Rússnesk rómantík í öndvegi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2014 13:00 Simfóníuhljómsveit Toronto. Simfóníuhljómsveit Toronto hefur leik í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn klukkan 19.30, undir stjórn hins kanadíska Peters Oundjian. Með sveitinni er fiðlusnillingurinn James Ehnes, sem hefur leikið í bestu tónleikasölum heims með mörgum virtustu hljómsveitum og stjórnendum sem völ er á og fengið góða dóma. Rússnesk rómantík einkennir dagskrá hljómsveitarinnar á tónleikunum í Hörpu. Þar eru sinfónískir dansar op. 45 eftir Rakkmaninoff meðal verka og Ehnes mun leika hinn sívinsæla fiðlukonsert Tsjaíkovskís. Toronto Symphony Orchestra þykir vera úrvalshljómsveit. Hún var stofnuð árið 1922 og hefur vaxið mikið undir stjórn Peters Oundjian sem nú hefur haldið um tónsprota hennar í tíu ár. Því er hljómsveitin að fagna með tónleikaferðalagi um Evrópu nú í ágúst en tónleikarnir í Hörpu eru lokahnykkur þeirrar ferðar. Fyrstu tónleikarnir í þeirri ferð voru í Vín í Austurríki, þaðan hélt sveitin til Wiesbaden í Þýskalandi og áfram til Amsterdam í Hollandi. Hingað kemur hún frá Finnlandi, þar sem hún spilar í Helsinki Music Centre í kvöld. Einleikarar úr sveitinni koma fram á Menningarnæturkvöldi 23. ágúst milli klukkan 19.30 og 21.30 í Norðurljósasal Hörpu og gefa gestum forsmekkinn að því sem koma skal kvöldið eftir. Vestur-Íslendingurinn Pearl Pálmason (1915-2006) fiðluleikari lék með Toronto Symphony Orchestra frá 1941 til 1981. Hún var um tíma aðstoðarkonsertmeistari sveitarinnar og hljóp iðulega í skarðið í forföllum konsertmeistarans. Pearl var dóttir íslenskra innflytjenda í Winnipeg. Foreldrar hennar voru Gróa Sveinsdóttir frá Kletti í Borgarfirði og Sveinn Pálmason frá Ysta-Gili í Langadal í Húnaþingi. Pearl lærði ung á fiðlu og átti glæstan feril í tónlistinni. Hún hélt tvenna tónleika í Gamla bíói árið 1938 við góðar undirtektir. Undirleikari var Árni Kristjánsson. Hún lék með Canadian Opera Symphony í Toronto frá 1981 til 1985 og árið 1987 varð hún konsertmeistari Oakville Symphony Orchestra, þá 71 árs. Menning Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Simfóníuhljómsveit Toronto hefur leik í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn klukkan 19.30, undir stjórn hins kanadíska Peters Oundjian. Með sveitinni er fiðlusnillingurinn James Ehnes, sem hefur leikið í bestu tónleikasölum heims með mörgum virtustu hljómsveitum og stjórnendum sem völ er á og fengið góða dóma. Rússnesk rómantík einkennir dagskrá hljómsveitarinnar á tónleikunum í Hörpu. Þar eru sinfónískir dansar op. 45 eftir Rakkmaninoff meðal verka og Ehnes mun leika hinn sívinsæla fiðlukonsert Tsjaíkovskís. Toronto Symphony Orchestra þykir vera úrvalshljómsveit. Hún var stofnuð árið 1922 og hefur vaxið mikið undir stjórn Peters Oundjian sem nú hefur haldið um tónsprota hennar í tíu ár. Því er hljómsveitin að fagna með tónleikaferðalagi um Evrópu nú í ágúst en tónleikarnir í Hörpu eru lokahnykkur þeirrar ferðar. Fyrstu tónleikarnir í þeirri ferð voru í Vín í Austurríki, þaðan hélt sveitin til Wiesbaden í Þýskalandi og áfram til Amsterdam í Hollandi. Hingað kemur hún frá Finnlandi, þar sem hún spilar í Helsinki Music Centre í kvöld. Einleikarar úr sveitinni koma fram á Menningarnæturkvöldi 23. ágúst milli klukkan 19.30 og 21.30 í Norðurljósasal Hörpu og gefa gestum forsmekkinn að því sem koma skal kvöldið eftir. Vestur-Íslendingurinn Pearl Pálmason (1915-2006) fiðluleikari lék með Toronto Symphony Orchestra frá 1941 til 1981. Hún var um tíma aðstoðarkonsertmeistari sveitarinnar og hljóp iðulega í skarðið í forföllum konsertmeistarans. Pearl var dóttir íslenskra innflytjenda í Winnipeg. Foreldrar hennar voru Gróa Sveinsdóttir frá Kletti í Borgarfirði og Sveinn Pálmason frá Ysta-Gili í Langadal í Húnaþingi. Pearl lærði ung á fiðlu og átti glæstan feril í tónlistinni. Hún hélt tvenna tónleika í Gamla bíói árið 1938 við góðar undirtektir. Undirleikari var Árni Kristjánsson. Hún lék með Canadian Opera Symphony í Toronto frá 1981 til 1985 og árið 1987 varð hún konsertmeistari Oakville Symphony Orchestra, þá 71 árs.
Menning Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira