Agi og óvinsælar ákvarðanir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. ágúst 2014 06:00 Það lofar góðu hversu fast fjárlaganefnd Alþingis virðist ætla að taka á eyðslu ríkisstofnana umfram fjárlög, sem hefur verið í fréttum undanfarna daga. Það er rétt sem Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, sagði í fréttum okkar á Stöð 2, að engin ríkisstofnun á að fá sérmeðferð og allar eiga þær að halda sig innan þess fjárhagsramma sem Alþingi hefur sett. Það er líka rétt sem Pétur H. Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði í Bylgjufréttum í gær; að ríkisforstjórar sem ekki treysta sér til að fara að fjárlögum ættu að finna sér aðra vinnu. Enda eru í starfsmannalögum ríkisins ákvæði um að fari ríkisstofnun ítrekað fram úr fjárlögum megi áminna og reka forstöðumanninn. Það er gott hjá þingmönnunum að taka djúpt í árinni. Það er ein forsenda þess að hægt sé að koma á þeim aga í ríkisfjármálum, sem stjórnarmeirihlutinn á Alþingi hefur boðað. En í slíkum aga felst hins vegar líka að þingmennirnir þurfa þá að vera reiðubúnir að standa við bakið á forstöðumönnum ríkisstofnana, sem neyðast til að taka pólitískt óvinsælar ákvarðanir til að halda sig innan fjárlaga. Á meðal þeirra stofnana sem hafa farið mest fram úr fjárheimildum eru Landspítalinn, Sjúkratryggingar Íslands og Vegagerðin. Á Landspítalanum hefur sjúklingum fjölgað umfram það sem gert var ráð fyrir. Ef forstjóri Landspítalans sér ekki aðrar leiðir til að mæta því en að hætta tiltekinni þjónustu, verða stjórnmálamennirnir að vera menn til að styðja þær ákvarðanir, jafnvel þótt það komi illa við tiltekna hópa. Eða þá koma með betri hugmyndir að sparnaði. Ef Vegagerðin er komin framúr vegna mikils kostnaðar við snjómokstur, verður pólitíkin að styðja það að hætt sé við einhverjar vegaframkvæmdir og þannig mætti áfram telja. Að sjálfsögðu á að láta forstöðumenn ríkisstofnana bera ábyrgð á að halda rekstri þeirra innan fjárlaga. En sagan geymir dæmi um að stjórnmálamennirnir setji þá í ómögulega stöðu. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi tiltók í fyrra dæmi um að heilbrigðisráðuneytið hefði hafnað niðurskurðartillögum forsvarsmanna heilbrigðisstofnana vegna þess að þær þóttu lítt til vinsælda fallnar, en látið undir höfuð leggjast að tryggja þá aukið fé til rekstrarins. Þannig hefðu viðkomandi stofnanir verið „dæmdar“ til hallareksturs. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga, sagði í Fréttablaðinu í gær að hin auknu útgjöld sem þar hafa fallið til á árinu hefðu að stærstum hluta verið fyrirséð í byrjun árs. Þá vaknar óneitanlega sú spurning hvort eitthvað af framúrakstrinum var fyrirséð strax við fjárlagagerðina, en menn hafi kosið að loka augunum fyrir því og vona það bezta, í stað þess að skerða réttindi fólks til sjúkratrygginga, eins og nú blasir við að þurfi að gera. Til að halda áformuðum aga á ríkisfjármálunum þarf að minnsta kosti þrennt; að stjórnendur ríkisstofnana axli ábyrgð á að halda þeim innan fjárlaga, að stjórnmálamennirnir séu reiðubúnir að taka með þeim ábyrgð á óvinsælum sparnaði og að gerðar séu raunhæfar áætlanir sem halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Það lofar góðu hversu fast fjárlaganefnd Alþingis virðist ætla að taka á eyðslu ríkisstofnana umfram fjárlög, sem hefur verið í fréttum undanfarna daga. Það er rétt sem Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, sagði í fréttum okkar á Stöð 2, að engin ríkisstofnun á að fá sérmeðferð og allar eiga þær að halda sig innan þess fjárhagsramma sem Alþingi hefur sett. Það er líka rétt sem Pétur H. Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði í Bylgjufréttum í gær; að ríkisforstjórar sem ekki treysta sér til að fara að fjárlögum ættu að finna sér aðra vinnu. Enda eru í starfsmannalögum ríkisins ákvæði um að fari ríkisstofnun ítrekað fram úr fjárlögum megi áminna og reka forstöðumanninn. Það er gott hjá þingmönnunum að taka djúpt í árinni. Það er ein forsenda þess að hægt sé að koma á þeim aga í ríkisfjármálum, sem stjórnarmeirihlutinn á Alþingi hefur boðað. En í slíkum aga felst hins vegar líka að þingmennirnir þurfa þá að vera reiðubúnir að standa við bakið á forstöðumönnum ríkisstofnana, sem neyðast til að taka pólitískt óvinsælar ákvarðanir til að halda sig innan fjárlaga. Á meðal þeirra stofnana sem hafa farið mest fram úr fjárheimildum eru Landspítalinn, Sjúkratryggingar Íslands og Vegagerðin. Á Landspítalanum hefur sjúklingum fjölgað umfram það sem gert var ráð fyrir. Ef forstjóri Landspítalans sér ekki aðrar leiðir til að mæta því en að hætta tiltekinni þjónustu, verða stjórnmálamennirnir að vera menn til að styðja þær ákvarðanir, jafnvel þótt það komi illa við tiltekna hópa. Eða þá koma með betri hugmyndir að sparnaði. Ef Vegagerðin er komin framúr vegna mikils kostnaðar við snjómokstur, verður pólitíkin að styðja það að hætt sé við einhverjar vegaframkvæmdir og þannig mætti áfram telja. Að sjálfsögðu á að láta forstöðumenn ríkisstofnana bera ábyrgð á að halda rekstri þeirra innan fjárlaga. En sagan geymir dæmi um að stjórnmálamennirnir setji þá í ómögulega stöðu. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi tiltók í fyrra dæmi um að heilbrigðisráðuneytið hefði hafnað niðurskurðartillögum forsvarsmanna heilbrigðisstofnana vegna þess að þær þóttu lítt til vinsælda fallnar, en látið undir höfuð leggjast að tryggja þá aukið fé til rekstrarins. Þannig hefðu viðkomandi stofnanir verið „dæmdar“ til hallareksturs. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga, sagði í Fréttablaðinu í gær að hin auknu útgjöld sem þar hafa fallið til á árinu hefðu að stærstum hluta verið fyrirséð í byrjun árs. Þá vaknar óneitanlega sú spurning hvort eitthvað af framúrakstrinum var fyrirséð strax við fjárlagagerðina, en menn hafi kosið að loka augunum fyrir því og vona það bezta, í stað þess að skerða réttindi fólks til sjúkratrygginga, eins og nú blasir við að þurfi að gera. Til að halda áformuðum aga á ríkisfjármálunum þarf að minnsta kosti þrennt; að stjórnendur ríkisstofnana axli ábyrgð á að halda þeim innan fjárlaga, að stjórnmálamennirnir séu reiðubúnir að taka með þeim ábyrgð á óvinsælum sparnaði og að gerðar séu raunhæfar áætlanir sem halda.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar