Tónlist sem hreif konungshirðirnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. júlí 2014 16:30 Brice Sailly, Arnbjörg Stefánsdóttir og Mathurin Matharel mynda Corpo di Strumenti. Mynd/Úr einkasafni „Ef ég dett út þarftu að hringja aftur því ég er í Borgarfirðinum og þar er svolítið gloppótt samband. En ég er ekki við stýrið svo þú þarft ekki að óttast að ég keyri út af,“ segir Margrét Bóasdóttir, söngkona og listrænn stjórnandi Sumartónleika við Mývatn. Hún er stolt af dagskránni í Reykjahlíðarkirkju á laugardagskvöld sem er ítölsk og frönsk barokktónlist leikin á upprunaleg hljóðfæri. „Þetta er tónlist sem hreif fólkið við konungshirðirnar á sínum tíma og hrífur alla enn þann dag í dag,“ segir hún glaðlega. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og flytjandi þeirra er tónlistarhópurinn Corpo di Strumenti. Í honum er Íslendingurinn Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, sellóleikari frá Akureyri, og Frakkarnir Mathurin Matharel á bassafiðlu og Brice Sailly á virginal. Auk þess spila Hélène Houzel og Patrick Bismuth á fiðlur. „Það verður gaman að heyra þetta listafólk spila,“ segir Margrét og kynnir það frekar: „Steinunn Arnbjörg er búsett í Frakklandi og kemur með manninn sinn og vinafólk með sér sem allt er franskt og leikur í hljómsveitum í París, auk þess að fást við kennslu og einleik víða um heim.“ Corpo di Strumenti er þekktur tónlistarhópur að sögn Margrétar og hún segir Patrick Bismuth frægan fyrir að gera allt skemmtilegt. „Hann er fjölhæfur tónlistarmaður og lék meðal annars í hinni þekktu kvikmynd The Intouchables þar sem hann spilaði brot úr Árstíðum Vivaldis,“ upplýsir hún. Margét segir alltaf vel mætt á sumartónleikana. „Það er margt ferðafólk á svæðinu sem kann vel að meta það að fá klukkutíma langa tónleika klukkan níu, þegar það er búið að ganga á fjöll, skoða hveri og borða,“ segir Margrét. Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ef ég dett út þarftu að hringja aftur því ég er í Borgarfirðinum og þar er svolítið gloppótt samband. En ég er ekki við stýrið svo þú þarft ekki að óttast að ég keyri út af,“ segir Margrét Bóasdóttir, söngkona og listrænn stjórnandi Sumartónleika við Mývatn. Hún er stolt af dagskránni í Reykjahlíðarkirkju á laugardagskvöld sem er ítölsk og frönsk barokktónlist leikin á upprunaleg hljóðfæri. „Þetta er tónlist sem hreif fólkið við konungshirðirnar á sínum tíma og hrífur alla enn þann dag í dag,“ segir hún glaðlega. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og flytjandi þeirra er tónlistarhópurinn Corpo di Strumenti. Í honum er Íslendingurinn Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, sellóleikari frá Akureyri, og Frakkarnir Mathurin Matharel á bassafiðlu og Brice Sailly á virginal. Auk þess spila Hélène Houzel og Patrick Bismuth á fiðlur. „Það verður gaman að heyra þetta listafólk spila,“ segir Margrét og kynnir það frekar: „Steinunn Arnbjörg er búsett í Frakklandi og kemur með manninn sinn og vinafólk með sér sem allt er franskt og leikur í hljómsveitum í París, auk þess að fást við kennslu og einleik víða um heim.“ Corpo di Strumenti er þekktur tónlistarhópur að sögn Margrétar og hún segir Patrick Bismuth frægan fyrir að gera allt skemmtilegt. „Hann er fjölhæfur tónlistarmaður og lék meðal annars í hinni þekktu kvikmynd The Intouchables þar sem hann spilaði brot úr Árstíðum Vivaldis,“ upplýsir hún. Margét segir alltaf vel mætt á sumartónleikana. „Það er margt ferðafólk á svæðinu sem kann vel að meta það að fá klukkutíma langa tónleika klukkan níu, þegar það er búið að ganga á fjöll, skoða hveri og borða,“ segir Margrét.
Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira