Frjáls verslun Elín Hirst skrifar 17. júlí 2014 07:00 Það var ekki fyrr en árið 1976 að mjólkurbúðir voru lagðar niður, en fram að þeim tíma var aðeins hægt að kaupa mjólk, rjóma og skyr í sérverslunum Mjólkursamsölunnar. Fram til ársins 1982 mátti enginn selja símtæki í landinu nema ríkisfyrirtækið Póstur og sími. Gleraugu fengust aðeins í sérverslunum og sömu sögu var að segja um bækur. Það var hinn merki athafnamaður Pálmi í Hagkaup sem braut þá einokun á bak aftur með því að hefja sölu hvors tveggja í Hagkaupsverslunum sínum á lægra verði. Ég man líka eftir finnsku kartöflunum í Hagkaup sem urðu m.a. til þess að reglum um sölu á þessum matvælum var breytt til hagsbóta fyrir neytendur. Einkennilegir verslunarhættir Þegar maður hugsar til baka þá finnst manni þetta afar einkennilegir verslunarhættir, svo að ekki sé meira sagt og erfitt að skilja hvað mönnum gekk til. Ekki síst í í ljósi þess að eitt af grundvallarmálum í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga var einmitt að losna úr viðjum verslunareinokunar og leyfa frjálsa verslun. Svo virðist sem við séum enn við sama heygarðshornið á mörgum sviðum verslunar árið 2014; föst í gamaldags viðhorfum. Hvers vegna eru til dæmis lyf sem eru ekki lyfseðilsskyld ekki seld í stórmörkuðum? Er einokun ríkisins á áfengissölu ef til vill tímakekkja? Hvernig stendur á því að flutt er inn erlent beikon og það selt sem íslenskt án þess að neytendur hafi hugmynd um það? Er ekki kominn tími til að íslensk stjórnvöld staldri við og líti yfir sviðið með hagsmuni neytenda að leiðarljósi? Eins og hin sögulegu dæmi sanna er ávallt hætta á að við verðum samdauna ríkjandi ástandi. Mikilvægur málaflokkur Það sem fær mig til að setja þessar hugleiðingar á blað eru fregnir um að bandaríska verslunarkeðjan Costco vilji inn á íslenskan markað og umræðan sem skapast hefur í kjölfarið. Alþingimenn eiga starf fyrir höndum á næsta þingi að skoða regluverk þessara mála ofan í kjölinn. Neytendamál eru afar mikilvægur málaflokkur og örugglega vanmetinn af ýmsum. Íslenskur almenningur á rétt á því framfarir verði á þessum sviðum sem og öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það var ekki fyrr en árið 1976 að mjólkurbúðir voru lagðar niður, en fram að þeim tíma var aðeins hægt að kaupa mjólk, rjóma og skyr í sérverslunum Mjólkursamsölunnar. Fram til ársins 1982 mátti enginn selja símtæki í landinu nema ríkisfyrirtækið Póstur og sími. Gleraugu fengust aðeins í sérverslunum og sömu sögu var að segja um bækur. Það var hinn merki athafnamaður Pálmi í Hagkaup sem braut þá einokun á bak aftur með því að hefja sölu hvors tveggja í Hagkaupsverslunum sínum á lægra verði. Ég man líka eftir finnsku kartöflunum í Hagkaup sem urðu m.a. til þess að reglum um sölu á þessum matvælum var breytt til hagsbóta fyrir neytendur. Einkennilegir verslunarhættir Þegar maður hugsar til baka þá finnst manni þetta afar einkennilegir verslunarhættir, svo að ekki sé meira sagt og erfitt að skilja hvað mönnum gekk til. Ekki síst í í ljósi þess að eitt af grundvallarmálum í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga var einmitt að losna úr viðjum verslunareinokunar og leyfa frjálsa verslun. Svo virðist sem við séum enn við sama heygarðshornið á mörgum sviðum verslunar árið 2014; föst í gamaldags viðhorfum. Hvers vegna eru til dæmis lyf sem eru ekki lyfseðilsskyld ekki seld í stórmörkuðum? Er einokun ríkisins á áfengissölu ef til vill tímakekkja? Hvernig stendur á því að flutt er inn erlent beikon og það selt sem íslenskt án þess að neytendur hafi hugmynd um það? Er ekki kominn tími til að íslensk stjórnvöld staldri við og líti yfir sviðið með hagsmuni neytenda að leiðarljósi? Eins og hin sögulegu dæmi sanna er ávallt hætta á að við verðum samdauna ríkjandi ástandi. Mikilvægur málaflokkur Það sem fær mig til að setja þessar hugleiðingar á blað eru fregnir um að bandaríska verslunarkeðjan Costco vilji inn á íslenskan markað og umræðan sem skapast hefur í kjölfarið. Alþingimenn eiga starf fyrir höndum á næsta þingi að skoða regluverk þessara mála ofan í kjölinn. Neytendamál eru afar mikilvægur málaflokkur og örugglega vanmetinn af ýmsum. Íslenskur almenningur á rétt á því framfarir verði á þessum sviðum sem og öðrum.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar