Þjóðlist bæði sunnan heiða og norðan Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2014 13:00 Bára og Chris eiga ýmis sérkennileg hljóðfæri sem þau leika á undir söng sínum. Fréttablaðið/GVA Það er nóg að gera þessa dagana hjá dúóinu Funa sem samanstendur af þeim Báru Grímsdóttur kvæðakonu og Chris Foster þjóðlagasöngvara og gítarista. Svo byrjað sé á deginum í dag þá verða þau á þjóðlagatónleikum í Norræna húsinu kvöld sem hefjast klukkan 20, ásamt norsku tónlistarkonunum Lindu Gytri frá Oldedalen sem státar af titlinum Noregsmeistari í harmonikuleik og Unni Lövlid sem er rödd vesturstrandar Noregs og þykir með betri þjóðlagatónlistarkonum. „Þetta eru í raun þrískiptir tónleikar. Við skiptumst á að koma þar fram, við Chris saman og þær Linda Gytri og Unni Lövlid hvor í sínu lagi,“ lýsir Bára. „Chris verður með langspilið og ég með borðhörpu sem heitir Kantele og Chris spilar líka á gítar. Efnið er blanda af gömlum íslenskum lögum sem hafa fundist í handritum, og enskum kvæðalögum. Ég ætla til dæmis að syngja enska ballöðu við langspilið. Lagið er þjóðlag og textinn sannsögulegur.“ Svo er það stóra þjóðlistahátíðin á Akureyri sem hefst á morgun og stendur fram á laugardag. Þar verður bæði þjóðlagatónlist og þjóðdansar á dagskrá í meðferð fjölda listamanna frá Norðurlöndunum og nokkurra frá Írlandi og Skotlandi. Meðal þeirra íslensku eru Bára og Chris sem verða með tónleika á Kaffi Akureyri á föstudaginn, 22. ágúst. Þar flytja þau útsetningu á lagi sem Bára samdi við ljóð eldklerksins Jóns Steingrímsonar um Móðuharðindin. „Lagið heitir Angurvaka og við leikum undir á tvö langspil,“ lýsir Bára og bætir því að gárungarnir segi að eldklerkurinn sjálfur hafi leikið undurvel á langspil. Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Það er nóg að gera þessa dagana hjá dúóinu Funa sem samanstendur af þeim Báru Grímsdóttur kvæðakonu og Chris Foster þjóðlagasöngvara og gítarista. Svo byrjað sé á deginum í dag þá verða þau á þjóðlagatónleikum í Norræna húsinu kvöld sem hefjast klukkan 20, ásamt norsku tónlistarkonunum Lindu Gytri frá Oldedalen sem státar af titlinum Noregsmeistari í harmonikuleik og Unni Lövlid sem er rödd vesturstrandar Noregs og þykir með betri þjóðlagatónlistarkonum. „Þetta eru í raun þrískiptir tónleikar. Við skiptumst á að koma þar fram, við Chris saman og þær Linda Gytri og Unni Lövlid hvor í sínu lagi,“ lýsir Bára. „Chris verður með langspilið og ég með borðhörpu sem heitir Kantele og Chris spilar líka á gítar. Efnið er blanda af gömlum íslenskum lögum sem hafa fundist í handritum, og enskum kvæðalögum. Ég ætla til dæmis að syngja enska ballöðu við langspilið. Lagið er þjóðlag og textinn sannsögulegur.“ Svo er það stóra þjóðlistahátíðin á Akureyri sem hefst á morgun og stendur fram á laugardag. Þar verður bæði þjóðlagatónlist og þjóðdansar á dagskrá í meðferð fjölda listamanna frá Norðurlöndunum og nokkurra frá Írlandi og Skotlandi. Meðal þeirra íslensku eru Bára og Chris sem verða með tónleika á Kaffi Akureyri á föstudaginn, 22. ágúst. Þar flytja þau útsetningu á lagi sem Bára samdi við ljóð eldklerksins Jóns Steingrímsonar um Móðuharðindin. „Lagið heitir Angurvaka og við leikum undir á tvö langspil,“ lýsir Bára og bætir því að gárungarnir segi að eldklerkurinn sjálfur hafi leikið undurvel á langspil.
Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira