Kveð Kiel á góðu nótunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. júní 2014 07:00 Guðjón Valur Sigurðsson mun klæðast frægum búningi Barcelona næstu tvö árin að minnsta kosti. Fréttablaðið/Getty Verst geymda leyndarmálið í evrópskum handbolta var opinberað í gær þegar Barcelona tilkynnti á heimasíðu sinni að það hefði gert tveggja ára samning við landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson, leikmann Þýskalandsmeistara Kiel. Guðjón Valur gat því loksins tjáð sig um vistaskiptin í gær en þá var hann að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik íslenska landsliðsins gegn Bosníu í Sarajevó í undankeppni HM 2015. Guðjón Valur á glæsilegan feril að baki en síðustu tvö árin hefur hann leikið með Kiel og orðið Þýskalandsmeistari í bæði árin. En fyrr í vetur varð ljóst að hann yrði ekki áfram í herbúðum félagsins eftir að samningur hans rennur út í sumar. Þakkaði fyrir og sagði bless „Ég fékk tilboð frá Kiel sem ég var ekki nógu ánægður með, í hreinskilni sagt. Ég bað því umboðsmann minn um að kanna hvaða möguleikar væru í stöðunni fyrir mig,“ segir Guðjón Valur um aðdraganda félagaskiptanna en bætir því við að hann hafi ekki verið sáttur við hversu lengi hann þurfti að bíða eftir samningstilboði Kiel. „Það var búið að halda manni í óvissu í tvo, þrjá mánuði og svo þegar tilboðið kom loksins hafði ég aðeins þrjá daga til að gefa svar. Þá þakkaði ég bara fyrir mig og sagði bless,“ segir Guðjón Valur en bætir við að hann hafi rætt málin við stjórn Kiel og skilji við félagið á góðum nótum. Hann segir að nokkrir kostir hafi staðið sér til boða þegar ljóst varð að hann myndi fara frá Kiel. „En um leið og ég heyrði af áhuga Barcelona þurfti ekki meira til,“ segir Guðjón Valur og viðurkennir að það sé draumi líkast að fá að spila með þessu fornfræga félagi. Guðjón Valur rifjar upp að hans fyrsta tilboð frá atvinnumannafélagi kom árið 2000 þegar hann var á mála hjá KA. „Það kom frá spænsku félagi og síðan þá hefur það ávallt blundað í mér að fara til Spánar. Svo hélt ég að ég myndi þurfa að gefa þann draum upp á bátinn miðað við þá þróun sem hefur orðið í spænsku deildinni síðustu ár,“ sagði hann en fjárhagur margra spænskra liða hefur verið erfiður síðustu ár. „Það kom mér þar að auki á óvart að Barcelona vildi fá mann til liðs við sig sem er á þessum aldri,“ bætir hann við en Guðjón Valur verður 35 ára gamall í sumar. Hann segist ekki hafa velt því fyrir sér hvort samningurinn sé mögulega hans síðasti á atvinnumannaferlinum. „Aðrir hafa meiri áhyggjur af aldrinum mínum en ég. Mér líður vel, hef verið að spila ágætlega og er í góðu formi. Ég er ekkert að spá í því hvort eða hvenær ég eigi að hætta.“ Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Tímamótaleikur hjá Guðjóni Val Guðjón Valur Sigurðsson leikur í dag sinn 300. landsleik á ferlinum gegn er Ísland mætir Bosníu út í Sarajevo. 7. júní 2014 07:30 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Verst geymda leyndarmálið í evrópskum handbolta var opinberað í gær þegar Barcelona tilkynnti á heimasíðu sinni að það hefði gert tveggja ára samning við landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson, leikmann Þýskalandsmeistara Kiel. Guðjón Valur gat því loksins tjáð sig um vistaskiptin í gær en þá var hann að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik íslenska landsliðsins gegn Bosníu í Sarajevó í undankeppni HM 2015. Guðjón Valur á glæsilegan feril að baki en síðustu tvö árin hefur hann leikið með Kiel og orðið Þýskalandsmeistari í bæði árin. En fyrr í vetur varð ljóst að hann yrði ekki áfram í herbúðum félagsins eftir að samningur hans rennur út í sumar. Þakkaði fyrir og sagði bless „Ég fékk tilboð frá Kiel sem ég var ekki nógu ánægður með, í hreinskilni sagt. Ég bað því umboðsmann minn um að kanna hvaða möguleikar væru í stöðunni fyrir mig,“ segir Guðjón Valur um aðdraganda félagaskiptanna en bætir því við að hann hafi ekki verið sáttur við hversu lengi hann þurfti að bíða eftir samningstilboði Kiel. „Það var búið að halda manni í óvissu í tvo, þrjá mánuði og svo þegar tilboðið kom loksins hafði ég aðeins þrjá daga til að gefa svar. Þá þakkaði ég bara fyrir mig og sagði bless,“ segir Guðjón Valur en bætir við að hann hafi rætt málin við stjórn Kiel og skilji við félagið á góðum nótum. Hann segir að nokkrir kostir hafi staðið sér til boða þegar ljóst varð að hann myndi fara frá Kiel. „En um leið og ég heyrði af áhuga Barcelona þurfti ekki meira til,“ segir Guðjón Valur og viðurkennir að það sé draumi líkast að fá að spila með þessu fornfræga félagi. Guðjón Valur rifjar upp að hans fyrsta tilboð frá atvinnumannafélagi kom árið 2000 þegar hann var á mála hjá KA. „Það kom frá spænsku félagi og síðan þá hefur það ávallt blundað í mér að fara til Spánar. Svo hélt ég að ég myndi þurfa að gefa þann draum upp á bátinn miðað við þá þróun sem hefur orðið í spænsku deildinni síðustu ár,“ sagði hann en fjárhagur margra spænskra liða hefur verið erfiður síðustu ár. „Það kom mér þar að auki á óvart að Barcelona vildi fá mann til liðs við sig sem er á þessum aldri,“ bætir hann við en Guðjón Valur verður 35 ára gamall í sumar. Hann segist ekki hafa velt því fyrir sér hvort samningurinn sé mögulega hans síðasti á atvinnumannaferlinum. „Aðrir hafa meiri áhyggjur af aldrinum mínum en ég. Mér líður vel, hef verið að spila ágætlega og er í góðu formi. Ég er ekkert að spá í því hvort eða hvenær ég eigi að hætta.“
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Tímamótaleikur hjá Guðjóni Val Guðjón Valur Sigurðsson leikur í dag sinn 300. landsleik á ferlinum gegn er Ísland mætir Bosníu út í Sarajevo. 7. júní 2014 07:30 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Tímamótaleikur hjá Guðjóni Val Guðjón Valur Sigurðsson leikur í dag sinn 300. landsleik á ferlinum gegn er Ísland mætir Bosníu út í Sarajevo. 7. júní 2014 07:30
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita