Kallar saman helstu fiðluleikara þjóðarinnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2014 13:45 "Ég er bæði að kenna og spila og geri það eins lengi og ég get. En auðvitað er gaman að halda upp á svona tímamót,“ segir Guðný. Fréttablaðið/Stefán „Allir núverandi nemendur mínir eru með atriði á þessum tónleikum. Þeir á aldrinum fjórtán ára til tvítugs og eru í alls konar hlutverkum. Við ætlum að hafa þetta bæði fjörlegt og afslappað,“ segir Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari í léttum tón. Hún virðist ekkert stressuð þótt mikið standi til á morgun í tilefni af 40 ára kennsluafmæli hennar, stórtónleikar í Seltjarnarneskirkju með 30 listamönnum, henni þar á meðal. „Ég er búin að kalla saman alla helstu fiðluleikara þjóðarinnar til að vera með mér, nokkrir þeirra eru vinnandi eða í námi erlendis og koma til landsins í fyrramálið. Fyrsta algera samæfingin verður því klukkutíma fyrir tónleikana.“ Guðný kveðst engan veginn ná utan um allan þann fjölda sem sótt hafi fiðlutíma hjá henni. Það sé útilokað. „En það koma fram dúó og tríó og aðeins stærri hópar og svo spilar stærsti hópurinn saman í lokin. Við erum tuttugu og fjögur í honum,“ segir hún og kveðst hlakka til. Verkin á tónleikunum ná aftur til tíma barokksins og á dagskránni er meðal annars sónata fyrir tvær fiðlur eftir Prokofiev sem nemendur Guðnýjar, sá elsti og yngsti, spila. Einnig segir Guðný verða frumflutt eitt nýtt verk eftir fimmtán ára nemanda hennar. „Væntanlega! Ég hef reyndar ekki séð verkið enn þá en það er nú ekki kominn sunnudagur,“ segir hún hlæjandi. „Þetta er bara spennandi og skemmtilegt.“ Hápunkt tónleikanna segir Guðný verða flutning á hinu stórbrotna verki Ciaccone, sem Johann Sebastian Bach skrifaði fyrir einleiksfiðlu en einn af fyrrverandi nemendum hennar, Bjarni Frímann Bjarnason, hefur útsett fyrir margar fiðlur og víólur. „Bjarni Frímann gerir ýmislegt fleira, enda fjölhæfur piltur. Hann kemur fram í víóluverki og spilar líka eitthvað á píanó,“ lýsir hún. Það er ekki bara fjörutíu ára kennsluafmæli hjá Guðnýju heldur vill líka svo til að bærinn hennar er fjörutíu ára og sóknin einnig.„Seltjarnarnes er minn heimabær núna þótt ég sé upphaflega úr Kópavoginum. Því er algerlega við hæfi að halda tónleikana í Seltjarnarneskirkju,“ segir hún. Þótt Guðný eigi 40 ár að baki í tónlistarkennslunni er hún hvergi nærri hætt. „Ég er bæði að kenna og spila og geri það eins lengi og ég get. En auðvitað er gaman að halda upp á svona tímamót,“ segir hún. Og þegar myndatakan er skipulögð: „Ég er að kenna heima, vinnustofan er bak við hús og ljósmyndarinn getur örugglega runnið á hljóðið.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 16 á morgun í Seltjarnarneskirkju, aðgangur er frír og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Guðný hóf fiðlunám 6 ára gömul, fyrst hjá Ernu Másdóttur við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Tveimur árum síðar varð Björn Ólafsson, þáverandi konsertmeistari, kennari hennar og var það allt þar til hún hóf nám við Eastman-tónlistarháskólann í Rochester í New York. Þaðan útskrifaðist hún með bakkalárgráðu og fékk sérstaka viðurkenningu fyrir einleik. Síðan nam hún eitt ár við Royal College of Music í London. Guðný lauk mastersgráðu við Juilliard-skólann í New York nokkrum dögum áður en hún vann prufuspil fyrir 1. konsertmeistarastöðuna hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1974, þeirri stöðu gegndi hún til októberloka árið 2010. Kennsla hefur verið stór þáttur í starfi Guðnýjar frá árinu 1974, bæði við tónlistarskóla og í einkatímum. Menning Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Allir núverandi nemendur mínir eru með atriði á þessum tónleikum. Þeir á aldrinum fjórtán ára til tvítugs og eru í alls konar hlutverkum. Við ætlum að hafa þetta bæði fjörlegt og afslappað,“ segir Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari í léttum tón. Hún virðist ekkert stressuð þótt mikið standi til á morgun í tilefni af 40 ára kennsluafmæli hennar, stórtónleikar í Seltjarnarneskirkju með 30 listamönnum, henni þar á meðal. „Ég er búin að kalla saman alla helstu fiðluleikara þjóðarinnar til að vera með mér, nokkrir þeirra eru vinnandi eða í námi erlendis og koma til landsins í fyrramálið. Fyrsta algera samæfingin verður því klukkutíma fyrir tónleikana.“ Guðný kveðst engan veginn ná utan um allan þann fjölda sem sótt hafi fiðlutíma hjá henni. Það sé útilokað. „En það koma fram dúó og tríó og aðeins stærri hópar og svo spilar stærsti hópurinn saman í lokin. Við erum tuttugu og fjögur í honum,“ segir hún og kveðst hlakka til. Verkin á tónleikunum ná aftur til tíma barokksins og á dagskránni er meðal annars sónata fyrir tvær fiðlur eftir Prokofiev sem nemendur Guðnýjar, sá elsti og yngsti, spila. Einnig segir Guðný verða frumflutt eitt nýtt verk eftir fimmtán ára nemanda hennar. „Væntanlega! Ég hef reyndar ekki séð verkið enn þá en það er nú ekki kominn sunnudagur,“ segir hún hlæjandi. „Þetta er bara spennandi og skemmtilegt.“ Hápunkt tónleikanna segir Guðný verða flutning á hinu stórbrotna verki Ciaccone, sem Johann Sebastian Bach skrifaði fyrir einleiksfiðlu en einn af fyrrverandi nemendum hennar, Bjarni Frímann Bjarnason, hefur útsett fyrir margar fiðlur og víólur. „Bjarni Frímann gerir ýmislegt fleira, enda fjölhæfur piltur. Hann kemur fram í víóluverki og spilar líka eitthvað á píanó,“ lýsir hún. Það er ekki bara fjörutíu ára kennsluafmæli hjá Guðnýju heldur vill líka svo til að bærinn hennar er fjörutíu ára og sóknin einnig.„Seltjarnarnes er minn heimabær núna þótt ég sé upphaflega úr Kópavoginum. Því er algerlega við hæfi að halda tónleikana í Seltjarnarneskirkju,“ segir hún. Þótt Guðný eigi 40 ár að baki í tónlistarkennslunni er hún hvergi nærri hætt. „Ég er bæði að kenna og spila og geri það eins lengi og ég get. En auðvitað er gaman að halda upp á svona tímamót,“ segir hún. Og þegar myndatakan er skipulögð: „Ég er að kenna heima, vinnustofan er bak við hús og ljósmyndarinn getur örugglega runnið á hljóðið.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 16 á morgun í Seltjarnarneskirkju, aðgangur er frír og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Guðný hóf fiðlunám 6 ára gömul, fyrst hjá Ernu Másdóttur við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Tveimur árum síðar varð Björn Ólafsson, þáverandi konsertmeistari, kennari hennar og var það allt þar til hún hóf nám við Eastman-tónlistarháskólann í Rochester í New York. Þaðan útskrifaðist hún með bakkalárgráðu og fékk sérstaka viðurkenningu fyrir einleik. Síðan nam hún eitt ár við Royal College of Music í London. Guðný lauk mastersgráðu við Juilliard-skólann í New York nokkrum dögum áður en hún vann prufuspil fyrir 1. konsertmeistarastöðuna hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1974, þeirri stöðu gegndi hún til októberloka árið 2010. Kennsla hefur verið stór þáttur í starfi Guðnýjar frá árinu 1974, bæði við tónlistarskóla og í einkatímum.
Menning Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira