Verkfall lækna skollið á Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 27. október 2014 05:00 Það horfir þunglega með að sættir takist í kjaradeilu lækna og ríkisins. Fyrsta af mörgum boðuðum verkföllum lækna á næstunni hófst á miðnætti. Visir/GVA vísir/gva „Þetta verður ófremdarástand og hefur í för með sér óþægindi fyrir ansi marga,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Um 300 læknar á heilsugæslustöðvum og á kvenna-, barna- og rannsóknasviði Landspítala hófu tveggja sólarhringa verkfall á miðnætti. Læknafélagið verður með skipulagða verkfallsgæslu á Landspítalanum og á heilsugæslustöðvunum. Bráðaþjónustu verður sinnt í verkfallinu og hægt verður að leita til bráðamóttöku Landspítalans og Læknavaktarinnar eftir klukkan fimm. „Ef menn telja að það sé einhver vafi þá mun sjúklingurinn njóta vafans. Við viljum ekki að neinn sjúklingur beri skaða af verkfallinu,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Á heilsugæslunni í Lágmúla og í Salahverfi sem eru með þjónustusamning við ríkið verður haldið uppi óbreyttri starfsemi. Læknavaktin er líka með þjónustusamning og þar skerðist þjónustan ekki. Á höfuðborgarsvæðinu eru 12 sjálfstætt starfandi heimilislæknar og þeir fara ekki í verkfall. 15 yfirlæknar á ríkisreknu heilsugæslustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu sinna bráðatilfellum en öll önnur læknaþjónusta fellur niður á stöðvunum. Læknar munu til að mynda ekki skrifa upp á lyf nema þau séu talin lífsnauðsynleg. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sinnir um 160 þúsund manns. Á degi hverjum ætla menn að hún sinni hátt í fimm þúsund manns. Það má því ætla að nærri 10 þúsund manns bara á höfuðborgarsvæðinu verði fyrir óþægindum vegna verkfalls heimilislækna. Á landsbyggðinni fara læknar í verkfall á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Á þessum stöðum verður tryggt að yfirlæknar og sérfræðilæknar sinni bráðaþjónustu. Á þeim deildum Landspítalans þar sem verkfall verður, verða á þriðja tug lækna við störf. Verkfallið mun samt sem áður hafa veruleg áhrif á starfsemi deildanna. Ólafur Baldursson, forstjóri lækninga, segir verkfall hið versta mál sem skapi óvissu á Landspítalanum. „Við munum veita neyðarþjónustu á spítalanum en það er ljóst að fólk verður fyrir truflunum. Við höfum undirbúið okkur eins vel og hægt er með ýmsum hætti en það er varla hægt að undirbúa sig undir þetta,“ segir Ólafur. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að enn beri mikið í milli í kjaradeilu lækna og ríkisins. Lausn sé ekki í sjónmáli. Læknar hafa ekki viljað gefa upp hvað þeir fara fram á í launahækkanir. „Við höfum ekki talið að það væri málinu til framdráttar að standa í hnútukasti í fjölmiðlum um tölur,“ segir Þorbjörn. Ríkið hefur boðið læknum 2,8 til 3 prósenta hækkun en læknar telja það allt of lítið. Gunnlaugur Sigurjónsson, yfirlæknir í Árbæ, segir að það verði að semja við lækna. „Það þarf eitthvað að gerast ef heilbrigðiskerfið á ekki að fara á hliðina, það er nú þegar komið á hnén. Maður er að kikna undan álaginu, það finnast engir nýir læknar og stundum finnst manni hreinlega eins og heilsugæslan sé að rúlla yfir,“ segir Gunnlaugur og bætir við að það verði að bæta kjör lækna svo þeir sjái möguleika á að koma til starfa hér á landi. Samningafundur í kjaradeilu lækna og ríkisins er boðaður dag, takist ekki samningar halda verkfallsaðgerðir afmarkaðra læknahópa áfram og standa fram í miðjan desember. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira
„Þetta verður ófremdarástand og hefur í för með sér óþægindi fyrir ansi marga,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Um 300 læknar á heilsugæslustöðvum og á kvenna-, barna- og rannsóknasviði Landspítala hófu tveggja sólarhringa verkfall á miðnætti. Læknafélagið verður með skipulagða verkfallsgæslu á Landspítalanum og á heilsugæslustöðvunum. Bráðaþjónustu verður sinnt í verkfallinu og hægt verður að leita til bráðamóttöku Landspítalans og Læknavaktarinnar eftir klukkan fimm. „Ef menn telja að það sé einhver vafi þá mun sjúklingurinn njóta vafans. Við viljum ekki að neinn sjúklingur beri skaða af verkfallinu,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Á heilsugæslunni í Lágmúla og í Salahverfi sem eru með þjónustusamning við ríkið verður haldið uppi óbreyttri starfsemi. Læknavaktin er líka með þjónustusamning og þar skerðist þjónustan ekki. Á höfuðborgarsvæðinu eru 12 sjálfstætt starfandi heimilislæknar og þeir fara ekki í verkfall. 15 yfirlæknar á ríkisreknu heilsugæslustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu sinna bráðatilfellum en öll önnur læknaþjónusta fellur niður á stöðvunum. Læknar munu til að mynda ekki skrifa upp á lyf nema þau séu talin lífsnauðsynleg. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sinnir um 160 þúsund manns. Á degi hverjum ætla menn að hún sinni hátt í fimm þúsund manns. Það má því ætla að nærri 10 þúsund manns bara á höfuðborgarsvæðinu verði fyrir óþægindum vegna verkfalls heimilislækna. Á landsbyggðinni fara læknar í verkfall á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Á þessum stöðum verður tryggt að yfirlæknar og sérfræðilæknar sinni bráðaþjónustu. Á þeim deildum Landspítalans þar sem verkfall verður, verða á þriðja tug lækna við störf. Verkfallið mun samt sem áður hafa veruleg áhrif á starfsemi deildanna. Ólafur Baldursson, forstjóri lækninga, segir verkfall hið versta mál sem skapi óvissu á Landspítalanum. „Við munum veita neyðarþjónustu á spítalanum en það er ljóst að fólk verður fyrir truflunum. Við höfum undirbúið okkur eins vel og hægt er með ýmsum hætti en það er varla hægt að undirbúa sig undir þetta,“ segir Ólafur. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að enn beri mikið í milli í kjaradeilu lækna og ríkisins. Lausn sé ekki í sjónmáli. Læknar hafa ekki viljað gefa upp hvað þeir fara fram á í launahækkanir. „Við höfum ekki talið að það væri málinu til framdráttar að standa í hnútukasti í fjölmiðlum um tölur,“ segir Þorbjörn. Ríkið hefur boðið læknum 2,8 til 3 prósenta hækkun en læknar telja það allt of lítið. Gunnlaugur Sigurjónsson, yfirlæknir í Árbæ, segir að það verði að semja við lækna. „Það þarf eitthvað að gerast ef heilbrigðiskerfið á ekki að fara á hliðina, það er nú þegar komið á hnén. Maður er að kikna undan álaginu, það finnast engir nýir læknar og stundum finnst manni hreinlega eins og heilsugæslan sé að rúlla yfir,“ segir Gunnlaugur og bætir við að það verði að bæta kjör lækna svo þeir sjái möguleika á að koma til starfa hér á landi. Samningafundur í kjaradeilu lækna og ríkisins er boðaður dag, takist ekki samningar halda verkfallsaðgerðir afmarkaðra læknahópa áfram og standa fram í miðjan desember.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira