„Klárum lokaleikinn með sæmd“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. júní 2014 06:00 Þórey Rósa Stefánsdóttir var meðal markahæstu leikmanna Íslands í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Stelpurnar okkar verða ekki meðal þátttökuliða í lokakeppni EM sem fer fram í Króatíu og Ungverjalandi í lok árs. Þetta varð ljóst eftir að Slóvakía gerði jafntefli við Frakka á heimavelli, 24-24, í gær og náði þar með þriggja stiga forystu á Ísland fyrir lokaumferðina. Íslensku stelpurnar unnu á sama tíma öruggan stórsigur á Finnum, 29-20, en Ísland situr eftir í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig fyrir lokaleikinn gegn Slóvakíu í Laugardalshöll á sunnudag. Frakkar voru búnir að tryggja sér áframhaldandi þátttöku og dugði jafnteflið í gær til að tryggja sigurinn í riðlinum. Einu stigin sem Ísland hefur fengið í riðlinum komu gegn botnliði Finna. Liðið tapaði tvívegis fyrir sterku liði Frakka en mestu munaði um eins marks tap fyrir Slóvakíu ytra, 19-18, í október síðastliðnum.Slóvakar eru afar öflugir „Við vorum hársbreidd frá því að ná í stig í þeim leik,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. „Sumir vildu meina að Slóvakía væri ekki með sterkt lið en úrslitin gegn Frökkum sýna hversu öflugir Slóvakar eru. Það er mjög erfitt að spila á þeirra heimavelli fyrir framan troðfullt hús,“ bætir Ágúst við. Slóvakar mæta því hingað til lands um helgina án þess að hafa að nokkru að keppa. Úrslitin í riðlinum eru ráðin og niðurröðun liðanna mun ekki breytast eftir lokaumferðina. „Við ætlum okkur að koma inn í þann leik af fullum krafti. Við ætlum okkur sigur og klára verkefnið með sæmd,“ ítrekar landsliðsþjálfarinn en hann hrósaði sínum leikmönnum fyrir sigurinn á Finnum í gær.Vantaði marga lykilmenn „Vissulega er getumunur á liðunum en við nýttum breidd leikmannahópsins vel og allir leikmenn stóðu sig með prýði. Það var bara fúlt að fá tíðindin frá Slóvakíu strax eftir leikinn,“ sagði Ágúst, sem ætlar að halda ótrauður áfram með landsliðið. „Ég er með samning til 2016 og verð því áfram,“ segir hann. „Auðvitað voru það vonbrigði að komast ekki upp úr riðlinum eins og við stefndum að en þetta varð niðurstaðan. Það hefur gengið á ýmsu en síðan ég tók við hafa aldrei verið jafn miklar sveiflur á landsliðshópnum og nú. Líklega eru tíu leikmenn ekki með nú sem voru með í fyrsta leik í undankeppninni og vantar okkur nú marga lykilmenn í hópinn.“Steinunn frábær Meðal þeirra leikmanna sem fengu tækifæri til að sýna sig og sanna í gær var hornamaðurinn Steinunn Hansdóttir. Hún skoraði fimm mörk og var markahæst ásamt Hildigunni Einarsdóttur. „Steinunn stóð sig frábærlega og er án nokkurs vafa framtíðarleikmaður landsliðsins. Við höfum lengi fylgst með henni,“ sagði Ágúst en Steinunn hefur nánast alla sína ævi búið í Danmörku. Steinunn, sem leikur með Skanderborg í næstefstu deild í Danmörku, á þó íslenska foreldra. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 20-29 | Stelpurnar gerðu sitt en fara ekki á EM Ísland vann öruggan níu marka sigur á Finnlandi í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni EM 2014. 11. júní 2014 12:44 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Stelpurnar okkar verða ekki meðal þátttökuliða í lokakeppni EM sem fer fram í Króatíu og Ungverjalandi í lok árs. Þetta varð ljóst eftir að Slóvakía gerði jafntefli við Frakka á heimavelli, 24-24, í gær og náði þar með þriggja stiga forystu á Ísland fyrir lokaumferðina. Íslensku stelpurnar unnu á sama tíma öruggan stórsigur á Finnum, 29-20, en Ísland situr eftir í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig fyrir lokaleikinn gegn Slóvakíu í Laugardalshöll á sunnudag. Frakkar voru búnir að tryggja sér áframhaldandi þátttöku og dugði jafnteflið í gær til að tryggja sigurinn í riðlinum. Einu stigin sem Ísland hefur fengið í riðlinum komu gegn botnliði Finna. Liðið tapaði tvívegis fyrir sterku liði Frakka en mestu munaði um eins marks tap fyrir Slóvakíu ytra, 19-18, í október síðastliðnum.Slóvakar eru afar öflugir „Við vorum hársbreidd frá því að ná í stig í þeim leik,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. „Sumir vildu meina að Slóvakía væri ekki með sterkt lið en úrslitin gegn Frökkum sýna hversu öflugir Slóvakar eru. Það er mjög erfitt að spila á þeirra heimavelli fyrir framan troðfullt hús,“ bætir Ágúst við. Slóvakar mæta því hingað til lands um helgina án þess að hafa að nokkru að keppa. Úrslitin í riðlinum eru ráðin og niðurröðun liðanna mun ekki breytast eftir lokaumferðina. „Við ætlum okkur að koma inn í þann leik af fullum krafti. Við ætlum okkur sigur og klára verkefnið með sæmd,“ ítrekar landsliðsþjálfarinn en hann hrósaði sínum leikmönnum fyrir sigurinn á Finnum í gær.Vantaði marga lykilmenn „Vissulega er getumunur á liðunum en við nýttum breidd leikmannahópsins vel og allir leikmenn stóðu sig með prýði. Það var bara fúlt að fá tíðindin frá Slóvakíu strax eftir leikinn,“ sagði Ágúst, sem ætlar að halda ótrauður áfram með landsliðið. „Ég er með samning til 2016 og verð því áfram,“ segir hann. „Auðvitað voru það vonbrigði að komast ekki upp úr riðlinum eins og við stefndum að en þetta varð niðurstaðan. Það hefur gengið á ýmsu en síðan ég tók við hafa aldrei verið jafn miklar sveiflur á landsliðshópnum og nú. Líklega eru tíu leikmenn ekki með nú sem voru með í fyrsta leik í undankeppninni og vantar okkur nú marga lykilmenn í hópinn.“Steinunn frábær Meðal þeirra leikmanna sem fengu tækifæri til að sýna sig og sanna í gær var hornamaðurinn Steinunn Hansdóttir. Hún skoraði fimm mörk og var markahæst ásamt Hildigunni Einarsdóttur. „Steinunn stóð sig frábærlega og er án nokkurs vafa framtíðarleikmaður landsliðsins. Við höfum lengi fylgst með henni,“ sagði Ágúst en Steinunn hefur nánast alla sína ævi búið í Danmörku. Steinunn, sem leikur með Skanderborg í næstefstu deild í Danmörku, á þó íslenska foreldra.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 20-29 | Stelpurnar gerðu sitt en fara ekki á EM Ísland vann öruggan níu marka sigur á Finnlandi í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni EM 2014. 11. júní 2014 12:44 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Umfjöllun: Finnland - Ísland 20-29 | Stelpurnar gerðu sitt en fara ekki á EM Ísland vann öruggan níu marka sigur á Finnlandi í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni EM 2014. 11. júní 2014 12:44
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita