Fjármagnshöftin – vernd eða vá? Þorsteinn Víglundsson skrifar 8. júlí 2014 07:00 Afnám fjármagnshafta er mikilvægasta verkefnið sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir í dag. Verkefnið er ekki einfalt og afnámi hafta mun óhjákvæmilega fylgja óvissa, sér í lagi hvað varðar þróun gengis og verðlags. Það auðveldar hins vegar verkið að aðstæður til afnáms þeirra eru eins hagstæðar og kostur er á. Efnahagslífið er í ágætu jafnvægi, verðbólga lág, hagvöxtur tekinn að aukast á nýjan leik og traust á íslenska hagkerfinu fer vaxandi. Ekki er sjálfgefið að þessar aðstæður verði viðvarandi. Höftin stuðla að rangri verðlagningu krónunnar sem og allra helstu eignamarkaða. Því er veruleg hætta á að hagkerfið ofhitni innan hafta. Stærsta efnahagslega áhætta Íslendinga felst ekki í afnámi hafta heldur í hættunni á að búa við þau um ókomna tíð. Fjármagnshöftin eru stærsta ógnin við efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Afnám þeirra er því nauðsynleg forsenda heilbrigðs og stöðugs efnahagslífs og batnandi lífskjara hér á landi. Í nóvember verða sex ár liðin frá því að fjármagnshöftum var komið á til bráðabirgða til að stemma stigu við gjaldeyrisskorti og miklu gengisfalli íslensku krónunnar. Þrátt fyrir að höftin hafi átt að vera tímabundin og falla úr gildi að tveimur árum liðnum bólar enn ekkert á afnámi þeirra. Óttinn við gengislækkun og meðfylgjandi verðbólgu virðist skýra aðgerðaleysi stjórnvalda.Skaðleg áhrif Mikið hefur verið rætt um áhættu sem í afnámi getur falist, en minna um óhjákvæmileg skaðleg áhrif fjármagnshafta á efnahagslífið til lengri tíma. Allar líkur eru á að höftin auki mjög innlenda þenslu og valdi umtalsverðum verðbólguþrýstingi á næstu árum. Þá er ótalinn kostnaður hagkerfisins vegna glataðra fjárfestingartækifæra, minni nýliðunar fyrirtækja og brotthvarfs einhverra þeirra úr landi vegna óviðunandi rekstrarskilyrða innan hafta. Á skömmum tíma hafa efnahagshorfur breyst úr brothættum viðsnúningi í öflugan hagvöxt á breiðum grunni. Einkaneysla hefur tekið við sér, fjárfesting fer vaxandi og útflutningsgreinar hafa styrkt stöðu sína, sér í lagi ferðaþjónustan. Eru nú horfur á 3-4% árlegum hagvexti eða jafnvel enn meiri á næstu þremur árum samkvæmt helstu spám.Við upphaf þessa kröftuga hagvaxtarskeiðs eru mikilvægar hagstærðir óvenjulegar og geta ýtt undir ofþenslu. Peningamagn í umferð og eignir lífeyrissjóða hafa nær aldrei verið meiri sem hlutfall af landsframleiðslu. Þetta fjármagn er læst inni í fjármagnshöftum og getur einvörðungu leitað í innlenda fjárfestingarkosti. Nægum fjárfestingarkostum innanlands er ekki til að dreifa fyrir allt þetta fjármagn og það mun þrýsta eignaverði upp á komandi misserum. Það nægir að horfa til lífeyrissjóðanna í þessu samhengi. Á síðasta hagvaxtarskeiði innan fjármagnshafta, á árunum 1984 til 1987, voru heildareignir lífeyrissjóðanna um fimmtungur af landsframleiðslu. Nú nema eignir þeirra um einni og hálfri landsframleiðslu. Árleg fjárfestingaþörf sjóðanna er rúmir 130 milljarðar króna og fer vaxandi. Peningamagn í umferð nam um þriðjungi af landsframleiðslu árin 1984 til 1987 en er nú 90 prósent. Á undanförnum fimm árum hefur hið opinbera dregið talsvert af þessu mikla fjármagni til sín og vægi skuldabréfa með ábyrgð ríkissjóðs og sveitarfélaga hefur liðlega tvöfaldast í eignasafni lífeyrissjóða á sex árum og nema nær helmingi af eignasafni þeirra, eða 46 prósentum. Samhliða betra jafnvægi í rekstri hins opinbera er hins vegar ljóst að fjármögnunarþörf þess mun minnka til mikilla muna.Bólumyndun líkleg Hvert getur þetta fjármagn leitað án þess að valda mikilli hækkun eignaverðs þegar ekki er unnt að leita út fyrir landsteinana? Líklegt er að því muni fylgja bólumyndun á eignamörkuðum á komandi árum með tilheyrandi einkennum ofþenslu; mikilli aukningu einkaneyslu, auknum innflutningi og viðskiptahalla ásamt hækkandi raungengi. Í kjölfarið fylgir síðan aukin verðbólga, gengisfall og efnahagskreppa. Vert er að hafa í huga að framtíðarlífeyrir þjóðarinnar hvílir á þeirri forsendu að lífeyrissjóðir geti ávaxtað fé sitt með að lágmarki 3,5 prósenta raunávöxtun til langrar framtíðar. Innan fjármagnshafta er slík ávöxtunarforsenda ekki raunhæf og aðeins tímaspursmál hvenær lífeyrissjóðir þurfa að bregðast við með skerðingu lífeyrisréttinda, sjái ekki fyrir endann á fjármagnshöftum. Ofþensla er allt of vel þekkt fyrirbæri í íslensku efnahagslífi. Því miður hefur efnahagsstjórnin jafnan verið slök í góðæri. Það sem gerir viðfangsefnið nú sérstaklega snúið er að þróunin mun að öllum líkindum verða mun hraðari en áður vegna þess mikla fjármagns sem hér er læst inni. Lykilforsenda þess að hægt verði að koma í veg fyrir ofhitnun hagkerfisins er hratt afnám fjármagnshafta. Efnahagsleg áhætta afnáms hafta er mun minni en hættan sem fylgir enn einni rússíbanareið íslensks efnahagslífs með kunnuglegri kollsteypu í lok ferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Afnám fjármagnshafta er mikilvægasta verkefnið sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir í dag. Verkefnið er ekki einfalt og afnámi hafta mun óhjákvæmilega fylgja óvissa, sér í lagi hvað varðar þróun gengis og verðlags. Það auðveldar hins vegar verkið að aðstæður til afnáms þeirra eru eins hagstæðar og kostur er á. Efnahagslífið er í ágætu jafnvægi, verðbólga lág, hagvöxtur tekinn að aukast á nýjan leik og traust á íslenska hagkerfinu fer vaxandi. Ekki er sjálfgefið að þessar aðstæður verði viðvarandi. Höftin stuðla að rangri verðlagningu krónunnar sem og allra helstu eignamarkaða. Því er veruleg hætta á að hagkerfið ofhitni innan hafta. Stærsta efnahagslega áhætta Íslendinga felst ekki í afnámi hafta heldur í hættunni á að búa við þau um ókomna tíð. Fjármagnshöftin eru stærsta ógnin við efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Afnám þeirra er því nauðsynleg forsenda heilbrigðs og stöðugs efnahagslífs og batnandi lífskjara hér á landi. Í nóvember verða sex ár liðin frá því að fjármagnshöftum var komið á til bráðabirgða til að stemma stigu við gjaldeyrisskorti og miklu gengisfalli íslensku krónunnar. Þrátt fyrir að höftin hafi átt að vera tímabundin og falla úr gildi að tveimur árum liðnum bólar enn ekkert á afnámi þeirra. Óttinn við gengislækkun og meðfylgjandi verðbólgu virðist skýra aðgerðaleysi stjórnvalda.Skaðleg áhrif Mikið hefur verið rætt um áhættu sem í afnámi getur falist, en minna um óhjákvæmileg skaðleg áhrif fjármagnshafta á efnahagslífið til lengri tíma. Allar líkur eru á að höftin auki mjög innlenda þenslu og valdi umtalsverðum verðbólguþrýstingi á næstu árum. Þá er ótalinn kostnaður hagkerfisins vegna glataðra fjárfestingartækifæra, minni nýliðunar fyrirtækja og brotthvarfs einhverra þeirra úr landi vegna óviðunandi rekstrarskilyrða innan hafta. Á skömmum tíma hafa efnahagshorfur breyst úr brothættum viðsnúningi í öflugan hagvöxt á breiðum grunni. Einkaneysla hefur tekið við sér, fjárfesting fer vaxandi og útflutningsgreinar hafa styrkt stöðu sína, sér í lagi ferðaþjónustan. Eru nú horfur á 3-4% árlegum hagvexti eða jafnvel enn meiri á næstu þremur árum samkvæmt helstu spám.Við upphaf þessa kröftuga hagvaxtarskeiðs eru mikilvægar hagstærðir óvenjulegar og geta ýtt undir ofþenslu. Peningamagn í umferð og eignir lífeyrissjóða hafa nær aldrei verið meiri sem hlutfall af landsframleiðslu. Þetta fjármagn er læst inni í fjármagnshöftum og getur einvörðungu leitað í innlenda fjárfestingarkosti. Nægum fjárfestingarkostum innanlands er ekki til að dreifa fyrir allt þetta fjármagn og það mun þrýsta eignaverði upp á komandi misserum. Það nægir að horfa til lífeyrissjóðanna í þessu samhengi. Á síðasta hagvaxtarskeiði innan fjármagnshafta, á árunum 1984 til 1987, voru heildareignir lífeyrissjóðanna um fimmtungur af landsframleiðslu. Nú nema eignir þeirra um einni og hálfri landsframleiðslu. Árleg fjárfestingaþörf sjóðanna er rúmir 130 milljarðar króna og fer vaxandi. Peningamagn í umferð nam um þriðjungi af landsframleiðslu árin 1984 til 1987 en er nú 90 prósent. Á undanförnum fimm árum hefur hið opinbera dregið talsvert af þessu mikla fjármagni til sín og vægi skuldabréfa með ábyrgð ríkissjóðs og sveitarfélaga hefur liðlega tvöfaldast í eignasafni lífeyrissjóða á sex árum og nema nær helmingi af eignasafni þeirra, eða 46 prósentum. Samhliða betra jafnvægi í rekstri hins opinbera er hins vegar ljóst að fjármögnunarþörf þess mun minnka til mikilla muna.Bólumyndun líkleg Hvert getur þetta fjármagn leitað án þess að valda mikilli hækkun eignaverðs þegar ekki er unnt að leita út fyrir landsteinana? Líklegt er að því muni fylgja bólumyndun á eignamörkuðum á komandi árum með tilheyrandi einkennum ofþenslu; mikilli aukningu einkaneyslu, auknum innflutningi og viðskiptahalla ásamt hækkandi raungengi. Í kjölfarið fylgir síðan aukin verðbólga, gengisfall og efnahagskreppa. Vert er að hafa í huga að framtíðarlífeyrir þjóðarinnar hvílir á þeirri forsendu að lífeyrissjóðir geti ávaxtað fé sitt með að lágmarki 3,5 prósenta raunávöxtun til langrar framtíðar. Innan fjármagnshafta er slík ávöxtunarforsenda ekki raunhæf og aðeins tímaspursmál hvenær lífeyrissjóðir þurfa að bregðast við með skerðingu lífeyrisréttinda, sjái ekki fyrir endann á fjármagnshöftum. Ofþensla er allt of vel þekkt fyrirbæri í íslensku efnahagslífi. Því miður hefur efnahagsstjórnin jafnan verið slök í góðæri. Það sem gerir viðfangsefnið nú sérstaklega snúið er að þróunin mun að öllum líkindum verða mun hraðari en áður vegna þess mikla fjármagns sem hér er læst inni. Lykilforsenda þess að hægt verði að koma í veg fyrir ofhitnun hagkerfisins er hratt afnám fjármagnshafta. Efnahagsleg áhætta afnáms hafta er mun minni en hættan sem fylgir enn einni rússíbanareið íslensks efnahagslífs með kunnuglegri kollsteypu í lok ferðar.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun