liða. Ég hef ekkert verið að fylgjast með þessu frá því að ég skrifaði undir nýja samninginn. Ég reyni bara að einbeita mér að handboltanum. Áform liðsins er að reyna að halda kjarnanum og fara beint upp aftur. Þessi klúbbur á heima í 1. deildinni.“Vonast eftir tækifærinu Bjarki hefur leikið átta landsleiki og skorað í þeim fjórtán mörk en samkeppnin er hörð. Hann er að berjast við Guðjón Val Sigurðsson og Stefán Rafn Sigurmarsson í leikmannahópi Arons Kristjánssonar. „Ég hef lítið velt þessu fyrir mér, ég veit að Guðjón Valur á eftir að koma inn og Stefán og ég verð bara að sjá hvernig þetta fer. Ég ætla bara að reyna að standa mig í þeim verkefnum sem ég er tek þátt í og sjá til hvernig það fer,“ sagði Bjarki Már Elísson brattur að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Hópurinn fyrir Portúgalsleikina klár Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta valdi í dag 29 manna landsliðshóp fyrir landsleikina sem eru framundan gegn Portúgal. 27. maí 2014 17:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Sjá meira
Hópurinn fyrir Portúgalsleikina klár Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta valdi í dag 29 manna landsliðshóp fyrir landsleikina sem eru framundan gegn Portúgal. 27. maí 2014 17:30
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita