Frumflytja fjögur jólalög eftir Hafliða 23. desember 2014 15:30 Schola cantorum Tónlistin á jólatónleikunum er allt frá tónsmíðum 16. aldar til glænýrra íslenskra laga. .Mynd: Gunnar Freyr Steinsson Kammerkórinn Schola cantorum heldur jólatónleika í Hallgrímskirkju sunnudaginn 28. desember klukkan 17. Tónlistin er úr ýmsum áttum en einkennist öll af hátíðlegum andblæ jólahátíðarinnar þar sem kórinn mun syngja lög allt frá þýskum meisturum 16. aldar til nýrra verka, auk vel þekktra jólalaga. Af íslenskum verkum tónleikanna ber hæst frumflutning á fjórum jólalögum eftir Hafliða Hallgrímsson en undanfarið hafa jólalög hans fyrir kóra vakið athygli á Englandi þar sem hann er búsettur. Vel þekkt lög, bæði íslensk og erlend, munu hljóma og má þar nefna Betlehemsstjörnuna eftir Áskel Jónsson, Jólagjöfina eftir Hörð Áskelsson og Ó, helga nótt eftir Adams. Einsöngvarar eru Fjölnir Ólafsson barítón, Hildigunnur Einarsdóttir alt og Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sópran auk þess sem aðrir einsöngvarar úr röðum kórfélaga syngja einsöngsstrófur. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson og stjórnandi Hörður Áskelsson. Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kammerkórinn Schola cantorum heldur jólatónleika í Hallgrímskirkju sunnudaginn 28. desember klukkan 17. Tónlistin er úr ýmsum áttum en einkennist öll af hátíðlegum andblæ jólahátíðarinnar þar sem kórinn mun syngja lög allt frá þýskum meisturum 16. aldar til nýrra verka, auk vel þekktra jólalaga. Af íslenskum verkum tónleikanna ber hæst frumflutning á fjórum jólalögum eftir Hafliða Hallgrímsson en undanfarið hafa jólalög hans fyrir kóra vakið athygli á Englandi þar sem hann er búsettur. Vel þekkt lög, bæði íslensk og erlend, munu hljóma og má þar nefna Betlehemsstjörnuna eftir Áskel Jónsson, Jólagjöfina eftir Hörð Áskelsson og Ó, helga nótt eftir Adams. Einsöngvarar eru Fjölnir Ólafsson barítón, Hildigunnur Einarsdóttir alt og Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sópran auk þess sem aðrir einsöngvarar úr röðum kórfélaga syngja einsöngsstrófur. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson og stjórnandi Hörður Áskelsson.
Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira