Minnsta stóra bókamessa í heimi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 22. nóvember 2014 11:00 Bryndís Loftsdóttir stóð í ströngu í gær við undirbúning. Vísir/GVA Þetta er í raun svona míníatúr bókamessa í ætt við Franfurt og Gautaborg,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda sem stendur fyrir messunni. „Bæði eru hérna útgefendur að sýna nýjar bækur sínar og svo er dagskrá frá klukkan eitt til fjögur báða dagana og ótrúlega mikið af alls kyns smakki á mat og drykk úr nýútgefnum matreiðslubókum.“ Í Tjarnarsalnum hafa útgefendur komið sér fyrir á básum þar sem þeir kynna verk sín og úti um alla króka og kima Ráðhússins verður fjölbreytt dagskrá í gangi. „Það eru upplestur, föndur, hannyrðir, pallborðsumræður og í matsal Ráðhússins, sem alla jafna er ekki opinn almenningi, verður fjölbreytt barnabókadagskrá þar sem boðið verður upp á upplestur, teiknisamkeppnir, fótboltafjör og margt fleira. Þangað koma til dæmis Vísinda-Villi, Gunni Helga og Ævar vísindamaður, þannig að flest börn ættu að finna eitthvað sem þeim líkar,“ segir Bryndís. Hún segir að fyrst og fremst sé verið að kynna íslenskt efni og höfundarnir sjálfir taki virkan þátt í dagskránni. „Á kaffihúsi Ráðhússins verður upplestur og kaffispjall allan tímann, í borgarstjórnarsalnum fara fram umræður og á ganginum á jarðhæðinni verður boðið upp á fjölbreyttar kynningar. Á básum forlaganna verða höfundarnir til skrafs og ráðagerða, til dæmis ef fólk vill fá nýjan endi á einhverja bók getur það rætt málið við höfundinn. Við köllum þetta minnstu stóru bókamessuna í heiminum.“ Heildardagskrá bókamessunnar liggur frammi í Ráðhúsinu en þeir sem vilja skipuleggja sig fyrirfram geta skoðað hana á bokmenntaborgin.is. Menning Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Myrkt ástarljóð til Íslands Menning Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þetta er í raun svona míníatúr bókamessa í ætt við Franfurt og Gautaborg,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda sem stendur fyrir messunni. „Bæði eru hérna útgefendur að sýna nýjar bækur sínar og svo er dagskrá frá klukkan eitt til fjögur báða dagana og ótrúlega mikið af alls kyns smakki á mat og drykk úr nýútgefnum matreiðslubókum.“ Í Tjarnarsalnum hafa útgefendur komið sér fyrir á básum þar sem þeir kynna verk sín og úti um alla króka og kima Ráðhússins verður fjölbreytt dagskrá í gangi. „Það eru upplestur, föndur, hannyrðir, pallborðsumræður og í matsal Ráðhússins, sem alla jafna er ekki opinn almenningi, verður fjölbreytt barnabókadagskrá þar sem boðið verður upp á upplestur, teiknisamkeppnir, fótboltafjör og margt fleira. Þangað koma til dæmis Vísinda-Villi, Gunni Helga og Ævar vísindamaður, þannig að flest börn ættu að finna eitthvað sem þeim líkar,“ segir Bryndís. Hún segir að fyrst og fremst sé verið að kynna íslenskt efni og höfundarnir sjálfir taki virkan þátt í dagskránni. „Á kaffihúsi Ráðhússins verður upplestur og kaffispjall allan tímann, í borgarstjórnarsalnum fara fram umræður og á ganginum á jarðhæðinni verður boðið upp á fjölbreyttar kynningar. Á básum forlaganna verða höfundarnir til skrafs og ráðagerða, til dæmis ef fólk vill fá nýjan endi á einhverja bók getur það rætt málið við höfundinn. Við köllum þetta minnstu stóru bókamessuna í heiminum.“ Heildardagskrá bókamessunnar liggur frammi í Ráðhúsinu en þeir sem vilja skipuleggja sig fyrirfram geta skoðað hana á bokmenntaborgin.is.
Menning Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Myrkt ástarljóð til Íslands Menning Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira