Busarnir boðnir velkomnir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. ágúst 2014 07:00 Eftir nokkra daga byrja þúsundir ólögráða unglinga í nýjum skóla, framhaldsskóla. Foreldrarnir gera væntanlega ráð fyrir að vel verði tekið á móti þeim, enda geta margir verið dálítið litlir í sér þótt þeir séu orðnir sextán ára og telji sig færa í flestan sjó. Það er líka raunin víðast hvar, að minnsta kosti af hálfu skólayfirvalda og kennara. Hins vegar er ekki hægt að gera ráð fyrir að eldri samnemendur fagni þeim sem koma nýir í skólann, alltént ekki í öllum skólum. Sums staðar er tekið á móti nýnemum með kaffi og kökum, kvöldvökum og skoðunarferðum, en ennþá tíðkast í sumum framhaldsskólum fáránlegar „busavígslur“, þar sem börn eru atyrt, niðurlægð á ýmsan hátt og í sumum tilvikum hreinlega beitt ofbeldi. Til upprifjunar má tína til sumt af því sem hefur verið gert við „busana“ á allra síðustu árum. Væga útgáfan er að segja nýnemunum að þeir séu „óæðri“, megi ekki koma á ákveðin svæði í skólanum, eigi að hneigja sig fyrir eldri nemum eða sýna þeim undirgefni á annan hátt. Í svæsnari tilfellum er fólk gegnbleytt með garðslöngu, því er dýft ofan í fiskikör með slori, látið drekka ógeðsdrykki, margir í einu eru hífðir upp í neti með krana, fólk er bundið eða lokað inni. Margt af þessu væri ekki á röngum stað í ákæru fyrir frelsissviptingu og líkamsárás. Í ákveðnum skólum hefur gætt tregðu til að breyta þessari ómenningu. Fyrir tveimur árum fjallaði Fréttablaðið um busavígslur í skóla, þar sem vatni var sprautað á nýnema, þeir voru látnir baða sig í slori og ís og velta sér upp úr drullu. Skólameistarinn sagði í viðtali við blaðið: „Eigum við ekki að segja að þetta sé hefð og hefðir miða ekkert alltaf að því sem er uppbyggilegt.“ Hefðir af þessu tagi eru samt svo augljóslega vondar. Það er galin röksemdafærsla að eldri nemar eigi einhvern rétt á að koma illa fram við nýnema af því að einu sinni var komið þannig fram við þá sjálfa. Og skólameistari sem firrir sig ábyrgð á slíku athæfi í sínum skóla er ekki starfi sínu vaxinn. Það er þess vegna sérstaklega jákvætt að í ár hafa Skólameistarafélag Íslands og Félag íslenzkra framhaldsskóla skorið upp herör gegn ofbeldi og niðurlægingu í tengslum við busavígslur. Hjalti Jón Sveinsson, formaður beggja félaga og skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, sagði í Fréttablaðinu í gær að leggja ætti áherzlu á að halda til haga skemmtilegum siðum og venjum þar sem nemendur væru boðnir velkomnir en hætta hinum niðurlægjandi busavígslum. Í sumum skólum gæti það þýtt afturhvarf til upprunans; í Menntaskólanum í Reykjavík er til dæmis eldgömul hefð fyrir „tolleringum“ en á seinni áratugum hefur hlaðizt utan á hana alls konar leikaraskapur, ómenning og vitleysa sem gjarnan má afnema. Kjarni málsins er sá að framhaldsskólarnir eru menntastofnanir, sem eiga að byggja fólk upp en ekki brjóta það niður. Í þeim anda á að sjálfsögðu að taka á móti nýnemum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Eftir nokkra daga byrja þúsundir ólögráða unglinga í nýjum skóla, framhaldsskóla. Foreldrarnir gera væntanlega ráð fyrir að vel verði tekið á móti þeim, enda geta margir verið dálítið litlir í sér þótt þeir séu orðnir sextán ára og telji sig færa í flestan sjó. Það er líka raunin víðast hvar, að minnsta kosti af hálfu skólayfirvalda og kennara. Hins vegar er ekki hægt að gera ráð fyrir að eldri samnemendur fagni þeim sem koma nýir í skólann, alltént ekki í öllum skólum. Sums staðar er tekið á móti nýnemum með kaffi og kökum, kvöldvökum og skoðunarferðum, en ennþá tíðkast í sumum framhaldsskólum fáránlegar „busavígslur“, þar sem börn eru atyrt, niðurlægð á ýmsan hátt og í sumum tilvikum hreinlega beitt ofbeldi. Til upprifjunar má tína til sumt af því sem hefur verið gert við „busana“ á allra síðustu árum. Væga útgáfan er að segja nýnemunum að þeir séu „óæðri“, megi ekki koma á ákveðin svæði í skólanum, eigi að hneigja sig fyrir eldri nemum eða sýna þeim undirgefni á annan hátt. Í svæsnari tilfellum er fólk gegnbleytt með garðslöngu, því er dýft ofan í fiskikör með slori, látið drekka ógeðsdrykki, margir í einu eru hífðir upp í neti með krana, fólk er bundið eða lokað inni. Margt af þessu væri ekki á röngum stað í ákæru fyrir frelsissviptingu og líkamsárás. Í ákveðnum skólum hefur gætt tregðu til að breyta þessari ómenningu. Fyrir tveimur árum fjallaði Fréttablaðið um busavígslur í skóla, þar sem vatni var sprautað á nýnema, þeir voru látnir baða sig í slori og ís og velta sér upp úr drullu. Skólameistarinn sagði í viðtali við blaðið: „Eigum við ekki að segja að þetta sé hefð og hefðir miða ekkert alltaf að því sem er uppbyggilegt.“ Hefðir af þessu tagi eru samt svo augljóslega vondar. Það er galin röksemdafærsla að eldri nemar eigi einhvern rétt á að koma illa fram við nýnema af því að einu sinni var komið þannig fram við þá sjálfa. Og skólameistari sem firrir sig ábyrgð á slíku athæfi í sínum skóla er ekki starfi sínu vaxinn. Það er þess vegna sérstaklega jákvætt að í ár hafa Skólameistarafélag Íslands og Félag íslenzkra framhaldsskóla skorið upp herör gegn ofbeldi og niðurlægingu í tengslum við busavígslur. Hjalti Jón Sveinsson, formaður beggja félaga og skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, sagði í Fréttablaðinu í gær að leggja ætti áherzlu á að halda til haga skemmtilegum siðum og venjum þar sem nemendur væru boðnir velkomnir en hætta hinum niðurlægjandi busavígslum. Í sumum skólum gæti það þýtt afturhvarf til upprunans; í Menntaskólanum í Reykjavík er til dæmis eldgömul hefð fyrir „tolleringum“ en á seinni áratugum hefur hlaðizt utan á hana alls konar leikaraskapur, ómenning og vitleysa sem gjarnan má afnema. Kjarni málsins er sá að framhaldsskólarnir eru menntastofnanir, sem eiga að byggja fólk upp en ekki brjóta það niður. Í þeim anda á að sjálfsögðu að taka á móti nýnemum.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun