Fáein orð um samtakamátt Kristján Þór Júlíusson skrifar 27. júní 2014 10:26 Landspítala voru í gær færðar að gjöf 110 milljónir króna til kaupa á svokölluðum aðgerðaþjarka. Gjöfin kemur úr sjóði sem stofnaður var í þessum tilgangi en samkvæmt samkomulagi við spítalann skyldi ráðist í kaupin, tækist að safna fyrir um helmingi kaupverðsins. Söfnunin hefur staðið yfir í tæpt ár og gengið vonum framar, enda eldhugar sem efndu til hennar og kveiktu áhuga hjá öðrum til þátttöku. Mikilvægi aðgerðaþjarkans er margþætt og hugurinn að baki söfnuninni skiptir einnig máli. Framlög hafa borist víðs vegar að af landinu, smá og stór, frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum, að ógleymdum þeim merka Pokasjóði sem lagði drjúgt til mála. Þannig sýnir fólk hug sinn til Landspítalans sem stendur augljóslega undir nafni sem þjóðarsjúkrahúsið okkar allra. Þessi söfnun er líka frábært dæmi um samtakamáttinn, hvernig hann getur flutt fjöll, stuðlað að framförum og fært okkur nýja sigra. Faglegt mikilvægi aðgerðaþjarkans er óumdeilt. Tæki sem þessi eru til á sjúkrahúsum víða um heim og fer fjölgandi. Um læknisfræðilegt gildi ætla ég ekki að fjölyrða en vísa á viðtal við Eirík Jónsson yfirlækni í Læknablaðinu á liðnu ári. Bætt meðferð og skjótari bati sjúklinga er stærsti ávinningurinn en að auki fæst sá stóri bónus að Landspítalinn fetar inn í heim nýjustu tækni nútíðar og framtíðar. Ég hef nefnt nafn Eiríks Jónssonar og vil þakka honum sérstaklega fyrir framsýni og metnað sem hann ber í brjósti fyrir sérgrein sína, sjúklinga og framtíð Landspítalans. Eiríkur hefur verið ein helsta driffjöðrin að baki söfnuninni og hans þáttur er ómetanlegur. Alþingi samþykkti á liðnu ári áætlun um aukin framlög næstu árin til endurnýjunar á tækjakosti Landspítalans, auk þess sem rekstrargrunnur spítalans var styrktur. Þetta skiptir miklu og mun gera spítalanum kleift að standa undir mikilvægri endurnýjun tækja frá ári til árs. Kaupin á aðgerðaþjarkanum hefðu ekki verið gerleg hefði söfnunin ekki komið til – en með þessu merka söfnunarátaki og auknum framlögum úr ríkissjóði er þetta þjóðþrifamál mögulegt. Vörn síðustu ára hefur verið snúið í sókn hjá Landspítalanum og fram undan eru bjartari tímar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Landspítala voru í gær færðar að gjöf 110 milljónir króna til kaupa á svokölluðum aðgerðaþjarka. Gjöfin kemur úr sjóði sem stofnaður var í þessum tilgangi en samkvæmt samkomulagi við spítalann skyldi ráðist í kaupin, tækist að safna fyrir um helmingi kaupverðsins. Söfnunin hefur staðið yfir í tæpt ár og gengið vonum framar, enda eldhugar sem efndu til hennar og kveiktu áhuga hjá öðrum til þátttöku. Mikilvægi aðgerðaþjarkans er margþætt og hugurinn að baki söfnuninni skiptir einnig máli. Framlög hafa borist víðs vegar að af landinu, smá og stór, frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum, að ógleymdum þeim merka Pokasjóði sem lagði drjúgt til mála. Þannig sýnir fólk hug sinn til Landspítalans sem stendur augljóslega undir nafni sem þjóðarsjúkrahúsið okkar allra. Þessi söfnun er líka frábært dæmi um samtakamáttinn, hvernig hann getur flutt fjöll, stuðlað að framförum og fært okkur nýja sigra. Faglegt mikilvægi aðgerðaþjarkans er óumdeilt. Tæki sem þessi eru til á sjúkrahúsum víða um heim og fer fjölgandi. Um læknisfræðilegt gildi ætla ég ekki að fjölyrða en vísa á viðtal við Eirík Jónsson yfirlækni í Læknablaðinu á liðnu ári. Bætt meðferð og skjótari bati sjúklinga er stærsti ávinningurinn en að auki fæst sá stóri bónus að Landspítalinn fetar inn í heim nýjustu tækni nútíðar og framtíðar. Ég hef nefnt nafn Eiríks Jónssonar og vil þakka honum sérstaklega fyrir framsýni og metnað sem hann ber í brjósti fyrir sérgrein sína, sjúklinga og framtíð Landspítalans. Eiríkur hefur verið ein helsta driffjöðrin að baki söfnuninni og hans þáttur er ómetanlegur. Alþingi samþykkti á liðnu ári áætlun um aukin framlög næstu árin til endurnýjunar á tækjakosti Landspítalans, auk þess sem rekstrargrunnur spítalans var styrktur. Þetta skiptir miklu og mun gera spítalanum kleift að standa undir mikilvægri endurnýjun tækja frá ári til árs. Kaupin á aðgerðaþjarkanum hefðu ekki verið gerleg hefði söfnunin ekki komið til – en með þessu merka söfnunarátaki og auknum framlögum úr ríkissjóði er þetta þjóðþrifamál mögulegt. Vörn síðustu ára hefur verið snúið í sókn hjá Landspítalanum og fram undan eru bjartari tímar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar