Rómantískir tónar rússneskrar domru Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. desember 2014 15:30 Flemming Viðar Valmundsson, Gerður Bolladóttir og Marina Shulmina. Mynd/Mikhail Timofeev „Við leggjum dálítið upp úr því að hafa tónleikana svolítið heimilislega og kósý. Dagskráin á að höfða til allra aldurshópa, þess vegna má alveg koma með börnin með,“ segir Gerður Bolladóttir sópransöngkona um tónleika Trio Kalinka í Garðakirkju á morgun. Tríóið skipa auk Gerðar þau Marina Shulmina á dorma og Flemming Viðar Valmundsson á harmóníku. „Við verðum með jólalög fá ýmsum löndum og áherslan er á þau íslensku en við flytjum sálmana á svolítið nýjan hátt. Rússneski stíllinn kemur sterkur inn því dorman er ekta rússneskt hljóðfæri með rómantíska tóna. Það er strengjahljóðfæri, ekki ósvipað banjói og hefur seiðandi tón. Mér finnst hann passa mjög vel við íslensku lögin,“ segir Gerður. Þegar haldnir eru jólatónleikar finnst tríóinu staðsetning og umhverfi skipta máli. „Þess vegna völdum við Garðakirkju,“ segir Gerður glaðlega. „Þegar keyrt er að Garðakirkju, á leið út á Álftanes, er eins og breiður sveitafaðmur taki á móti manni og ljósadýrð frá kirkjugarðinum speglast í haffletinum. Kirkjan skartar líka sínu fegursta.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 18 á morgun, aðgangseyrir er 2.000 krónur en frítt er fyrir yngri en 18 ára. Menning Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við leggjum dálítið upp úr því að hafa tónleikana svolítið heimilislega og kósý. Dagskráin á að höfða til allra aldurshópa, þess vegna má alveg koma með börnin með,“ segir Gerður Bolladóttir sópransöngkona um tónleika Trio Kalinka í Garðakirkju á morgun. Tríóið skipa auk Gerðar þau Marina Shulmina á dorma og Flemming Viðar Valmundsson á harmóníku. „Við verðum með jólalög fá ýmsum löndum og áherslan er á þau íslensku en við flytjum sálmana á svolítið nýjan hátt. Rússneski stíllinn kemur sterkur inn því dorman er ekta rússneskt hljóðfæri með rómantíska tóna. Það er strengjahljóðfæri, ekki ósvipað banjói og hefur seiðandi tón. Mér finnst hann passa mjög vel við íslensku lögin,“ segir Gerður. Þegar haldnir eru jólatónleikar finnst tríóinu staðsetning og umhverfi skipta máli. „Þess vegna völdum við Garðakirkju,“ segir Gerður glaðlega. „Þegar keyrt er að Garðakirkju, á leið út á Álftanes, er eins og breiður sveitafaðmur taki á móti manni og ljósadýrð frá kirkjugarðinum speglast í haffletinum. Kirkjan skartar líka sínu fegursta.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 18 á morgun, aðgangseyrir er 2.000 krónur en frítt er fyrir yngri en 18 ára.
Menning Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira