Hressileg viðbrögð við góðum fréttum Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 9. september 2014 07:00 Í síðastliðinni viku birti ég yfirlitsgrein fyrir þá þætti efnahagslífsins sem hafa verið á uppleið á síðustu misserum. Þessi grein fór fyrir brjóstið á nokkrum álitsgjöfum og því sé ég mig knúna til að reifa málið aðeins betur.Viðskiptajöfnuður hagstæður Fréttastjóri viðskiptafrétta 365 miðla skrifaði áhugaverðan leiðara föstudaginn 5. september. Leiðarahöfundur heldur því fram að viðskiptajöfnuður sé neikvæður. Það er rétt þegar heildartölur ársins 2014 eru teknar saman en skv. nýjustu tölum, sem komu út í síðustu viku, mælist viðskiptajöfnuður hagstæður um 2,9 ma. króna á 2. ársfjórðungi þessa árs. Það eru væntanlega góðar fréttir fyrir okkur öll.Betra lánshæfismat Varðandi bætt lánshæfismat þá heldur leiðarahöfundur því fram að það hafi verið kolrangt hjá mér, sem er skrítið. Staðreyndin er sú að lánshæfismat Íslands er nú í stöðugum horfum hjá lánshæfismatsfyrirtækjum. Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í byrjun ágúst 2014 að horfur fyrir lánshæfismat á langtímaskuldbindingum væru stöðugar. Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s breytti horfunum um lánshæfi Ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöðugar í janúar 2014 og úr stöðugum í jákvæðar í júlí 2014. Þetta eru líka góðar fréttir fyrir okkur öll.Ekki þriðja heims ríki Niðurstaða leiðarahöfundar var að Ísland væri þriðja heims ríki! Fyrst ber að nefna að í skýrslu World Economic Forum, sem fréttastjóri vísar í, þá hefur Ísland færst upp um sæti frá fyrra ári. Stefnan er að sjálfsögðu sú að ná hærra og að því eru stjórnvöld að vinna. Ég hef víða farið og get með engu móti borið Ísland saman við þriðja heims ríki. Slík niðurstaða er mjög langsótt. Samkvæmt Alþjóðabankanum eru þjóðartekjur á mann í lok árs 2013 hér á landi 5,3 m.kr. en til samanburðar eru tekjur í mörgum þriðja heims ríkjum á bilinu 100-500 þúsund kr. á ári. Við mælumst efst þegar kemur að jafnrétti og iðulega erum við efst á lista friðsælla ríkja. Heilbrigðis- og menntamál hér á landi eru einnig ávallt ofarlega á lista. Telur einhver að þessi samanburður fréttastjóra sé á rökum reistur?Bjart framundan Það er gott að búa á Íslandi. Vissulega eru mörg krefjandi verkefni framundan. Þar má nefna afnám gjaldeyrishaftanna, nýtt húsnæðiskerfi, afnám verðtryggingar, endurskipulagning almannatryggingakerfisins og sitthvað fleira. Ég get fullyrt að þessi ríkisstjórn hefur þrek og þor til að takast á við þessi verkefni og leysa þau með sóma. Staðreyndin er sú að hér hafa skapast rúmlega 5.000 störf síðan ríkisstjórn Sigmundar Davíðs tók við, hagvöxtur er nú með því mesta sem þekkist, atvinnuleysi minna en víðast hvar, verðbólga sambærileg við það sem er í nágrannalöndum okkar og erlendir aðilar sýna fjárfestingum hér aftur mikinn áhuga. Við ættum að vera þakklát fyrir að búa á fallega landinu okkar og hjálpast að við að bæta það sem þarf að bæta. Verum jákvæð og bjartsýn á framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðastliðinni viku birti ég yfirlitsgrein fyrir þá þætti efnahagslífsins sem hafa verið á uppleið á síðustu misserum. Þessi grein fór fyrir brjóstið á nokkrum álitsgjöfum og því sé ég mig knúna til að reifa málið aðeins betur.Viðskiptajöfnuður hagstæður Fréttastjóri viðskiptafrétta 365 miðla skrifaði áhugaverðan leiðara föstudaginn 5. september. Leiðarahöfundur heldur því fram að viðskiptajöfnuður sé neikvæður. Það er rétt þegar heildartölur ársins 2014 eru teknar saman en skv. nýjustu tölum, sem komu út í síðustu viku, mælist viðskiptajöfnuður hagstæður um 2,9 ma. króna á 2. ársfjórðungi þessa árs. Það eru væntanlega góðar fréttir fyrir okkur öll.Betra lánshæfismat Varðandi bætt lánshæfismat þá heldur leiðarahöfundur því fram að það hafi verið kolrangt hjá mér, sem er skrítið. Staðreyndin er sú að lánshæfismat Íslands er nú í stöðugum horfum hjá lánshæfismatsfyrirtækjum. Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í byrjun ágúst 2014 að horfur fyrir lánshæfismat á langtímaskuldbindingum væru stöðugar. Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s breytti horfunum um lánshæfi Ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöðugar í janúar 2014 og úr stöðugum í jákvæðar í júlí 2014. Þetta eru líka góðar fréttir fyrir okkur öll.Ekki þriðja heims ríki Niðurstaða leiðarahöfundar var að Ísland væri þriðja heims ríki! Fyrst ber að nefna að í skýrslu World Economic Forum, sem fréttastjóri vísar í, þá hefur Ísland færst upp um sæti frá fyrra ári. Stefnan er að sjálfsögðu sú að ná hærra og að því eru stjórnvöld að vinna. Ég hef víða farið og get með engu móti borið Ísland saman við þriðja heims ríki. Slík niðurstaða er mjög langsótt. Samkvæmt Alþjóðabankanum eru þjóðartekjur á mann í lok árs 2013 hér á landi 5,3 m.kr. en til samanburðar eru tekjur í mörgum þriðja heims ríkjum á bilinu 100-500 þúsund kr. á ári. Við mælumst efst þegar kemur að jafnrétti og iðulega erum við efst á lista friðsælla ríkja. Heilbrigðis- og menntamál hér á landi eru einnig ávallt ofarlega á lista. Telur einhver að þessi samanburður fréttastjóra sé á rökum reistur?Bjart framundan Það er gott að búa á Íslandi. Vissulega eru mörg krefjandi verkefni framundan. Þar má nefna afnám gjaldeyrishaftanna, nýtt húsnæðiskerfi, afnám verðtryggingar, endurskipulagning almannatryggingakerfisins og sitthvað fleira. Ég get fullyrt að þessi ríkisstjórn hefur þrek og þor til að takast á við þessi verkefni og leysa þau með sóma. Staðreyndin er sú að hér hafa skapast rúmlega 5.000 störf síðan ríkisstjórn Sigmundar Davíðs tók við, hagvöxtur er nú með því mesta sem þekkist, atvinnuleysi minna en víðast hvar, verðbólga sambærileg við það sem er í nágrannalöndum okkar og erlendir aðilar sýna fjárfestingum hér aftur mikinn áhuga. Við ættum að vera þakklát fyrir að búa á fallega landinu okkar og hjálpast að við að bæta það sem þarf að bæta. Verum jákvæð og bjartsýn á framtíðina.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar