Bútateppið Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 24. júlí 2014 07:00 Hver einstaklingur er einstakur og fólkið sem vill búa á Íslandi kemur alls staðar að úr heiminum. Einstaklingar með ólíkan litarhátt, menningu, trúarbrögð og hugmyndir. En þetta fólk á það sameiginlegt að vera manneskjur sem vilja búa á Íslandi og eignast gott líf. Nýtt tækifæri.Góðir starfskraftar Þegar Íslendingar rekja ættir sínar með aðstoð Íslendingabókar þá kemur í ljós að við erum meira og minna skyld í a.m.k. 8. ættlið. Síðan gerist það fyrir nokkrum áratugum að hópar fólks fara að koma hingað til lands. Víetnamar, Filippseyingar og nú síðustu ár hefur fjöldi Pólverja flutt hingað, svo eitthvað sé nefnt. Ég get fullyrt að „nýju Íslendingarnir“ hafa staðið sig feikilega vel í að aðlagast og leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins. Fólkið er almennt vinsælir starfskraftar og margir hverjir hafa stofnað eigin fyrirtæki hér á landi.Kærleikurinn Kærleikurinn er inntak allra trúarbragða. Afbökun trúarbragða hefur hins vegar átt sér stað öldum saman og misnotkun þeirra. Kristin trú og kristnir trúarleiðtogar eru þar síður en svo undanskildir. Almennt eru Íslendingar umburðarlyndir og vilja vel. Því miður eru alltaf einhverjir sem ala á ótta, hatri og nærast á neikvæðri umræðu. Uppbyggileg og málefnaleg umræða er það sem við þurfum, hvort sem það er um innflytjendamál, trúarbrögð eða annað. Mótun samfélagsins og sú stefna sem við viljum taka í þeim efnum er okkur öllum mikilvæg.Litríkara og skemmtilegra Nágrannaþjóðir okkar hafa mun lengri reynslu en við af málefnum innflytjenda. Þessar þjóðir hafa þegar mótað sér stefnu eða eru í þeirri vinnu. Eitthvað hefur betur mátt fara en einnig er margt sem vel hefur verið gert. Það er kominn tími til að við skoðum vandlega hvað nágrannar okkar hafa verið að gera og nýtum okkur þeirra reynslu til frekari uppbyggingar samfélags okkar. Fjölbreytni er af hinu góða. Hún eykur hagvöxt og gerir samfélagið litríkara og fallegra, eins og stórkostlegt bútateppi sem prýði er að. Ég ætla að beita mér fyrir því á næsta þingi að hafist verði handa við þetta aðkallandi og mikilvæga verkefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Hver einstaklingur er einstakur og fólkið sem vill búa á Íslandi kemur alls staðar að úr heiminum. Einstaklingar með ólíkan litarhátt, menningu, trúarbrögð og hugmyndir. En þetta fólk á það sameiginlegt að vera manneskjur sem vilja búa á Íslandi og eignast gott líf. Nýtt tækifæri.Góðir starfskraftar Þegar Íslendingar rekja ættir sínar með aðstoð Íslendingabókar þá kemur í ljós að við erum meira og minna skyld í a.m.k. 8. ættlið. Síðan gerist það fyrir nokkrum áratugum að hópar fólks fara að koma hingað til lands. Víetnamar, Filippseyingar og nú síðustu ár hefur fjöldi Pólverja flutt hingað, svo eitthvað sé nefnt. Ég get fullyrt að „nýju Íslendingarnir“ hafa staðið sig feikilega vel í að aðlagast og leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins. Fólkið er almennt vinsælir starfskraftar og margir hverjir hafa stofnað eigin fyrirtæki hér á landi.Kærleikurinn Kærleikurinn er inntak allra trúarbragða. Afbökun trúarbragða hefur hins vegar átt sér stað öldum saman og misnotkun þeirra. Kristin trú og kristnir trúarleiðtogar eru þar síður en svo undanskildir. Almennt eru Íslendingar umburðarlyndir og vilja vel. Því miður eru alltaf einhverjir sem ala á ótta, hatri og nærast á neikvæðri umræðu. Uppbyggileg og málefnaleg umræða er það sem við þurfum, hvort sem það er um innflytjendamál, trúarbrögð eða annað. Mótun samfélagsins og sú stefna sem við viljum taka í þeim efnum er okkur öllum mikilvæg.Litríkara og skemmtilegra Nágrannaþjóðir okkar hafa mun lengri reynslu en við af málefnum innflytjenda. Þessar þjóðir hafa þegar mótað sér stefnu eða eru í þeirri vinnu. Eitthvað hefur betur mátt fara en einnig er margt sem vel hefur verið gert. Það er kominn tími til að við skoðum vandlega hvað nágrannar okkar hafa verið að gera og nýtum okkur þeirra reynslu til frekari uppbyggingar samfélags okkar. Fjölbreytni er af hinu góða. Hún eykur hagvöxt og gerir samfélagið litríkara og fallegra, eins og stórkostlegt bútateppi sem prýði er að. Ég ætla að beita mér fyrir því á næsta þingi að hafist verði handa við þetta aðkallandi og mikilvæga verkefni.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar