Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa Hanna Ruth Ólafsdóttir skrifar 13. september 2014 09:00 Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda, vill láta rífa húsið sem hann segir skapa slysahættu. Vísir/Stefán „Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. Húsið, sem Stefán segir ónýtt eftir að hitaveiturör sprakk í því fyrir fjórum árum, hefur staðið autt til margra ára og er eitt af þeim húsum sem eru á lista lögreglunnar og slökkviliðs Reykjavíkur yfir yfirgefin hús og dópgreni í borginni. Stefán furðar sig á því að á meðan slökkviliðið sé markvisst að vinna að fækkun þessara húsa, fáist ekki leyfi frá borginni til að rífa það niður. Að sögn Stefáns hefur fjölskyldan ítrekað óskað eftir leyfi til að fá að rífa húsið en án árangurs. Stefán segir misræmi vera í fyrirmælum slökkviliðs og lögreglu annars vegar og borgarinnar hins vegar. „Eftir lekann fór slökkviliðið fram á að við myndum byrgja alla glugga og loka húsinu. Nokkru síðar fengum við bréf frá borginni þar sem við vorum beðin um að mála húsið og laga gler í gluggum sem við gerðum. Nú vill slökkviliðið aftur láta byrgja gluggana og maður veit bara ekkert hverjum maður á að taka mark á.“ Stefán gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang og segir vanta kjark og þor til að taka á málinu. Á meðan sé húsið slysagildra. „Í fyrstu var ástæðan sú að húsið var talið friðað en Minjastofnun Íslands hefur nú staðfest að húsið sé ónýtt og aflétt friðuninni. Við ítrekuðum því beiðni okkar um niðurrif, en þrátt fyrir að þetta liggi fyrir virðist borgin ekki geta tekið þessa ákvörðun. Ábyrgðin er því algjörlega hennar. Þetta er stórhættulegt og bara tímaspursmál hvenær einhver slasar sig þarna.“ Björn Stefán Halldórsson, byggingarfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að borgin vilji láta gera annað mat á húsinu áður en endanleg ákvörðun verður tekin um niðurrif þess. „Húsið hefur þótt vera fulltrúi þessarar gerðar húsa frá þessum tíma á þessum stað og hefur þótt gott hús til þessa. Við viljum fyrst og fremst vera viss um ástand hússins en ef það reynist vera ónýtt gæti reynst nauðsynlegt að rífa það. Við erum í rauninni að láta athuga hvað réttast sé að gera,“ segir byggingarfulltrúi. Tengdar fréttir Deila vegna Veghúsastígs 1 öll í hnút Formaður Umhverfis- og skipulagssviðs vill láta gera nýtt deiliskipulag í samvinnu við eigendur Veghúsastígs 1. Borgin mun fá hlutlausan aðila til að meta húsið. Húsið og gamli steinbærinn við Klapparstíg verði gerðir upp. 18. september 2014 10:45 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
„Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. Húsið, sem Stefán segir ónýtt eftir að hitaveiturör sprakk í því fyrir fjórum árum, hefur staðið autt til margra ára og er eitt af þeim húsum sem eru á lista lögreglunnar og slökkviliðs Reykjavíkur yfir yfirgefin hús og dópgreni í borginni. Stefán furðar sig á því að á meðan slökkviliðið sé markvisst að vinna að fækkun þessara húsa, fáist ekki leyfi frá borginni til að rífa það niður. Að sögn Stefáns hefur fjölskyldan ítrekað óskað eftir leyfi til að fá að rífa húsið en án árangurs. Stefán segir misræmi vera í fyrirmælum slökkviliðs og lögreglu annars vegar og borgarinnar hins vegar. „Eftir lekann fór slökkviliðið fram á að við myndum byrgja alla glugga og loka húsinu. Nokkru síðar fengum við bréf frá borginni þar sem við vorum beðin um að mála húsið og laga gler í gluggum sem við gerðum. Nú vill slökkviliðið aftur láta byrgja gluggana og maður veit bara ekkert hverjum maður á að taka mark á.“ Stefán gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang og segir vanta kjark og þor til að taka á málinu. Á meðan sé húsið slysagildra. „Í fyrstu var ástæðan sú að húsið var talið friðað en Minjastofnun Íslands hefur nú staðfest að húsið sé ónýtt og aflétt friðuninni. Við ítrekuðum því beiðni okkar um niðurrif, en þrátt fyrir að þetta liggi fyrir virðist borgin ekki geta tekið þessa ákvörðun. Ábyrgðin er því algjörlega hennar. Þetta er stórhættulegt og bara tímaspursmál hvenær einhver slasar sig þarna.“ Björn Stefán Halldórsson, byggingarfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að borgin vilji láta gera annað mat á húsinu áður en endanleg ákvörðun verður tekin um niðurrif þess. „Húsið hefur þótt vera fulltrúi þessarar gerðar húsa frá þessum tíma á þessum stað og hefur þótt gott hús til þessa. Við viljum fyrst og fremst vera viss um ástand hússins en ef það reynist vera ónýtt gæti reynst nauðsynlegt að rífa það. Við erum í rauninni að láta athuga hvað réttast sé að gera,“ segir byggingarfulltrúi.
Tengdar fréttir Deila vegna Veghúsastígs 1 öll í hnút Formaður Umhverfis- og skipulagssviðs vill láta gera nýtt deiliskipulag í samvinnu við eigendur Veghúsastígs 1. Borgin mun fá hlutlausan aðila til að meta húsið. Húsið og gamli steinbærinn við Klapparstíg verði gerðir upp. 18. september 2014 10:45 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Deila vegna Veghúsastígs 1 öll í hnút Formaður Umhverfis- og skipulagssviðs vill láta gera nýtt deiliskipulag í samvinnu við eigendur Veghúsastígs 1. Borgin mun fá hlutlausan aðila til að meta húsið. Húsið og gamli steinbærinn við Klapparstíg verði gerðir upp. 18. september 2014 10:45