Tvö hundruð manna uppfærsla á Don Carlo 17. október 2014 13:30 Margir af okkar bestu söngvurum stíga á svið í uppfærslu Íslensku óperunnar á Don Carlo. Mynd/Íslenska óperan Óperan Don Carlo verður frumsýnd í Íslensku óperunni í Hörpu á laugardaginn. Í aðalhlutverkum í þessu verki Giuseppe Verdi eru Jóhann Friðgeir Valdimarsson í titilhlutverkinu, Kristinn Sigmundsson í hlutverki Filippusar konungs, Hanna Dóra Sturludóttir í hlutverki Eboli prinsessu, Helga Rós Indriðadóttir í hlutverki Elisabettu drottningar og Oddur Arnþór Jónsson í hlutverki Rodrigo, en þau tvö síðastnefndu þreyta nú frumraun sína hjá Íslensku óperunni. Rúmur áratugur er síðan Kristinn Sigmundsson kom síðast fram í óperuhlutverki hér á landi, en hann kemur reglulega fram á fjölum virtustu óperuhúsa heims. Aðrir söngvarar í sýningunni í smærri hlutverkum eru Viðar Gunnarsson, Guðjón Óskarsson, Erla Björg Káradóttir, Örvar Már Kristinsson og Hallveig Rúnarsdóttir, auk Kórs Íslensku óperunnar. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhildur Þorleifsdóttir, leikmyndar- og búningahöfundur er Þórunn S. Þorgrímsdóttir og lýsingu hannar Páll Ragnarsson, en hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson. Óperan Don Carlo hefur aldrei áður verið sviðssett hér á landi, en hún er meðal þekktustu verka ítalska óperutónskáldsins Giuseppe Verdi. Óperan er byggð á samnefndu leikriti þýska leikskáldsins Friedrich Schiller og er sagan sjálf skálduð en persónur hennar voru uppi á sínum tíma. Óperan er með stærstu verkum Verdi og koma hátt í 200 manns að uppfærslu Íslensku óperunnar nú. Aðeins fjórar sýningar eru fyrirhugaðar og verða þær næstu fjóra laugardaga. Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Óperan Don Carlo verður frumsýnd í Íslensku óperunni í Hörpu á laugardaginn. Í aðalhlutverkum í þessu verki Giuseppe Verdi eru Jóhann Friðgeir Valdimarsson í titilhlutverkinu, Kristinn Sigmundsson í hlutverki Filippusar konungs, Hanna Dóra Sturludóttir í hlutverki Eboli prinsessu, Helga Rós Indriðadóttir í hlutverki Elisabettu drottningar og Oddur Arnþór Jónsson í hlutverki Rodrigo, en þau tvö síðastnefndu þreyta nú frumraun sína hjá Íslensku óperunni. Rúmur áratugur er síðan Kristinn Sigmundsson kom síðast fram í óperuhlutverki hér á landi, en hann kemur reglulega fram á fjölum virtustu óperuhúsa heims. Aðrir söngvarar í sýningunni í smærri hlutverkum eru Viðar Gunnarsson, Guðjón Óskarsson, Erla Björg Káradóttir, Örvar Már Kristinsson og Hallveig Rúnarsdóttir, auk Kórs Íslensku óperunnar. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhildur Þorleifsdóttir, leikmyndar- og búningahöfundur er Þórunn S. Þorgrímsdóttir og lýsingu hannar Páll Ragnarsson, en hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson. Óperan Don Carlo hefur aldrei áður verið sviðssett hér á landi, en hún er meðal þekktustu verka ítalska óperutónskáldsins Giuseppe Verdi. Óperan er byggð á samnefndu leikriti þýska leikskáldsins Friedrich Schiller og er sagan sjálf skálduð en persónur hennar voru uppi á sínum tíma. Óperan er með stærstu verkum Verdi og koma hátt í 200 manns að uppfærslu Íslensku óperunnar nú. Aðeins fjórar sýningar eru fyrirhugaðar og verða þær næstu fjóra laugardaga.
Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira