Varlegra að vera fjarri Beethoven Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. nóvember 2014 10:00 „Ég á nokkur einleiksverk sem eru dálítið stór um sig og þetta fer í flokk þeirra,“ segir Atli um Idioclick. Vísir/Pjetur Þegar Atli Ingólfsson tónskáld er beðinn að útskýra verkið sem Sif Tulinius fiðluleikari frumflytur eftir hann í Salnum í kvöld byrjar hann á titli þess, Idioclick. „Click er oft notað um taktmæli sem fólk spilar flókna tónlist eftir. Idio merkir sjálf og ég hugsa mér Idioclick sem nokkurs konar taktmæli innan frá, eins og þegar hljóðfærið verður eitt með hljóðfæraleikaranum og fellur inn í sjálft sig. Þetta verk gengur svo langt að maður getur hreinlega efast um að allt sé í lagi með fiðluna og fiðluleikarann. Þannig tengist nafnið líka íslenska orðinu klikk.“ Auk Idioclick verða tvær fiðlusónötur Beethovens fluttar í Salnum í kvöld af Sif og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara. Atli kveðst ekki hafa viljað vera „músíklega í sama herbergi“ og þær sónötur. „Það er alveg ljóst að hjá mér er eitthvað allt, allt annað á seyði en hjá Beethoven, þannig að samanburður er ekki mögulegur,“ segir hann.“ Atli segist hafa vitað frá upphafi inn í hvaða dagskrá hann væri að semja. „Einhver hefði valið að reyna að vera í stíl við hin verkin í dagskránni en mér fannst varlegra að vera nógu fjarri þeim.“ Atli á nokkur einleiksverk sem eru dálítið stór um sig og hann segir þetta fara í flokk þeirra. „Þetta eru verk sem reyna sálrænt og tæknilega á flytjendurna,“ segir hann, en hvað um áheyrendur. Reynir líka á þá? „Ekki ef þeir bara upplifa það sem berst þeim. En vissulega getur verið erfitt að horfa á leikrit og hafa áhyggjur af andlegri heilsu persónu á sviðinu.“Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og Árni Heimir Ingólfsson verður með spjall í upphafi þeirra. Menning Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Myrkt ástarljóð til Íslands Menning Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þegar Atli Ingólfsson tónskáld er beðinn að útskýra verkið sem Sif Tulinius fiðluleikari frumflytur eftir hann í Salnum í kvöld byrjar hann á titli þess, Idioclick. „Click er oft notað um taktmæli sem fólk spilar flókna tónlist eftir. Idio merkir sjálf og ég hugsa mér Idioclick sem nokkurs konar taktmæli innan frá, eins og þegar hljóðfærið verður eitt með hljóðfæraleikaranum og fellur inn í sjálft sig. Þetta verk gengur svo langt að maður getur hreinlega efast um að allt sé í lagi með fiðluna og fiðluleikarann. Þannig tengist nafnið líka íslenska orðinu klikk.“ Auk Idioclick verða tvær fiðlusónötur Beethovens fluttar í Salnum í kvöld af Sif og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara. Atli kveðst ekki hafa viljað vera „músíklega í sama herbergi“ og þær sónötur. „Það er alveg ljóst að hjá mér er eitthvað allt, allt annað á seyði en hjá Beethoven, þannig að samanburður er ekki mögulegur,“ segir hann.“ Atli segist hafa vitað frá upphafi inn í hvaða dagskrá hann væri að semja. „Einhver hefði valið að reyna að vera í stíl við hin verkin í dagskránni en mér fannst varlegra að vera nógu fjarri þeim.“ Atli á nokkur einleiksverk sem eru dálítið stór um sig og hann segir þetta fara í flokk þeirra. „Þetta eru verk sem reyna sálrænt og tæknilega á flytjendurna,“ segir hann, en hvað um áheyrendur. Reynir líka á þá? „Ekki ef þeir bara upplifa það sem berst þeim. En vissulega getur verið erfitt að horfa á leikrit og hafa áhyggjur af andlegri heilsu persónu á sviðinu.“Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og Árni Heimir Ingólfsson verður með spjall í upphafi þeirra.
Menning Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Myrkt ástarljóð til Íslands Menning Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira