Sjálfstætt fólk er algjörlega hræðileg saga Ólöf Skaftadóttir skrifar 28. ágúst 2014 16:48 Þorleifur Örn Arnarsson líkir Sjálfstæðu fólki við gríska tragedíu. fréttablaðið/arnþór „Ég ætla að segja söguna eins og ég held að hún eigi að vera sögð,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri sem setur upp jólasýningu Þjóðleikhússins í ár, Sjálfstætt fólk. Þorleifur, sem hefur átt gríðarlegri velgengni að fagna á leikstjóraferlinum, er þekktur fyrir að taka þekkt verk og gera þau að sínum eigin. „Ég held að það sem blekkir oft með Laxness er það, að tungumálið er svo fallegt í sjálfu sér. Þessum hluta verksins, þessari fegurð í textanum, er oft ruglað saman við það að sagan í Sjálfstæðu fólki er í rauninni algjörlega hræðileg saga, í ætt við grísku tragedíuna. Það að segja hræðilega sögu í fallegu máli ætti í rauninni að ýta undir hryllinginn og ég held að það sé engin bók Íslandssögunnar sem fólk er tilbúnara til að mistúlka en þetta verk Nóbelsskáldsins,“ segir Þorleifur, kíminn. „Okkur langar að finnast Bjartur vera hetja og við skiljum svo vel þessi hræðilegu örlög – það að hann sé alltaf neðstur í fæðukeðjunni. En heila málið er það að Bjartur er með aðra fæðukeðju undir sér, fjölskylduna, og framferði hans innan þess ramma er algjörlega hræðilegt.“ Þorleifur segist þó engan áhuga hafa á að rústa einu dáðasta verki íslenskrar bókmenntasögu. „Ég er afar hrifinn af verkinu, en mig langar til þess að nálgast það án þess að falla í pytt fegurðarinnar.“ Þorleifur heldur áfram og segir að listinni beri skylda til að setja spurningarmerki við fyrirframgefnar hugmyndir. „Það eru svo sannarlega margar svoleiðis gagnvart Sjálfstæðu fólki.“ Þorleifur leikstýrir sýningunni en Símon Birgisson, Atli Rafn Sigurðarson og Ólafur Egill Egilsson sjá um leikgerðina. Auk þess fer Atli Rafn með hlutverk Bjarts í Sumarhúsum. Filippía Elísdóttir sér um búninga og Vytautas Narbutas um leikmynd. Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég ætla að segja söguna eins og ég held að hún eigi að vera sögð,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri sem setur upp jólasýningu Þjóðleikhússins í ár, Sjálfstætt fólk. Þorleifur, sem hefur átt gríðarlegri velgengni að fagna á leikstjóraferlinum, er þekktur fyrir að taka þekkt verk og gera þau að sínum eigin. „Ég held að það sem blekkir oft með Laxness er það, að tungumálið er svo fallegt í sjálfu sér. Þessum hluta verksins, þessari fegurð í textanum, er oft ruglað saman við það að sagan í Sjálfstæðu fólki er í rauninni algjörlega hræðileg saga, í ætt við grísku tragedíuna. Það að segja hræðilega sögu í fallegu máli ætti í rauninni að ýta undir hryllinginn og ég held að það sé engin bók Íslandssögunnar sem fólk er tilbúnara til að mistúlka en þetta verk Nóbelsskáldsins,“ segir Þorleifur, kíminn. „Okkur langar að finnast Bjartur vera hetja og við skiljum svo vel þessi hræðilegu örlög – það að hann sé alltaf neðstur í fæðukeðjunni. En heila málið er það að Bjartur er með aðra fæðukeðju undir sér, fjölskylduna, og framferði hans innan þess ramma er algjörlega hræðilegt.“ Þorleifur segist þó engan áhuga hafa á að rústa einu dáðasta verki íslenskrar bókmenntasögu. „Ég er afar hrifinn af verkinu, en mig langar til þess að nálgast það án þess að falla í pytt fegurðarinnar.“ Þorleifur heldur áfram og segir að listinni beri skylda til að setja spurningarmerki við fyrirframgefnar hugmyndir. „Það eru svo sannarlega margar svoleiðis gagnvart Sjálfstæðu fólki.“ Þorleifur leikstýrir sýningunni en Símon Birgisson, Atli Rafn Sigurðarson og Ólafur Egill Egilsson sjá um leikgerðina. Auk þess fer Atli Rafn með hlutverk Bjarts í Sumarhúsum. Filippía Elísdóttir sér um búninga og Vytautas Narbutas um leikmynd.
Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira