Dásamlegt að fá að umgangast ungt fólk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. desember 2014 13:00 "Við ætlum að spila jólakonsertinn eftir Corelli, Haydn- og hugguleg jólalög,“ segir Helga. Jólaandi mun ríkja í Bókasafni Seltjarnarness síðdegis í dag þegar strengjasveit Helgu Þórarinsdóttur kemur þar fram klukkan 17.30. Sveitin er skipuð nemendum og kennurum úr Tónlistarskóla Seltjarnarness. Helga lenti í alvarlegu slysi fyrir tveimur árum, hlaut mænuskaða og lamaðist. Áður hafði hún verið leiðandi víóluleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands í þrjátíu ár og auk þess kenndi hún við Tónlistarskóla Seltjarnarness. Nú helgar hún sig kennslunni. „Ég á vinkonu sem sagði við mig: „Þú bara verður að fara að vinna.“ Ég hélt kannski að það vildi enginn fá mig en svo náttúrlega var þetta kannski mín besta lækning. Það er dásamlegt að fá að umgangast ungt fólk. Líka gaman og gefandi að vera í tónlistinni þótt ég geti ekki spilað.“ Strengjasveitin ætlar að spila verk eftir Bach, Haydn og Corelli ásamt nokkrum jólalögum. Tónleikarnir eru fastur liður í dagskrá bókasafnsins og hluti af samstarfsverkefni safnsins og Tónlistarskóla Seltjarnarness undir heitinu Tónstafir. Aðgangur er ókeypis. „Bækurnar eru bara færðar til og sófar og stólar settir í staðinn, mjög kósí,“ segir Helga. Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Jólaandi mun ríkja í Bókasafni Seltjarnarness síðdegis í dag þegar strengjasveit Helgu Þórarinsdóttur kemur þar fram klukkan 17.30. Sveitin er skipuð nemendum og kennurum úr Tónlistarskóla Seltjarnarness. Helga lenti í alvarlegu slysi fyrir tveimur árum, hlaut mænuskaða og lamaðist. Áður hafði hún verið leiðandi víóluleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands í þrjátíu ár og auk þess kenndi hún við Tónlistarskóla Seltjarnarness. Nú helgar hún sig kennslunni. „Ég á vinkonu sem sagði við mig: „Þú bara verður að fara að vinna.“ Ég hélt kannski að það vildi enginn fá mig en svo náttúrlega var þetta kannski mín besta lækning. Það er dásamlegt að fá að umgangast ungt fólk. Líka gaman og gefandi að vera í tónlistinni þótt ég geti ekki spilað.“ Strengjasveitin ætlar að spila verk eftir Bach, Haydn og Corelli ásamt nokkrum jólalögum. Tónleikarnir eru fastur liður í dagskrá bókasafnsins og hluti af samstarfsverkefni safnsins og Tónlistarskóla Seltjarnarness undir heitinu Tónstafir. Aðgangur er ókeypis. „Bækurnar eru bara færðar til og sófar og stólar settir í staðinn, mjög kósí,“ segir Helga.
Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira