Draga upp myndir af ákveðnum konum á Sturlungaöld Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2014 12:30 "Ég fjalla um möguleika kvenna til áhrifa á eigin líf og annarra á 13. öld,“ segir Guðrún Nordal. Fréttablaðið/Anton Kvenkyns líf nefnist erindi Guðrúnar Nordal á málþingi um konur í Sturlungu sem haldið verður að Kringlumýri í Skagafirði í dag milli klukkan 17 og 19. Um hvað skyldi hún tala? „Ég ætla að draga upp mynd af ákveðnum konum í Dölunum, Jóreiði Hallsdóttur sem varð ung ekkja og bjó í Sælingsdalstungu og dóttur hennar Helgu, sem varð kona Sturlu Þórðarsonar á Staðarhóli. Líka dóttur Helgu og Sturlu sem ung giftist syni Gissurar Þorvaldssonar og lenti í Flugumýrarbrennu.“ Guðrún segir Sturlungu karlasögu um stríð og deilur og telur formleg áhrif kvenna á framvindu atburða hafa verið takmörkuð. Segir þó Jóreiði í Sælingsdalstungu hafa haldið sjálfstæði sínu með því að fara í hungurverkfall þegar maður hafi girnst hana og tekið höndum eftir að hún varð ekkja. „Ég fjalla um möguleika kvenna til áhrifa á eigin líf og annarra á 13. öld og tengi frásögnina líka inn í Laxdælu. Það er skemmtilegt svið sem ég ætla að nota mér í þessu erindi.“ Stofnun Árna Magnússonar, félagið Á Sturlungaslóð, Héraðsbókasafn Skagfirðinga og Kakalaskáli halda málþingið. Auk Guðrúnar verða Gunnar Karlsson, prófessor við HÍ, og Sigríður Sigurðardóttir, forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga, með erindi. Gunnars erindi nefnist Elskaðar konur – ástfangnar konur og Sigríður kallar sitt erindi Hefði Jórunn sagt já – og fjallar þar um friðarsinnann Jórunni Kálfsdóttur á Hafsteinsstöðum í Skagafirði. Guðrún segir alla velkomna í Kakalaskála á kvenréttindadaginn til heiðurs formæðrum okkar. Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kvenkyns líf nefnist erindi Guðrúnar Nordal á málþingi um konur í Sturlungu sem haldið verður að Kringlumýri í Skagafirði í dag milli klukkan 17 og 19. Um hvað skyldi hún tala? „Ég ætla að draga upp mynd af ákveðnum konum í Dölunum, Jóreiði Hallsdóttur sem varð ung ekkja og bjó í Sælingsdalstungu og dóttur hennar Helgu, sem varð kona Sturlu Þórðarsonar á Staðarhóli. Líka dóttur Helgu og Sturlu sem ung giftist syni Gissurar Þorvaldssonar og lenti í Flugumýrarbrennu.“ Guðrún segir Sturlungu karlasögu um stríð og deilur og telur formleg áhrif kvenna á framvindu atburða hafa verið takmörkuð. Segir þó Jóreiði í Sælingsdalstungu hafa haldið sjálfstæði sínu með því að fara í hungurverkfall þegar maður hafi girnst hana og tekið höndum eftir að hún varð ekkja. „Ég fjalla um möguleika kvenna til áhrifa á eigin líf og annarra á 13. öld og tengi frásögnina líka inn í Laxdælu. Það er skemmtilegt svið sem ég ætla að nota mér í þessu erindi.“ Stofnun Árna Magnússonar, félagið Á Sturlungaslóð, Héraðsbókasafn Skagfirðinga og Kakalaskáli halda málþingið. Auk Guðrúnar verða Gunnar Karlsson, prófessor við HÍ, og Sigríður Sigurðardóttir, forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga, með erindi. Gunnars erindi nefnist Elskaðar konur – ástfangnar konur og Sigríður kallar sitt erindi Hefði Jórunn sagt já – og fjallar þar um friðarsinnann Jórunni Kálfsdóttur á Hafsteinsstöðum í Skagafirði. Guðrún segir alla velkomna í Kakalaskála á kvenréttindadaginn til heiðurs formæðrum okkar.
Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira