Manchester City enn í basli í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2014 06:00 Sergio Aguero og félagar eru enn á ný í vandræðum í Meistaradeildinni. Vísir/Getty Besta lið ensku úrvalsdeildarinnar síðustu ár hefur ekki verið nógu gott fyrir Meistaradeildina og ljósbláu mönnunum frá Manchester gengur enn illa að breyta þeirri hefð. Stjörnum prýtt lið Manchester City hefur unnið ensku deildina tvisvar sinnum á síðustu þremur tímabilum en á sama tíma hefur ekkert gengið í Evrópu. Það kemur því ekki á óvart að knattspyrnuspekingar skrifi og tali um mikla ráðgátu í umfjöllun sinni um Meistaradeildarútgáfu Manchester City. Manchester City gerði 1-1 jafntefli á heimavelli í fyrrakvöld þegar ítalska liðið Roma kom í heimsókn. City-liðið er nú í hættu á að sitja eftir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. „Þetta var mjög mikilvægur leikur og það er aldrei gott að tapa tveimur stigum á heimavelli. Við vorum að mæta sterku liði og spiluðum ekki nógu vel,“ sagði Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, á blaðamannafundi efir leikinn. „Ég lofa því að við munum berjast fyrir þeim tólf stigum sem eru í boði hér eftir og svo sjáum við bara hvaða lið komast áfram. Við berjumst allt til enda,“ sagði Pellegrini. Manchester City hefur aðeins einu sinni náð þremur stigum út úr fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni og það var einmitt í fyrra þegar liðið komst í fyrsta og eina skiptið upp úr sínum riðli. Leikmenn Manchester City náðu heldur ekki að vinna fyrsta heimaleikinn sinn í Meistaradeildinni en það hefur ekki tekist hjá þessu vel mannaða liði á þessum fjórum tímabilum liðsins í Meistaradeildinni. Manchester City hefur aðeins náð í eitt stig af sex mögulegum og er nú þremur stigum á eftir Roma sem er í öðru sætinu. Bayern München er í góðum málum með fullt hús á toppi riðilsins. „Við erum samt bara þremur stigum á eftir Roma og nú verðum við bara að fara til Rússlands og vinna,“ sagði Pellegrini. Næstu tveir leikir Manchester City í Meistaradeildinni eru á móti CSKA Moskvu og ekkert minna en sex stig dugir fyrir lokabaráttuna við Bayern München og Roma um sæti í sextán liða úrslitunum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Sjá meira
Besta lið ensku úrvalsdeildarinnar síðustu ár hefur ekki verið nógu gott fyrir Meistaradeildina og ljósbláu mönnunum frá Manchester gengur enn illa að breyta þeirri hefð. Stjörnum prýtt lið Manchester City hefur unnið ensku deildina tvisvar sinnum á síðustu þremur tímabilum en á sama tíma hefur ekkert gengið í Evrópu. Það kemur því ekki á óvart að knattspyrnuspekingar skrifi og tali um mikla ráðgátu í umfjöllun sinni um Meistaradeildarútgáfu Manchester City. Manchester City gerði 1-1 jafntefli á heimavelli í fyrrakvöld þegar ítalska liðið Roma kom í heimsókn. City-liðið er nú í hættu á að sitja eftir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. „Þetta var mjög mikilvægur leikur og það er aldrei gott að tapa tveimur stigum á heimavelli. Við vorum að mæta sterku liði og spiluðum ekki nógu vel,“ sagði Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, á blaðamannafundi efir leikinn. „Ég lofa því að við munum berjast fyrir þeim tólf stigum sem eru í boði hér eftir og svo sjáum við bara hvaða lið komast áfram. Við berjumst allt til enda,“ sagði Pellegrini. Manchester City hefur aðeins einu sinni náð þremur stigum út úr fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni og það var einmitt í fyrra þegar liðið komst í fyrsta og eina skiptið upp úr sínum riðli. Leikmenn Manchester City náðu heldur ekki að vinna fyrsta heimaleikinn sinn í Meistaradeildinni en það hefur ekki tekist hjá þessu vel mannaða liði á þessum fjórum tímabilum liðsins í Meistaradeildinni. Manchester City hefur aðeins náð í eitt stig af sex mögulegum og er nú þremur stigum á eftir Roma sem er í öðru sætinu. Bayern München er í góðum málum með fullt hús á toppi riðilsins. „Við erum samt bara þremur stigum á eftir Roma og nú verðum við bara að fara til Rússlands og vinna,“ sagði Pellegrini. Næstu tveir leikir Manchester City í Meistaradeildinni eru á móti CSKA Moskvu og ekkert minna en sex stig dugir fyrir lokabaráttuna við Bayern München og Roma um sæti í sextán liða úrslitunum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Sjá meira