Frumsýna fimm verk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2014 11:00 "Þetta er hátíð okkar hjóna,“ segir Ragnheiður en tekur fram að styrkir komi frá borg og ríki. Fréttablaðið/GVA „Á undanförnum árum höfum við jafnan frumsýnt íslensk leikverk og látið þau mæta erlendum verkum en nú ákváðum við að einblína eingöngu á íslenskar sýningar. Þær eru sjö talsins, þar af fimm frumsýningar,“ segir Ragnheiður Skúladóttir um Lókal - leiklistarhátíðina sem hefst í kvöld. Ragnheiður hefur verið framkvæmdastjóri hátíðarinnar frá upphafi en hún og Bjarni Jónsson maður hennar eru einnig listrænir stjórnendur. „Þetta er hátíð okkar hjóna,“ segir hún glaðlega en tekur fram að ríki og borg hafi styrkt Lókal frá byrjun. Svo fer hún nokkrum orðum um efni sýninganna í ár. „Í verkinu Blind Spotting verðum við vitni að ögrandi danslist Margrétar Söru, í Petru kynnumst við ömmunni sem arfleiddi fjölskyldu sína að nokkrum tonnum af grjóti og í Guddu fylgjumst við með sjeikspírskum sálfræðihernaði samleigjenda í Vesturbænum. Einnig fáum við aðgang að furðulegum heimi Bláskjás, í Flækjum tökum við þátt í líknandi dagskrá Kviss, Búmm Bang, við göngum um borg leyndardóma í verkinu Ég elska Reykjavík og upplifum óvæntar uppákomur í Haraldinum.“ Sýningarnar eru í Tjarnarbíói, Smiðjunni á Sölvhólsgötu 13, Borgarleikhúsinu og við Hörpu. Nánar á www.lokal.is. Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Á undanförnum árum höfum við jafnan frumsýnt íslensk leikverk og látið þau mæta erlendum verkum en nú ákváðum við að einblína eingöngu á íslenskar sýningar. Þær eru sjö talsins, þar af fimm frumsýningar,“ segir Ragnheiður Skúladóttir um Lókal - leiklistarhátíðina sem hefst í kvöld. Ragnheiður hefur verið framkvæmdastjóri hátíðarinnar frá upphafi en hún og Bjarni Jónsson maður hennar eru einnig listrænir stjórnendur. „Þetta er hátíð okkar hjóna,“ segir hún glaðlega en tekur fram að ríki og borg hafi styrkt Lókal frá byrjun. Svo fer hún nokkrum orðum um efni sýninganna í ár. „Í verkinu Blind Spotting verðum við vitni að ögrandi danslist Margrétar Söru, í Petru kynnumst við ömmunni sem arfleiddi fjölskyldu sína að nokkrum tonnum af grjóti og í Guddu fylgjumst við með sjeikspírskum sálfræðihernaði samleigjenda í Vesturbænum. Einnig fáum við aðgang að furðulegum heimi Bláskjás, í Flækjum tökum við þátt í líknandi dagskrá Kviss, Búmm Bang, við göngum um borg leyndardóma í verkinu Ég elska Reykjavík og upplifum óvæntar uppákomur í Haraldinum.“ Sýningarnar eru í Tjarnarbíói, Smiðjunni á Sölvhólsgötu 13, Borgarleikhúsinu og við Hörpu. Nánar á www.lokal.is.
Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira