Greindist aftur með æxli í bakinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. júní 2014 07:00 Kári hefur þurft að bíða í óvissu núna í nokkurn tíma og þarf að bíða í viku í viðbót eftir staðfestingu á því hvers kyns æxlið sé. Fréttablaðið/Vilhelm Kári Kristján Kristjánsson tók ekki þátt í leikjum Íslands gegn Portúgal á dögunum og það var skýring á fjarveru hans. Stórt æxli hefur aftur greinst í baki línumannsins sterka. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir mig sem og mína nánustu auðvitað,“ segir Kári Kristján en hann fór í aðgerð í febrúar á síðasta ári þar sem æxli var fjarlægt úr baki hans. „Ég komst að þessu í maí þegar ég var í eftirfylgni. Ég fór svo í stóra sýnatöku fyrir tveimur vikum og á svo fund úti í Danmörku eftir viku og þá kemst ég að því hver staðan er. Hvort æxlið sé góð- eða illkynja. Í kjölfarið verður æxlið fjarlægt og það verður gert í þessum mánuði. Ég mun fara í þá aðgerð í Danmörku.“Æxlið á sama stað Síðast var æxlið í baki Kára góðkynja en það er engin ávísun á að svo verði núna. „Þetta er á nákvæmlega sama stað og síðast í bakinu á mér. Auðvitað krossa ég fingur að þetta sé góðkynja rétt eins og síðast. Það stuðar þá samt svolítið hvað æxlið er orðið stórt á stuttum tíma,“ segir Kári en það var eðlilega erfitt fyrir hann að fá þessa niðurstöðu. „Þetta er helvítis skellur. Þegar ég labbaði inn í skoðunina þá leið mér ekkert verr eða betur en síðustu mánuði. Ég fann enga breytingu á mér og átti því ekki von á þessari niðurstöðu. Þegar maður fer í svona aðgerð eins og ég fór í síðast þá getur maður fundið ertingu og óþægindi í allt að tvö ár á eftir. Tilfinningin var hvorki verri né betri hjá mér síðustu mánuði. Hún var alltaf eins. Þess vegna fannst mér það vera alveg ótrúlegt að það væri aftur komið stórt æxli í bakið á mér. Þetta gerist óþægilega hratt.“ Kári segir að æxlið liggi ekki ofan á neinum líffærum og það gerir læknum auðveldara fyrir að fjarlægja það. „Það er góðs viti að þetta komi upp á sama stað og það er góðs viti eins langt og það nær. Næsta skref er að tækla þetta af krafti og reyna að komast eins vel í gegnum þetta og mögulegt er. Annað mætir afgangi á meðan.“Óhugnanlegt hve vöxturinn er ör Óvissan er eðlilega mjög erfið fyrir Kára og á svona stundum læðast að honum margar hugsanir. „Það sem gerir þetta óhugnanlegt er hvað þetta kemur hratt aftur og að æxlið skuli vaxa á þessum hraða. Maður fer að pæla í því hvort þetta sé einhver árlegur viðburður. Hvort maður verði bara undir hnífnum á hverju ári þangað til maður er dauður. Eðlilega hugsar maður svona,“ segir línutröllið sem ætlar þó að tækla þessi veikindi af miklum krafti. „Ég reyni að vera jákvæður og vonandi verð ég laus eftir þessa aðgerð. Það er allt til í þessu þó svo það sé hörmulegt að bíða lengi eftir niðurstöðu. Það hjálpar aðeins að vera með reynslu. Síðast þá svaf ég ekkert. Ég er ögn rólegri núna en það er samt alltaf ótti í manni.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson tók ekki þátt í leikjum Íslands gegn Portúgal á dögunum og það var skýring á fjarveru hans. Stórt æxli hefur aftur greinst í baki línumannsins sterka. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir mig sem og mína nánustu auðvitað,“ segir Kári Kristján en hann fór í aðgerð í febrúar á síðasta ári þar sem æxli var fjarlægt úr baki hans. „Ég komst að þessu í maí þegar ég var í eftirfylgni. Ég fór svo í stóra sýnatöku fyrir tveimur vikum og á svo fund úti í Danmörku eftir viku og þá kemst ég að því hver staðan er. Hvort æxlið sé góð- eða illkynja. Í kjölfarið verður æxlið fjarlægt og það verður gert í þessum mánuði. Ég mun fara í þá aðgerð í Danmörku.“Æxlið á sama stað Síðast var æxlið í baki Kára góðkynja en það er engin ávísun á að svo verði núna. „Þetta er á nákvæmlega sama stað og síðast í bakinu á mér. Auðvitað krossa ég fingur að þetta sé góðkynja rétt eins og síðast. Það stuðar þá samt svolítið hvað æxlið er orðið stórt á stuttum tíma,“ segir Kári en það var eðlilega erfitt fyrir hann að fá þessa niðurstöðu. „Þetta er helvítis skellur. Þegar ég labbaði inn í skoðunina þá leið mér ekkert verr eða betur en síðustu mánuði. Ég fann enga breytingu á mér og átti því ekki von á þessari niðurstöðu. Þegar maður fer í svona aðgerð eins og ég fór í síðast þá getur maður fundið ertingu og óþægindi í allt að tvö ár á eftir. Tilfinningin var hvorki verri né betri hjá mér síðustu mánuði. Hún var alltaf eins. Þess vegna fannst mér það vera alveg ótrúlegt að það væri aftur komið stórt æxli í bakið á mér. Þetta gerist óþægilega hratt.“ Kári segir að æxlið liggi ekki ofan á neinum líffærum og það gerir læknum auðveldara fyrir að fjarlægja það. „Það er góðs viti að þetta komi upp á sama stað og það er góðs viti eins langt og það nær. Næsta skref er að tækla þetta af krafti og reyna að komast eins vel í gegnum þetta og mögulegt er. Annað mætir afgangi á meðan.“Óhugnanlegt hve vöxturinn er ör Óvissan er eðlilega mjög erfið fyrir Kára og á svona stundum læðast að honum margar hugsanir. „Það sem gerir þetta óhugnanlegt er hvað þetta kemur hratt aftur og að æxlið skuli vaxa á þessum hraða. Maður fer að pæla í því hvort þetta sé einhver árlegur viðburður. Hvort maður verði bara undir hnífnum á hverju ári þangað til maður er dauður. Eðlilega hugsar maður svona,“ segir línutröllið sem ætlar þó að tækla þessi veikindi af miklum krafti. „Ég reyni að vera jákvæður og vonandi verð ég laus eftir þessa aðgerð. Það er allt til í þessu þó svo það sé hörmulegt að bíða lengi eftir niðurstöðu. Það hjálpar aðeins að vera með reynslu. Síðast þá svaf ég ekkert. Ég er ögn rólegri núna en það er samt alltaf ótti í manni.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita