Óskynsamlegt að skella í lás Ólafur Þ. Stephensen skrifar 18. júlí 2014 06:00 Ummæli Jean-Claudes Juncker, nýs forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um að ekki verði tekin inn ný aðildarríki næstu fimm árin, eru nú túlkuð út og suður í íslenzkri stjórnmálaumræðu. Túlkun utanríkisráðherrans er einna bröttust; hann hefur sagt að ræða Junckers sé „frábær staðfesting á því að Ísland sé ekkert á leiðinni í Evrópusambandið“ og að með henni sé í raun verið að binda enda á aðildarferli Íslands. Einhver hefði haldið að utanríkisráðherra umsóknarríkis um aðild að ESB hefði farið fram á meiri upplýsingar áður en hann gæfi út svona gleiðar yfirlýsingar. Sú túlkun að nú sé búið að binda enda á aðildarferli Íslands er augljóslega röng, jafnvel út frá þeim takmörkuðu upplýsingum sem ræða Junckers felur í sér. Aðildarumsókn Íslands er enn í fullu gildi og ESB hefur marglýst því yfir að það sé hvenær sem er reiðubúið að halda aðildarviðræðum við Ísland áfram. Sú afstaða er ítrekuð í svörum Evrópusambandsins við spurningum Fréttablaðsins, sem birt eru í dag. Það sem við getum hins vegar fullyrt út frá því sem við vitum, er að staða Íslands sem umsóknarríkis er meira virði en ella. Nú er ljóst að ný ríki munu ekki fá þá stöðu næstu fimm árin. Juncker lýsti því yfir að viðræðum yrði haldið áfram við þau ríki sem þegar væru í aðildarferli og það er mikilvægt fyrir Ísland að eiga þann kost að geta hafið viðræður á ný án þess að þurfa að ganga í gegnum allt umsóknarferlið aftur. Úr því sem komið er skiptir varla miklu máli fyrir Ísland að ný aðildarríki verði ekki tekin inn næstu fimm árin. Þrjú ár eru eftir af kjörtímabilinu og núverandi ríkisstjórn hefur augljóslega engan áhuga á viðræðum við ESB, þótt stjórnarflokkarnir hafi lofað kjósendum því að þeir fengju að kjósa um framhald þeirra. Ráðherrarnir eru fallnir frá því loforði, nema þá að kosið verði um eitthvað allt annað. Það er því varla raunhæft að ætla að kosið verði á kjörtímabilinu, nema þá í blálokin og það kæmi þá í hlut næstu ríkisstjórnar að halda aðildarviðræðunum áfram ef niðurstaðan yrði á þann veginn. Vitlausasta ályktunin sem dregin er af ræðu Junckers er að hún staðfesti að nú sé rétt að gera eins og Gunnar Bragi lagði til við Alþingi í fyrra og slíta viðræðunum formlega. Með því væri verið að þrengja kosti Íslands í utanríkis- og efnahagsmálum að óþörfu. Enn hefur ríkisstjórnin til dæmis ekki birt neina áætlun um það hvernig eigi að aflétta gjaldeyrishöftunum án þess að raska stöðugleika efnahagslífsins. Fyrst það er búið að ráða útlenda sérfræðinga til verksins, verðum við að gera ráð fyrir að það styttist í planið. En þá er eftir að sjá hvort það gengur upp. Ef það gerir það ekki, væri fullkomlega óskynsamlegt og ábyrgðarlaust að vera búin að skella dyrunum í lás á raunhæfasta kostinn sem Ísland hefur á að taka upp trúverðugan gjaldmiðil og komast út úr höftunum til frambúðar. Við skulum þess vegna vona að Gunnar Bragi stökkvi ekki til í frábærum fögnuði sínum og leggi fram nýja slitatillögu, heldur að hann hugi að því að halda kostum Íslands opnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Ummæli Jean-Claudes Juncker, nýs forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um að ekki verði tekin inn ný aðildarríki næstu fimm árin, eru nú túlkuð út og suður í íslenzkri stjórnmálaumræðu. Túlkun utanríkisráðherrans er einna bröttust; hann hefur sagt að ræða Junckers sé „frábær staðfesting á því að Ísland sé ekkert á leiðinni í Evrópusambandið“ og að með henni sé í raun verið að binda enda á aðildarferli Íslands. Einhver hefði haldið að utanríkisráðherra umsóknarríkis um aðild að ESB hefði farið fram á meiri upplýsingar áður en hann gæfi út svona gleiðar yfirlýsingar. Sú túlkun að nú sé búið að binda enda á aðildarferli Íslands er augljóslega röng, jafnvel út frá þeim takmörkuðu upplýsingum sem ræða Junckers felur í sér. Aðildarumsókn Íslands er enn í fullu gildi og ESB hefur marglýst því yfir að það sé hvenær sem er reiðubúið að halda aðildarviðræðum við Ísland áfram. Sú afstaða er ítrekuð í svörum Evrópusambandsins við spurningum Fréttablaðsins, sem birt eru í dag. Það sem við getum hins vegar fullyrt út frá því sem við vitum, er að staða Íslands sem umsóknarríkis er meira virði en ella. Nú er ljóst að ný ríki munu ekki fá þá stöðu næstu fimm árin. Juncker lýsti því yfir að viðræðum yrði haldið áfram við þau ríki sem þegar væru í aðildarferli og það er mikilvægt fyrir Ísland að eiga þann kost að geta hafið viðræður á ný án þess að þurfa að ganga í gegnum allt umsóknarferlið aftur. Úr því sem komið er skiptir varla miklu máli fyrir Ísland að ný aðildarríki verði ekki tekin inn næstu fimm árin. Þrjú ár eru eftir af kjörtímabilinu og núverandi ríkisstjórn hefur augljóslega engan áhuga á viðræðum við ESB, þótt stjórnarflokkarnir hafi lofað kjósendum því að þeir fengju að kjósa um framhald þeirra. Ráðherrarnir eru fallnir frá því loforði, nema þá að kosið verði um eitthvað allt annað. Það er því varla raunhæft að ætla að kosið verði á kjörtímabilinu, nema þá í blálokin og það kæmi þá í hlut næstu ríkisstjórnar að halda aðildarviðræðunum áfram ef niðurstaðan yrði á þann veginn. Vitlausasta ályktunin sem dregin er af ræðu Junckers er að hún staðfesti að nú sé rétt að gera eins og Gunnar Bragi lagði til við Alþingi í fyrra og slíta viðræðunum formlega. Með því væri verið að þrengja kosti Íslands í utanríkis- og efnahagsmálum að óþörfu. Enn hefur ríkisstjórnin til dæmis ekki birt neina áætlun um það hvernig eigi að aflétta gjaldeyrishöftunum án þess að raska stöðugleika efnahagslífsins. Fyrst það er búið að ráða útlenda sérfræðinga til verksins, verðum við að gera ráð fyrir að það styttist í planið. En þá er eftir að sjá hvort það gengur upp. Ef það gerir það ekki, væri fullkomlega óskynsamlegt og ábyrgðarlaust að vera búin að skella dyrunum í lás á raunhæfasta kostinn sem Ísland hefur á að taka upp trúverðugan gjaldmiðil og komast út úr höftunum til frambúðar. Við skulum þess vegna vona að Gunnar Bragi stökkvi ekki til í frábærum fögnuði sínum og leggi fram nýja slitatillögu, heldur að hann hugi að því að halda kostum Íslands opnum.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun