Djúpt í huga mínum hringir bjallan inn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2014 14:30 Arkitektinn Pétur miðlar fróðleik um gamla skólann sinn á hundrað ára afmælishátíðinni í dag. „Bjarnastaðir er eitt þeirra skólahúsa sem voru reist í kjölfar fyrstu fræðslulaganna er kváðu á um fjögurra ára skólaskyldu fyrir öll börn á Íslandi. Það var teiknað af Rögnvaldi Ólafssyni og Einari Erlendssyni og byggt á fimm mánuðum. Síðan eru liðin hundrað ár,“ segir Pétur Ármannsson arkiktekt um skólahúsið á Bjarnastöðum á Álftanesi. Hann ætlar að segja sögu hússins á hátíðadagskrá í Íþróttahúsi Álftaness í dag sem stendur milli klukkan 14 og 16. Auk hans verða Vigdís Finnbogadóttir, Guðmundur Andri Thorsson og Anna Ólafsdóttir Björnsson með erindi í fyrri hluta dagskrárinnar sem nefnist Bessastaðir og Bjarnastaðaskólinn. En í seinni hlutanum rifja fyrrverandi nemendur upp minningar frá Bjarnastöðum. Að lokinni dagskrá verður opið hús að Bjarnastöðum þar sem sýndar verða myndir og munir sem tengjast skólanum.Bjarnastaðir er eitt fárra skólahúsa frá upphafi 20. aldar sem haldið hefur ytra útliti.Reyndar gæti Pétur tekið þátt í minningaþættinum líka því sem barn gekk hann í Bjarnastaðaskóla á árunum 1967 til 1973 og gæti eflaust tekið undir með Magga Eiríks sem orti: Djúpt í huga mínum hringir bjallan inn. „Þetta var ekta sveitaskóli þegar ég var í honum enda var ekkert þéttbýli á Álftanesi þá. Það var kennt í tveimur deildum og voru svona 15-20 krakkar í hvorri deild,“ rifjar hann upp. Skólahald var á Bjarnastöðum til 1978, eftir það var skrifstofa hreppsins þar uns sveitarfélagið sameinaðist Garðabæ 1. janúar 2013. Á síðustu mánuðum hefur verið unnið að gagngerum endurbótum á húsinu utanverðu. „Þetta er eitt fárra skólahúsa frá fyrri hluta síðustu aldar sem hefur haldið ytra útliti og formi nokkurn veginn í upprunalegri mynd,“ segir Pétur. Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Bjarnastaðir er eitt þeirra skólahúsa sem voru reist í kjölfar fyrstu fræðslulaganna er kváðu á um fjögurra ára skólaskyldu fyrir öll börn á Íslandi. Það var teiknað af Rögnvaldi Ólafssyni og Einari Erlendssyni og byggt á fimm mánuðum. Síðan eru liðin hundrað ár,“ segir Pétur Ármannsson arkiktekt um skólahúsið á Bjarnastöðum á Álftanesi. Hann ætlar að segja sögu hússins á hátíðadagskrá í Íþróttahúsi Álftaness í dag sem stendur milli klukkan 14 og 16. Auk hans verða Vigdís Finnbogadóttir, Guðmundur Andri Thorsson og Anna Ólafsdóttir Björnsson með erindi í fyrri hluta dagskrárinnar sem nefnist Bessastaðir og Bjarnastaðaskólinn. En í seinni hlutanum rifja fyrrverandi nemendur upp minningar frá Bjarnastöðum. Að lokinni dagskrá verður opið hús að Bjarnastöðum þar sem sýndar verða myndir og munir sem tengjast skólanum.Bjarnastaðir er eitt fárra skólahúsa frá upphafi 20. aldar sem haldið hefur ytra útliti.Reyndar gæti Pétur tekið þátt í minningaþættinum líka því sem barn gekk hann í Bjarnastaðaskóla á árunum 1967 til 1973 og gæti eflaust tekið undir með Magga Eiríks sem orti: Djúpt í huga mínum hringir bjallan inn. „Þetta var ekta sveitaskóli þegar ég var í honum enda var ekkert þéttbýli á Álftanesi þá. Það var kennt í tveimur deildum og voru svona 15-20 krakkar í hvorri deild,“ rifjar hann upp. Skólahald var á Bjarnastöðum til 1978, eftir það var skrifstofa hreppsins þar uns sveitarfélagið sameinaðist Garðabæ 1. janúar 2013. Á síðustu mánuðum hefur verið unnið að gagngerum endurbótum á húsinu utanverðu. „Þetta er eitt fárra skólahúsa frá fyrri hluta síðustu aldar sem hefur haldið ytra útliti og formi nokkurn veginn í upprunalegri mynd,“ segir Pétur.
Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira