Viðspyrna fyrir heilbrigðiskerfið Agnar H. Andrésson skrifar 11. desember 2014 00:00 Læknar standa nú í kjarabaráttu til að leiðrétta kjör sín en jafnframt til að bjarga hnignandi heilbrigðiskerfi. Kaupmáttur lækna hefur rýrnað verulega og er launaþróun þeirra langt undir öðrum opinberum starfsmönnum síðustu árin. Meðfylgjandi mynd sýnir vísitölur heildarlauna lækna og opinberra starfsmanna ásamt vísitölu neysluverðs. Þar sést að kaupmáttarskerðing síðustu sjö ára nemur um 20%, sem er ein af ástæðum þess að læknar eru í verkfalli nú að krefjast betri launa. Í niðurskurði heilbrigðiskerfisins undanfarin ár sátu læknar eftir með verulega skertan kaupmátt og aukið álag á sama tíma og kjör erlendis hafa vænkast. Læknastéttin er í eðli sínu afar hreyfanlegt vinnuafl og eftirsótt erlendis enda flestir læknar menntaðir á bestu stöðum sem völ er á. Það er undarleg staðreynd að vinnuaflið sem hvað mest eftirspurn er eftir skuli hækka hvað minnst í launum. Afleiðingin er sú að læknar hverfa frá störfum hérlendis og þeir sem erlendis eru flytja ekki heim. Þessi þróun hefur verið í þó nokkurn tíma og við þessu varað í fjölmörg ár og í því sambandi talað um bjargbrúnir og hengiflug en nú er staðan öllu verri. Þrátt fyrir það eru skýrar og hagkvæmar lausnir á vandamálinu.Stutt starfsævi Til þess að öðlast sérfræðiréttindi í lækningum þarf að ljúka löngu námi. Með öllu talið má áætla að læknar séu að jafnaði með að baki sex ára háskólanám, 5-10 ára starfsnám auk þess sem sumir hafa lokið meistara- eða doktorsnámi sem tekur 2-4 ár og er stór hluti námsins ólaunaður. Af þessu má leiða þrennt: fórnarkostnaður lækna við nám sitt er mjög mikill, námslánaskuldir eru háar og starfsævi lækna er styttri en almennt gerist. Það er því rökrétt að greiða há laun fyrir lækna þar sem aðrar stéttir komast fyrr út á vinnumarkaðinn, geta komið sér snemma fyrir í samfélaginu og hafa fleiri ár til að vinna sér inn tekjur heldur en læknar. Þessi staðreynd breytist seint þótt eftirspurn eftir starfskrafti lækna geti sveiflast til, en um þessar mundir er mikil umframeftirspurn eftir læknum.Lausnir á vandamálinu Staðan nú er þannig að margir læknar hérlendis hafa sagt starfi sínu lausu eða eru alvarlega að íhuga það. Samfara þessu eru fáir íslenskir læknar erlendis sem hafa hug á að flytja heim með fjölskyldu sína til að fara að vinna í molnandi kerfi og fá lág laun fyrir. Leiðir þetta til læknaskorts og þjónusta í heilbrigðiskerfinu mun versna. Þróunin er öll í sömu átt. Orsakir þessa vanda felast ekki einvörðungu í lágum tekjum lækna heldur eru þær margþættar og má þar nefna slæma aðstöðu fyrir starfsfólk og sjúklinga, lélegan tækjakost, meðferðarúrræði hérlendis hafa dregist aftur úr og viðvarandi of mikið álag er á starfsfólki. Um þetta er ekki deilt. Ekkert af þessu er hægt að laga með fingrasmelli en það sem kemst næst því er að bæta launin sem allra fyrst og veita þannig viðspyrnu gegn þessari óheillaþróun. Slíkt myndi bæta gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar. Hinir þættirnir sem nefndir voru eru einnig mikilvægir og er brýnt að ráðast í uppbyggingu í innviðum heilbrigðiskerfisins og setja fram trúverðuga áætlun um hvernig það verður gert. Lausnin er ekki ódýr en hún er án vafa hagkvæm. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta ekki um það hvort læknar eigi að fá hærri laun en aðrir eða hvort læknar séu eftirbátar annarra stétta. Þetta snýst um að stöðva og snúa núverandi þróun við þannig að hér verði endurreist fyrsta flokks heilbrigðiskerfi á ný sem allir geti gengið að, núverandi og komandi kynslóðum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Læknar standa nú í kjarabaráttu til að leiðrétta kjör sín en jafnframt til að bjarga hnignandi heilbrigðiskerfi. Kaupmáttur lækna hefur rýrnað verulega og er launaþróun þeirra langt undir öðrum opinberum starfsmönnum síðustu árin. Meðfylgjandi mynd sýnir vísitölur heildarlauna lækna og opinberra starfsmanna ásamt vísitölu neysluverðs. Þar sést að kaupmáttarskerðing síðustu sjö ára nemur um 20%, sem er ein af ástæðum þess að læknar eru í verkfalli nú að krefjast betri launa. Í niðurskurði heilbrigðiskerfisins undanfarin ár sátu læknar eftir með verulega skertan kaupmátt og aukið álag á sama tíma og kjör erlendis hafa vænkast. Læknastéttin er í eðli sínu afar hreyfanlegt vinnuafl og eftirsótt erlendis enda flestir læknar menntaðir á bestu stöðum sem völ er á. Það er undarleg staðreynd að vinnuaflið sem hvað mest eftirspurn er eftir skuli hækka hvað minnst í launum. Afleiðingin er sú að læknar hverfa frá störfum hérlendis og þeir sem erlendis eru flytja ekki heim. Þessi þróun hefur verið í þó nokkurn tíma og við þessu varað í fjölmörg ár og í því sambandi talað um bjargbrúnir og hengiflug en nú er staðan öllu verri. Þrátt fyrir það eru skýrar og hagkvæmar lausnir á vandamálinu.Stutt starfsævi Til þess að öðlast sérfræðiréttindi í lækningum þarf að ljúka löngu námi. Með öllu talið má áætla að læknar séu að jafnaði með að baki sex ára háskólanám, 5-10 ára starfsnám auk þess sem sumir hafa lokið meistara- eða doktorsnámi sem tekur 2-4 ár og er stór hluti námsins ólaunaður. Af þessu má leiða þrennt: fórnarkostnaður lækna við nám sitt er mjög mikill, námslánaskuldir eru háar og starfsævi lækna er styttri en almennt gerist. Það er því rökrétt að greiða há laun fyrir lækna þar sem aðrar stéttir komast fyrr út á vinnumarkaðinn, geta komið sér snemma fyrir í samfélaginu og hafa fleiri ár til að vinna sér inn tekjur heldur en læknar. Þessi staðreynd breytist seint þótt eftirspurn eftir starfskrafti lækna geti sveiflast til, en um þessar mundir er mikil umframeftirspurn eftir læknum.Lausnir á vandamálinu Staðan nú er þannig að margir læknar hérlendis hafa sagt starfi sínu lausu eða eru alvarlega að íhuga það. Samfara þessu eru fáir íslenskir læknar erlendis sem hafa hug á að flytja heim með fjölskyldu sína til að fara að vinna í molnandi kerfi og fá lág laun fyrir. Leiðir þetta til læknaskorts og þjónusta í heilbrigðiskerfinu mun versna. Þróunin er öll í sömu átt. Orsakir þessa vanda felast ekki einvörðungu í lágum tekjum lækna heldur eru þær margþættar og má þar nefna slæma aðstöðu fyrir starfsfólk og sjúklinga, lélegan tækjakost, meðferðarúrræði hérlendis hafa dregist aftur úr og viðvarandi of mikið álag er á starfsfólki. Um þetta er ekki deilt. Ekkert af þessu er hægt að laga með fingrasmelli en það sem kemst næst því er að bæta launin sem allra fyrst og veita þannig viðspyrnu gegn þessari óheillaþróun. Slíkt myndi bæta gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar. Hinir þættirnir sem nefndir voru eru einnig mikilvægir og er brýnt að ráðast í uppbyggingu í innviðum heilbrigðiskerfisins og setja fram trúverðuga áætlun um hvernig það verður gert. Lausnin er ekki ódýr en hún er án vafa hagkvæm. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta ekki um það hvort læknar eigi að fá hærri laun en aðrir eða hvort læknar séu eftirbátar annarra stétta. Þetta snýst um að stöðva og snúa núverandi þróun við þannig að hér verði endurreist fyrsta flokks heilbrigðiskerfi á ný sem allir geti gengið að, núverandi og komandi kynslóðum til hagsbóta.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun