„Ég hugsa um þetta eins og hvert annað skítadjobb“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. júní 2014 06:30 Baráttukona. Mist Edvardsdóttir í leik með Val í Pepsi-deild kvenna. fréttablaðið/daníel Knattspyrnukonan Mist Edvardsdóttir hefur greinst með Hodgkins-eitilfrumukrabbamein og verður því frá keppni út árið hið minnsta. Þessi 23 ára Valskona úr Mosfellsbæ fékk tíðindin staðfest sama dag og hún var valin í kvennalandsliðið fyrr í mánuðinum. „Fyrsti dagurinn var svolítið erfiður þegar ég fékk þetta loksins staðfest. Þá fyrst gerði maður sér almennilega grein fyrir því hversu alvarlegt þetta var,“ sagði Mist í samtali við Fréttablaðið í gær en þá var hún stödd í Kaupmannahöfn þar sem hún fer í svokallaðan jáeindaskanna (PET). „Fótboltinn hefur svo hjálpað manni að takast á við þetta. Það hefur verið gott að mæta á æfingar, gleyma sér og hætta að vera krabbameinssjúklingur eitt augnablik,“ útskýrir Mist sem hefur ávallt verið heilsuhraust auk þess sem engin saga um krabbamein er í hennar nánustu fjölskyldu. „Þess vegna var þetta svolítið áfall og maður átti erfitt með að trúa því að þetta væri niðurstaðan – að ég væri með krabbamein 23 ára gömul.“ Þann 6. júní fékk hún tíðindin staðfest en þann dag var hún einnig valin í kvennalandsliðið. „Ég sagði Frey [Alexanderssyni, landsliðsþjálfara] frá þessu þá en af minni hálfu kom ekkert annað til greina en að fara út með liðinu, sérstaklega þar sem ég er enn frísk og líður vel. Þetta var svo rætt þegar við komum út en flestar vissu þó af þessu. Fréttunum var tekið af miklu jafnaðargeði og svo hélt maður bara áfram,“ segir Mist sem gat tekið þátt í æfingum landsliðsins af fullum krafti. „Það er bara á erfiðum þolæfingum sem ég finn eitthvað fyrir enda meinið í hálsinum og þrýstir á öndunarveginn,“ útskýrir hún. Mist mun ekki fara í aðgerð en lyfjameðferð hefst strax á föstudaginn. Þá hefst baráttan af fullum krafti. „Þetta er barátta sem ég þekki ekki vel. En ég hugsa um þetta eins og hvert annað skítadjobb sem þarf að klára áður en ég get gert það sem ég vil gera. Það þýðir ekkert að væla eða pirra sig á þessu. Þetta er bara djobb sem maður þarf að sinna og hjálpar til að vera bæði jákvæður og gera eins vel og maður mögulega getur,“ segir Mist Edvardsdóttir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Fleiri fréttir Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Sjá meira
Knattspyrnukonan Mist Edvardsdóttir hefur greinst með Hodgkins-eitilfrumukrabbamein og verður því frá keppni út árið hið minnsta. Þessi 23 ára Valskona úr Mosfellsbæ fékk tíðindin staðfest sama dag og hún var valin í kvennalandsliðið fyrr í mánuðinum. „Fyrsti dagurinn var svolítið erfiður þegar ég fékk þetta loksins staðfest. Þá fyrst gerði maður sér almennilega grein fyrir því hversu alvarlegt þetta var,“ sagði Mist í samtali við Fréttablaðið í gær en þá var hún stödd í Kaupmannahöfn þar sem hún fer í svokallaðan jáeindaskanna (PET). „Fótboltinn hefur svo hjálpað manni að takast á við þetta. Það hefur verið gott að mæta á æfingar, gleyma sér og hætta að vera krabbameinssjúklingur eitt augnablik,“ útskýrir Mist sem hefur ávallt verið heilsuhraust auk þess sem engin saga um krabbamein er í hennar nánustu fjölskyldu. „Þess vegna var þetta svolítið áfall og maður átti erfitt með að trúa því að þetta væri niðurstaðan – að ég væri með krabbamein 23 ára gömul.“ Þann 6. júní fékk hún tíðindin staðfest en þann dag var hún einnig valin í kvennalandsliðið. „Ég sagði Frey [Alexanderssyni, landsliðsþjálfara] frá þessu þá en af minni hálfu kom ekkert annað til greina en að fara út með liðinu, sérstaklega þar sem ég er enn frísk og líður vel. Þetta var svo rætt þegar við komum út en flestar vissu þó af þessu. Fréttunum var tekið af miklu jafnaðargeði og svo hélt maður bara áfram,“ segir Mist sem gat tekið þátt í æfingum landsliðsins af fullum krafti. „Það er bara á erfiðum þolæfingum sem ég finn eitthvað fyrir enda meinið í hálsinum og þrýstir á öndunarveginn,“ útskýrir hún. Mist mun ekki fara í aðgerð en lyfjameðferð hefst strax á föstudaginn. Þá hefst baráttan af fullum krafti. „Þetta er barátta sem ég þekki ekki vel. En ég hugsa um þetta eins og hvert annað skítadjobb sem þarf að klára áður en ég get gert það sem ég vil gera. Það þýðir ekkert að væla eða pirra sig á þessu. Þetta er bara djobb sem maður þarf að sinna og hjálpar til að vera bæði jákvæður og gera eins vel og maður mögulega getur,“ segir Mist Edvardsdóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Fleiri fréttir Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Sjá meira