Mikilvægi nýsköpunar Svana Helen Björnsdóttir skrifar 20. september 2014 07:00 Íslendingar eru fámenn þjóð. Í augum flestra jarðarbúa erum við eitt Norðurlandanna og lítill greinarmunur gerður á ríkjunum. Með Norðurlandaþjóðunum eigum við enda margt sameiginlegt. Norðurlöndin standa fyrir lífskjör og lífsgæði eins og þau gerast best. Hefð er fyrir fjölþættu samstarfi Norðurlandaþjóðanna á mörgum sviðum. Nú vilja ríkisstjórnir Norðurlandanna láta á það reyna hvort unnt sé að efla hagkerfi landanna og slagkraft iðnaðar og atvinnulífs með nánara samstarfi um nýsköpun. Til þess að svo megi verða þarf að samstilla stefnu ríkjanna og samræma aðgerðir til stuðnings frumkvöðlastarfi og nýsköpun, sem birtust í samstarfsáætlun um atvinnulíf og nýsköpun 2014-2017. Það þarf ekki að hugsa lengi til að sjá skynsemi þessa. Tækifærin til efnahagslegs vaxtar eru meiri fyrir Norðurlöndin ef þau ná að vinna saman að nýsköpun og eflingu frumkvöðlastarfs. Nýverið tók undirrituð þátt í vinnufundi til undirbúnings stefnumörkun norrænna stjórnvalda á þessu sviði. Ísland fer fyrir þessu mikilvæga stefnumótunarstarfi og iðnaðar- og viðskiptaráðherra okkar, Ragnheiður Elín Árnadóttir, leiðir starfið. Meðal annars er reynt að greina það sem kalla má gildi (e. values) norrænna þjóða og hvernig unnt er að tengja þau við meginstrauma- og stefnur (e. mega-trends) á heimsvísu. Við þessa greiningarvinnu hefur komið fram að tækifæri Norðurlandanna liggja víða, m.a. í nýsköpunarsamstarfi á sviði orku- og umhverfismála, hollustu, heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Norðurlandabúar eru meðal langlífustu þjóða heims og í fararbroddi þjóða þegar kemur að því að mæta auknum kröfum fólks um lífsgæði og innihaldsríkt líf. Greina má þróun í þá átt að fólk hvar sem er í heiminum gerir meiri kröfur en nokkru sinni fyrr um innihaldsríkt líf og fjölbreytta afþreyingu. Þannig má segja að hinn svonefndi neytendamarkaður, eins og þekkt er frá Ameríku og Kína, þar sem fólk kaupir hluti til að svala löngun um betra og skemmtilegra líf, sé að þróast yfir í að fólk geri nú auknar kröfur um innihalds- og tilgangsríkt líf. Þar nýtast styrkleikar norrænna þjóða, sem hafa lengi staðið framarlega í jafnréttismálum, menntunar- og menningarmálum, velferðarmálum og lýðræðismálum – svo dæmi séu nefnd.Mikil tækifæri Friður er mikilvæg forsenda þess að mannlíf og atvinnustarfsemi blómstri. Friður er best tryggður með réttlæti. Réttlátt samfélag upplifir fólk hins vegar ekki nema jöfnuður ríki og að allir hafi nokkurn veginn jöfn tækifæri. Í þessu, eins og mörgu öðru, eru norrænu ríkin fyrirmynd margra annarra þjóða. Við þetta má einnig bæta að sköpunarkraftur fólks á Norðurlöndum er mikill, jafnvel meiri en víða annars staðar. Dæmi þess sjást víða, svo sem í iðnhönnun og tölvuleikjaiðnaði. Allar Norðurlandaþjóðirnar eru vanar því að nýta vel hið smáa og gera sér mikinn mat úr því; skala t.d. snjallar viðskiptahugmyndir einstakra frumkvöðla upp í umfangsmikinn alþjóðlegan rekstur. Ástríða og einurð eru þar einkennandi. Stefna Vísinda- og tækniráðs, sem samþykkt var fyrr á þessu ári, styður vel við fyrirhugað samstarf Norðurlandanna. Þar er t.d. mikil áhersla lögð á hvata og samstarf stofnana og atvinnulífs. Í nýlega framkomnu fjárlagafrumvarpi sést einnig að vilji stjórnvalda stendur til að efla rannsóknir, þróun og nýsköpun – sem mest í samstarfi aðila. Hér á landi hefur með ýmsu móti verið reynt að koma á slíku samstarfi. Til dæmis hafa Samtök iðnaðarins beitt sér fyrir nýsköpunarsamstarfi þvert á hefðbundnar atvinnugreinar. Einnig hafa samtökin beitt sér fyrir myndun svonefndra samstarfsklasa og klasaverkefna á tilteknum sviðum í þeim tilgangi að efla innviði samfélagsins og þróa markvisst lausnir og þjónustu til hagsbóta fyrir almenning – fyrir minna fé. Talsverður árangur hefur náðst í þessu starfi, þó síst í heilbrigðisþjónustu. Það eru mikil tækifæri fólgin í fyrirhuguðu norrænu nýsköpunarsamstarfi fyrir okkur Íslendinga og við þurfum að búa okkur sem best undir að nýta þau; ekki aðeins í iðnaði heldur einnig hvarvetna í samfélagi okkar. Til mikils er að vinna því framtíðarlífskjör okkar og lífsgæði velta á því að okkur takist að standast alþjóðlega samkeppni, einnig um fólk og fyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru fámenn þjóð. Í augum flestra jarðarbúa erum við eitt Norðurlandanna og lítill greinarmunur gerður á ríkjunum. Með Norðurlandaþjóðunum eigum við enda margt sameiginlegt. Norðurlöndin standa fyrir lífskjör og lífsgæði eins og þau gerast best. Hefð er fyrir fjölþættu samstarfi Norðurlandaþjóðanna á mörgum sviðum. Nú vilja ríkisstjórnir Norðurlandanna láta á það reyna hvort unnt sé að efla hagkerfi landanna og slagkraft iðnaðar og atvinnulífs með nánara samstarfi um nýsköpun. Til þess að svo megi verða þarf að samstilla stefnu ríkjanna og samræma aðgerðir til stuðnings frumkvöðlastarfi og nýsköpun, sem birtust í samstarfsáætlun um atvinnulíf og nýsköpun 2014-2017. Það þarf ekki að hugsa lengi til að sjá skynsemi þessa. Tækifærin til efnahagslegs vaxtar eru meiri fyrir Norðurlöndin ef þau ná að vinna saman að nýsköpun og eflingu frumkvöðlastarfs. Nýverið tók undirrituð þátt í vinnufundi til undirbúnings stefnumörkun norrænna stjórnvalda á þessu sviði. Ísland fer fyrir þessu mikilvæga stefnumótunarstarfi og iðnaðar- og viðskiptaráðherra okkar, Ragnheiður Elín Árnadóttir, leiðir starfið. Meðal annars er reynt að greina það sem kalla má gildi (e. values) norrænna þjóða og hvernig unnt er að tengja þau við meginstrauma- og stefnur (e. mega-trends) á heimsvísu. Við þessa greiningarvinnu hefur komið fram að tækifæri Norðurlandanna liggja víða, m.a. í nýsköpunarsamstarfi á sviði orku- og umhverfismála, hollustu, heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Norðurlandabúar eru meðal langlífustu þjóða heims og í fararbroddi þjóða þegar kemur að því að mæta auknum kröfum fólks um lífsgæði og innihaldsríkt líf. Greina má þróun í þá átt að fólk hvar sem er í heiminum gerir meiri kröfur en nokkru sinni fyrr um innihaldsríkt líf og fjölbreytta afþreyingu. Þannig má segja að hinn svonefndi neytendamarkaður, eins og þekkt er frá Ameríku og Kína, þar sem fólk kaupir hluti til að svala löngun um betra og skemmtilegra líf, sé að þróast yfir í að fólk geri nú auknar kröfur um innihalds- og tilgangsríkt líf. Þar nýtast styrkleikar norrænna þjóða, sem hafa lengi staðið framarlega í jafnréttismálum, menntunar- og menningarmálum, velferðarmálum og lýðræðismálum – svo dæmi séu nefnd.Mikil tækifæri Friður er mikilvæg forsenda þess að mannlíf og atvinnustarfsemi blómstri. Friður er best tryggður með réttlæti. Réttlátt samfélag upplifir fólk hins vegar ekki nema jöfnuður ríki og að allir hafi nokkurn veginn jöfn tækifæri. Í þessu, eins og mörgu öðru, eru norrænu ríkin fyrirmynd margra annarra þjóða. Við þetta má einnig bæta að sköpunarkraftur fólks á Norðurlöndum er mikill, jafnvel meiri en víða annars staðar. Dæmi þess sjást víða, svo sem í iðnhönnun og tölvuleikjaiðnaði. Allar Norðurlandaþjóðirnar eru vanar því að nýta vel hið smáa og gera sér mikinn mat úr því; skala t.d. snjallar viðskiptahugmyndir einstakra frumkvöðla upp í umfangsmikinn alþjóðlegan rekstur. Ástríða og einurð eru þar einkennandi. Stefna Vísinda- og tækniráðs, sem samþykkt var fyrr á þessu ári, styður vel við fyrirhugað samstarf Norðurlandanna. Þar er t.d. mikil áhersla lögð á hvata og samstarf stofnana og atvinnulífs. Í nýlega framkomnu fjárlagafrumvarpi sést einnig að vilji stjórnvalda stendur til að efla rannsóknir, þróun og nýsköpun – sem mest í samstarfi aðila. Hér á landi hefur með ýmsu móti verið reynt að koma á slíku samstarfi. Til dæmis hafa Samtök iðnaðarins beitt sér fyrir nýsköpunarsamstarfi þvert á hefðbundnar atvinnugreinar. Einnig hafa samtökin beitt sér fyrir myndun svonefndra samstarfsklasa og klasaverkefna á tilteknum sviðum í þeim tilgangi að efla innviði samfélagsins og þróa markvisst lausnir og þjónustu til hagsbóta fyrir almenning – fyrir minna fé. Talsverður árangur hefur náðst í þessu starfi, þó síst í heilbrigðisþjónustu. Það eru mikil tækifæri fólgin í fyrirhuguðu norrænu nýsköpunarsamstarfi fyrir okkur Íslendinga og við þurfum að búa okkur sem best undir að nýta þau; ekki aðeins í iðnaði heldur einnig hvarvetna í samfélagi okkar. Til mikils er að vinna því framtíðarlífskjör okkar og lífsgæði velta á því að okkur takist að standast alþjóðlega samkeppni, einnig um fólk og fyrirtæki.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun