Busarnir boðnir velkomnir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. ágúst 2014 07:00 Eftir nokkra daga byrja þúsundir ólögráða unglinga í nýjum skóla, framhaldsskóla. Foreldrarnir gera væntanlega ráð fyrir að vel verði tekið á móti þeim, enda geta margir verið dálítið litlir í sér þótt þeir séu orðnir sextán ára og telji sig færa í flestan sjó. Það er líka raunin víðast hvar, að minnsta kosti af hálfu skólayfirvalda og kennara. Hins vegar er ekki hægt að gera ráð fyrir að eldri samnemendur fagni þeim sem koma nýir í skólann, alltént ekki í öllum skólum. Sums staðar er tekið á móti nýnemum með kaffi og kökum, kvöldvökum og skoðunarferðum, en ennþá tíðkast í sumum framhaldsskólum fáránlegar „busavígslur“, þar sem börn eru atyrt, niðurlægð á ýmsan hátt og í sumum tilvikum hreinlega beitt ofbeldi. Til upprifjunar má tína til sumt af því sem hefur verið gert við „busana“ á allra síðustu árum. Væga útgáfan er að segja nýnemunum að þeir séu „óæðri“, megi ekki koma á ákveðin svæði í skólanum, eigi að hneigja sig fyrir eldri nemum eða sýna þeim undirgefni á annan hátt. Í svæsnari tilfellum er fólk gegnbleytt með garðslöngu, því er dýft ofan í fiskikör með slori, látið drekka ógeðsdrykki, margir í einu eru hífðir upp í neti með krana, fólk er bundið eða lokað inni. Margt af þessu væri ekki á röngum stað í ákæru fyrir frelsissviptingu og líkamsárás. Í ákveðnum skólum hefur gætt tregðu til að breyta þessari ómenningu. Fyrir tveimur árum fjallaði Fréttablaðið um busavígslur í skóla, þar sem vatni var sprautað á nýnema, þeir voru látnir baða sig í slori og ís og velta sér upp úr drullu. Skólameistarinn sagði í viðtali við blaðið: „Eigum við ekki að segja að þetta sé hefð og hefðir miða ekkert alltaf að því sem er uppbyggilegt.“ Hefðir af þessu tagi eru samt svo augljóslega vondar. Það er galin röksemdafærsla að eldri nemar eigi einhvern rétt á að koma illa fram við nýnema af því að einu sinni var komið þannig fram við þá sjálfa. Og skólameistari sem firrir sig ábyrgð á slíku athæfi í sínum skóla er ekki starfi sínu vaxinn. Það er þess vegna sérstaklega jákvætt að í ár hafa Skólameistarafélag Íslands og Félag íslenzkra framhaldsskóla skorið upp herör gegn ofbeldi og niðurlægingu í tengslum við busavígslur. Hjalti Jón Sveinsson, formaður beggja félaga og skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, sagði í Fréttablaðinu í gær að leggja ætti áherzlu á að halda til haga skemmtilegum siðum og venjum þar sem nemendur væru boðnir velkomnir en hætta hinum niðurlægjandi busavígslum. Í sumum skólum gæti það þýtt afturhvarf til upprunans; í Menntaskólanum í Reykjavík er til dæmis eldgömul hefð fyrir „tolleringum“ en á seinni áratugum hefur hlaðizt utan á hana alls konar leikaraskapur, ómenning og vitleysa sem gjarnan má afnema. Kjarni málsins er sá að framhaldsskólarnir eru menntastofnanir, sem eiga að byggja fólk upp en ekki brjóta það niður. Í þeim anda á að sjálfsögðu að taka á móti nýnemum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eftir nokkra daga byrja þúsundir ólögráða unglinga í nýjum skóla, framhaldsskóla. Foreldrarnir gera væntanlega ráð fyrir að vel verði tekið á móti þeim, enda geta margir verið dálítið litlir í sér þótt þeir séu orðnir sextán ára og telji sig færa í flestan sjó. Það er líka raunin víðast hvar, að minnsta kosti af hálfu skólayfirvalda og kennara. Hins vegar er ekki hægt að gera ráð fyrir að eldri samnemendur fagni þeim sem koma nýir í skólann, alltént ekki í öllum skólum. Sums staðar er tekið á móti nýnemum með kaffi og kökum, kvöldvökum og skoðunarferðum, en ennþá tíðkast í sumum framhaldsskólum fáránlegar „busavígslur“, þar sem börn eru atyrt, niðurlægð á ýmsan hátt og í sumum tilvikum hreinlega beitt ofbeldi. Til upprifjunar má tína til sumt af því sem hefur verið gert við „busana“ á allra síðustu árum. Væga útgáfan er að segja nýnemunum að þeir séu „óæðri“, megi ekki koma á ákveðin svæði í skólanum, eigi að hneigja sig fyrir eldri nemum eða sýna þeim undirgefni á annan hátt. Í svæsnari tilfellum er fólk gegnbleytt með garðslöngu, því er dýft ofan í fiskikör með slori, látið drekka ógeðsdrykki, margir í einu eru hífðir upp í neti með krana, fólk er bundið eða lokað inni. Margt af þessu væri ekki á röngum stað í ákæru fyrir frelsissviptingu og líkamsárás. Í ákveðnum skólum hefur gætt tregðu til að breyta þessari ómenningu. Fyrir tveimur árum fjallaði Fréttablaðið um busavígslur í skóla, þar sem vatni var sprautað á nýnema, þeir voru látnir baða sig í slori og ís og velta sér upp úr drullu. Skólameistarinn sagði í viðtali við blaðið: „Eigum við ekki að segja að þetta sé hefð og hefðir miða ekkert alltaf að því sem er uppbyggilegt.“ Hefðir af þessu tagi eru samt svo augljóslega vondar. Það er galin röksemdafærsla að eldri nemar eigi einhvern rétt á að koma illa fram við nýnema af því að einu sinni var komið þannig fram við þá sjálfa. Og skólameistari sem firrir sig ábyrgð á slíku athæfi í sínum skóla er ekki starfi sínu vaxinn. Það er þess vegna sérstaklega jákvætt að í ár hafa Skólameistarafélag Íslands og Félag íslenzkra framhaldsskóla skorið upp herör gegn ofbeldi og niðurlægingu í tengslum við busavígslur. Hjalti Jón Sveinsson, formaður beggja félaga og skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, sagði í Fréttablaðinu í gær að leggja ætti áherzlu á að halda til haga skemmtilegum siðum og venjum þar sem nemendur væru boðnir velkomnir en hætta hinum niðurlægjandi busavígslum. Í sumum skólum gæti það þýtt afturhvarf til upprunans; í Menntaskólanum í Reykjavík er til dæmis eldgömul hefð fyrir „tolleringum“ en á seinni áratugum hefur hlaðizt utan á hana alls konar leikaraskapur, ómenning og vitleysa sem gjarnan má afnema. Kjarni málsins er sá að framhaldsskólarnir eru menntastofnanir, sem eiga að byggja fólk upp en ekki brjóta það niður. Í þeim anda á að sjálfsögðu að taka á móti nýnemum.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun