Sýna í Ólafsdal, útihúsum og eyðibýlum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2014 10:30 "Þetta er víðfeðm sýning, rúmlega hundrað kílómetrar,“ segir Sólveig. Fréttablaðið/Daníel Listaverk eru í og umhverfis gamla bíla í hlöðunni í Ytri-Fagradal. „Það er svolítið öðruvísi að skoða myndlist þegar maður er úti í náttúrunni en í borginni. Maður er öðru vísi innstilltur, opinn fyrir umhverfinu og í fljótandi gír,“ segir Sólveig Aðalsteinsdóttir myndlistarkona í samtali um sýninguna Dalir og hólar sem er í byggðunum við Breiðafjörð. „Þetta eru afskaplega fallegar sveitir, Dalirnir og Reykhólasveitin og það er ágætt að hægja aðeins á ferðinni þar, enda margt að sjá,“ bætir hún við. Sýningin er á átta stöðum og hefur verið vel sótt af heimafólki og þeim sem eiga leið hjá, að sögn Sólveigar. „Svo eru alltaf einhverjir sem leggja leið sína hingað gagngert til að skoða hana og fara í þetta ferðalag. Það er nú hugmyndin að draga fólk í ferðalag. Þetta er víðfeðm sýning, rúmlega hundrað kílómetrar svo það er alveg dagsferð að fara um hana alla.“Í Sundlauginni á Reykhólum er verk eftir Eygló Harðardóttur.Dalir og hólar er haldin í fimmta sinn í sumar. Þema hennar er Litur. Myndlistarmennirnir Bjarki Bragason, Eygló Harðardóttur, Gerd Tinglum, Logi Bjarnason og Tumi Magnússon eiga þar verk og Sólveig er sýningarstjóri ásamt Þóru Sigurðardóttur. Þær fóru með listamennina um svæðið snemma vors. Allir sýna þeir í gamla landbúnaðarskólanum í Ólafsdal og dreifa sér víðar. Þrír sýna í hlöðu í Ytri-Fagradal, sem bændur höfðu notað fyrir gamla bíla og eyðibýli verða að sýningarsölum. Í Skarðsstöð, sem er gamall verslunarstaður, er listaverk á hreyfiás og tekur mið af því að vindurinn blæs þar um. Sólveig segir samstarf við land-og húsaeigendur hafa verið mjög gott. „Dalir og hólar er komin með ákveðinn sess og þó hún sé á sama svæði ár eftir ár er hún á mismunandi stöðum nema hvað Ólafsdalur er fastur punktur.“ Sýningin stendur til 10. ágúst. Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Listaverk eru í og umhverfis gamla bíla í hlöðunni í Ytri-Fagradal. „Það er svolítið öðruvísi að skoða myndlist þegar maður er úti í náttúrunni en í borginni. Maður er öðru vísi innstilltur, opinn fyrir umhverfinu og í fljótandi gír,“ segir Sólveig Aðalsteinsdóttir myndlistarkona í samtali um sýninguna Dalir og hólar sem er í byggðunum við Breiðafjörð. „Þetta eru afskaplega fallegar sveitir, Dalirnir og Reykhólasveitin og það er ágætt að hægja aðeins á ferðinni þar, enda margt að sjá,“ bætir hún við. Sýningin er á átta stöðum og hefur verið vel sótt af heimafólki og þeim sem eiga leið hjá, að sögn Sólveigar. „Svo eru alltaf einhverjir sem leggja leið sína hingað gagngert til að skoða hana og fara í þetta ferðalag. Það er nú hugmyndin að draga fólk í ferðalag. Þetta er víðfeðm sýning, rúmlega hundrað kílómetrar svo það er alveg dagsferð að fara um hana alla.“Í Sundlauginni á Reykhólum er verk eftir Eygló Harðardóttur.Dalir og hólar er haldin í fimmta sinn í sumar. Þema hennar er Litur. Myndlistarmennirnir Bjarki Bragason, Eygló Harðardóttur, Gerd Tinglum, Logi Bjarnason og Tumi Magnússon eiga þar verk og Sólveig er sýningarstjóri ásamt Þóru Sigurðardóttur. Þær fóru með listamennina um svæðið snemma vors. Allir sýna þeir í gamla landbúnaðarskólanum í Ólafsdal og dreifa sér víðar. Þrír sýna í hlöðu í Ytri-Fagradal, sem bændur höfðu notað fyrir gamla bíla og eyðibýli verða að sýningarsölum. Í Skarðsstöð, sem er gamall verslunarstaður, er listaverk á hreyfiás og tekur mið af því að vindurinn blæs þar um. Sólveig segir samstarf við land-og húsaeigendur hafa verið mjög gott. „Dalir og hólar er komin með ákveðinn sess og þó hún sé á sama svæði ár eftir ár er hún á mismunandi stöðum nema hvað Ólafsdalur er fastur punktur.“ Sýningin stendur til 10. ágúst.
Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira