Börn kunna að búa til ævintýri kringum sig Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2014 09:00 Krakkarnir fá að velta fyrir sér skipulagsspurningum eins og "hvers konar hús gera fólk hamingjusamt“, segir Aude Busson. Fréttablaðið/VAlli „Sýningin Ég elska Reykjavík fjallar um hvernig börn upplifa borgina. Það er oft fjallað um tengsl barna við náttúruna og lögð áhersla á þau en sjaldnar minnst á tengsl þeirra við borgina og hvernig þau haga sér þar. Þó búa flest börn í borg,“ segir Aude Busson leikkona. Listakonan segir könnun sem hún gerði í Vesturbæjarskóla og leiklistardeild Leikfélags Akureyrar hafa orðið kveikjuna að verkinu. „Ég rannsakaði hvernig börn búa til sögur. Svo spái ég í hvernig þau haga sér. Þau eru ekki eins og fullorðna fólkið sem gefur sér ekki tíma til að fara út fyrir markaða leið þegar það fer á milli staða. Börnin búa til ævintýri kringum sig, leika sér að því að labba ekki á línum, príla upp á litla veggi og hvað sem er og fara leynileiðir, til að uppgötva eitthvað nýtt. Jafnvel þó þau séu bara að fara í skólann.“ Aude viðurkennir að sýningin byggist líka á hennar eigin reynslu. Hún flutti hingað fyrir tíu árum frá Frakklandi og man vel fyrstu kynni sín af Reykjavík. Reyndar kveðst hún alltaf vera að upplifa eitthvað nýtt í borginni. „Það er dæmigert fyrir útlending í borg að taka eftir nýjum hlutum. Ég reyni líka að uppgötva stöðugt eitthvað nýtt svo ég þurfi ekki alltaf að flytja þegar ég er orðin leið á einhverju!“ segir hún hlæjandi. Ég elska Reykjavík er liður í leiklistarhátíðinni Lókal. Frumsýning er í dag klukkan 16.30 og mæting er við Hörpu. „Við förum með börnin út og þá sem eru í fylgd með þeim. Þess vegna verður fólk að vera klætt eftir veðri en ekki í leikhúsfötum,“ segir Aude og tekur fram að Ég elska Reykjavík sé einungis sýnt í dag og á morgun klukkan 16.30 og á laugardag og sunnudag klukkan 14. Miða þarf að panta fyrirfram á www.lokal.is því takmarkaður fjöldi kemst að hverju sinni. Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Sýningin Ég elska Reykjavík fjallar um hvernig börn upplifa borgina. Það er oft fjallað um tengsl barna við náttúruna og lögð áhersla á þau en sjaldnar minnst á tengsl þeirra við borgina og hvernig þau haga sér þar. Þó búa flest börn í borg,“ segir Aude Busson leikkona. Listakonan segir könnun sem hún gerði í Vesturbæjarskóla og leiklistardeild Leikfélags Akureyrar hafa orðið kveikjuna að verkinu. „Ég rannsakaði hvernig börn búa til sögur. Svo spái ég í hvernig þau haga sér. Þau eru ekki eins og fullorðna fólkið sem gefur sér ekki tíma til að fara út fyrir markaða leið þegar það fer á milli staða. Börnin búa til ævintýri kringum sig, leika sér að því að labba ekki á línum, príla upp á litla veggi og hvað sem er og fara leynileiðir, til að uppgötva eitthvað nýtt. Jafnvel þó þau séu bara að fara í skólann.“ Aude viðurkennir að sýningin byggist líka á hennar eigin reynslu. Hún flutti hingað fyrir tíu árum frá Frakklandi og man vel fyrstu kynni sín af Reykjavík. Reyndar kveðst hún alltaf vera að upplifa eitthvað nýtt í borginni. „Það er dæmigert fyrir útlending í borg að taka eftir nýjum hlutum. Ég reyni líka að uppgötva stöðugt eitthvað nýtt svo ég þurfi ekki alltaf að flytja þegar ég er orðin leið á einhverju!“ segir hún hlæjandi. Ég elska Reykjavík er liður í leiklistarhátíðinni Lókal. Frumsýning er í dag klukkan 16.30 og mæting er við Hörpu. „Við förum með börnin út og þá sem eru í fylgd með þeim. Þess vegna verður fólk að vera klætt eftir veðri en ekki í leikhúsfötum,“ segir Aude og tekur fram að Ég elska Reykjavík sé einungis sýnt í dag og á morgun klukkan 16.30 og á laugardag og sunnudag klukkan 14. Miða þarf að panta fyrirfram á www.lokal.is því takmarkaður fjöldi kemst að hverju sinni.
Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira