„Klárum lokaleikinn með sæmd“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. júní 2014 06:00 Þórey Rósa Stefánsdóttir var meðal markahæstu leikmanna Íslands í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Stelpurnar okkar verða ekki meðal þátttökuliða í lokakeppni EM sem fer fram í Króatíu og Ungverjalandi í lok árs. Þetta varð ljóst eftir að Slóvakía gerði jafntefli við Frakka á heimavelli, 24-24, í gær og náði þar með þriggja stiga forystu á Ísland fyrir lokaumferðina. Íslensku stelpurnar unnu á sama tíma öruggan stórsigur á Finnum, 29-20, en Ísland situr eftir í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig fyrir lokaleikinn gegn Slóvakíu í Laugardalshöll á sunnudag. Frakkar voru búnir að tryggja sér áframhaldandi þátttöku og dugði jafnteflið í gær til að tryggja sigurinn í riðlinum. Einu stigin sem Ísland hefur fengið í riðlinum komu gegn botnliði Finna. Liðið tapaði tvívegis fyrir sterku liði Frakka en mestu munaði um eins marks tap fyrir Slóvakíu ytra, 19-18, í október síðastliðnum.Slóvakar eru afar öflugir „Við vorum hársbreidd frá því að ná í stig í þeim leik,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. „Sumir vildu meina að Slóvakía væri ekki með sterkt lið en úrslitin gegn Frökkum sýna hversu öflugir Slóvakar eru. Það er mjög erfitt að spila á þeirra heimavelli fyrir framan troðfullt hús,“ bætir Ágúst við. Slóvakar mæta því hingað til lands um helgina án þess að hafa að nokkru að keppa. Úrslitin í riðlinum eru ráðin og niðurröðun liðanna mun ekki breytast eftir lokaumferðina. „Við ætlum okkur að koma inn í þann leik af fullum krafti. Við ætlum okkur sigur og klára verkefnið með sæmd,“ ítrekar landsliðsþjálfarinn en hann hrósaði sínum leikmönnum fyrir sigurinn á Finnum í gær.Vantaði marga lykilmenn „Vissulega er getumunur á liðunum en við nýttum breidd leikmannahópsins vel og allir leikmenn stóðu sig með prýði. Það var bara fúlt að fá tíðindin frá Slóvakíu strax eftir leikinn,“ sagði Ágúst, sem ætlar að halda ótrauður áfram með landsliðið. „Ég er með samning til 2016 og verð því áfram,“ segir hann. „Auðvitað voru það vonbrigði að komast ekki upp úr riðlinum eins og við stefndum að en þetta varð niðurstaðan. Það hefur gengið á ýmsu en síðan ég tók við hafa aldrei verið jafn miklar sveiflur á landsliðshópnum og nú. Líklega eru tíu leikmenn ekki með nú sem voru með í fyrsta leik í undankeppninni og vantar okkur nú marga lykilmenn í hópinn.“Steinunn frábær Meðal þeirra leikmanna sem fengu tækifæri til að sýna sig og sanna í gær var hornamaðurinn Steinunn Hansdóttir. Hún skoraði fimm mörk og var markahæst ásamt Hildigunni Einarsdóttur. „Steinunn stóð sig frábærlega og er án nokkurs vafa framtíðarleikmaður landsliðsins. Við höfum lengi fylgst með henni,“ sagði Ágúst en Steinunn hefur nánast alla sína ævi búið í Danmörku. Steinunn, sem leikur með Skanderborg í næstefstu deild í Danmörku, á þó íslenska foreldra. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 20-29 | Stelpurnar gerðu sitt en fara ekki á EM Ísland vann öruggan níu marka sigur á Finnlandi í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni EM 2014. 11. júní 2014 12:44 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Stelpurnar okkar verða ekki meðal þátttökuliða í lokakeppni EM sem fer fram í Króatíu og Ungverjalandi í lok árs. Þetta varð ljóst eftir að Slóvakía gerði jafntefli við Frakka á heimavelli, 24-24, í gær og náði þar með þriggja stiga forystu á Ísland fyrir lokaumferðina. Íslensku stelpurnar unnu á sama tíma öruggan stórsigur á Finnum, 29-20, en Ísland situr eftir í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig fyrir lokaleikinn gegn Slóvakíu í Laugardalshöll á sunnudag. Frakkar voru búnir að tryggja sér áframhaldandi þátttöku og dugði jafnteflið í gær til að tryggja sigurinn í riðlinum. Einu stigin sem Ísland hefur fengið í riðlinum komu gegn botnliði Finna. Liðið tapaði tvívegis fyrir sterku liði Frakka en mestu munaði um eins marks tap fyrir Slóvakíu ytra, 19-18, í október síðastliðnum.Slóvakar eru afar öflugir „Við vorum hársbreidd frá því að ná í stig í þeim leik,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. „Sumir vildu meina að Slóvakía væri ekki með sterkt lið en úrslitin gegn Frökkum sýna hversu öflugir Slóvakar eru. Það er mjög erfitt að spila á þeirra heimavelli fyrir framan troðfullt hús,“ bætir Ágúst við. Slóvakar mæta því hingað til lands um helgina án þess að hafa að nokkru að keppa. Úrslitin í riðlinum eru ráðin og niðurröðun liðanna mun ekki breytast eftir lokaumferðina. „Við ætlum okkur að koma inn í þann leik af fullum krafti. Við ætlum okkur sigur og klára verkefnið með sæmd,“ ítrekar landsliðsþjálfarinn en hann hrósaði sínum leikmönnum fyrir sigurinn á Finnum í gær.Vantaði marga lykilmenn „Vissulega er getumunur á liðunum en við nýttum breidd leikmannahópsins vel og allir leikmenn stóðu sig með prýði. Það var bara fúlt að fá tíðindin frá Slóvakíu strax eftir leikinn,“ sagði Ágúst, sem ætlar að halda ótrauður áfram með landsliðið. „Ég er með samning til 2016 og verð því áfram,“ segir hann. „Auðvitað voru það vonbrigði að komast ekki upp úr riðlinum eins og við stefndum að en þetta varð niðurstaðan. Það hefur gengið á ýmsu en síðan ég tók við hafa aldrei verið jafn miklar sveiflur á landsliðshópnum og nú. Líklega eru tíu leikmenn ekki með nú sem voru með í fyrsta leik í undankeppninni og vantar okkur nú marga lykilmenn í hópinn.“Steinunn frábær Meðal þeirra leikmanna sem fengu tækifæri til að sýna sig og sanna í gær var hornamaðurinn Steinunn Hansdóttir. Hún skoraði fimm mörk og var markahæst ásamt Hildigunni Einarsdóttur. „Steinunn stóð sig frábærlega og er án nokkurs vafa framtíðarleikmaður landsliðsins. Við höfum lengi fylgst með henni,“ sagði Ágúst en Steinunn hefur nánast alla sína ævi búið í Danmörku. Steinunn, sem leikur með Skanderborg í næstefstu deild í Danmörku, á þó íslenska foreldra.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 20-29 | Stelpurnar gerðu sitt en fara ekki á EM Ísland vann öruggan níu marka sigur á Finnlandi í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni EM 2014. 11. júní 2014 12:44 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Umfjöllun: Finnland - Ísland 20-29 | Stelpurnar gerðu sitt en fara ekki á EM Ísland vann öruggan níu marka sigur á Finnlandi í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni EM 2014. 11. júní 2014 12:44