Listrænt hryðjuverk og kapítalískt neysluæði Þórður Ingi Jónsson skrifar 29. desember 2014 14:30 Bergur Þorgeirsson, tæknilegur ráðunautur bókaútgáfunnar Tófu, Anna Guðný Gröndal og Bjarni Klemenz, aðstandendur Tófu. vísir/valli „Við höfum verið að tala um að stofna útgáfu í ár og þetta er fyrsta bókin sem við gefum út,“ segir Anna Guðný Gröndal, einn aðstandenda hinnar nýstofnuðu bókaútgáfu Tófu. Útgáfan hefur nú sent frá sér bókina JÁ eftir Bjarna Klemenz. „Það var ekkert endilega áætlunin að gefa Bjarna út en svo kom hann með þessa bók og þá varð það rétti tíminn til að byrja á þessu. Við ætlum að gera meira á næsta ári, erum að skoða handrit og svo er jafnvel pæling að gefa út tímarit sem myndi fjalla þá um bókmenntir og menningu. En svo er náttúrulega þessi virðisaukaskattur á bækur að koma inn, þannig að við sjáum til hvernig þetta fer,“ segir Anna en þess má geta að Benedikt Gröndal skáld er langalangalangafi hennar svo að bókmenntagenin eru svo sannarlega til staðar. Samkvæmt Bjarna fjallar JÁ um unga listamenn sem beina reiði sinni gegn neysluæði og kapítalisma samfélagsins. „Hún fjallar um listrænt hryðjuverk í Kringlunni sem fer úrskeiðis af því að það leynist einn alvöru hryðjuverkamaður á meðal listamannanna,“ segir Bjarni. Hann fékk hugmyndina að bókinni á ferðalagi um Asíu. „Það var rosa sýnilegt hvað það er mikil neysla og kapítalismi þar. Þess vegna gerist bókin í Kringlunni því hún er svona Mammon.“ Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við höfum verið að tala um að stofna útgáfu í ár og þetta er fyrsta bókin sem við gefum út,“ segir Anna Guðný Gröndal, einn aðstandenda hinnar nýstofnuðu bókaútgáfu Tófu. Útgáfan hefur nú sent frá sér bókina JÁ eftir Bjarna Klemenz. „Það var ekkert endilega áætlunin að gefa Bjarna út en svo kom hann með þessa bók og þá varð það rétti tíminn til að byrja á þessu. Við ætlum að gera meira á næsta ári, erum að skoða handrit og svo er jafnvel pæling að gefa út tímarit sem myndi fjalla þá um bókmenntir og menningu. En svo er náttúrulega þessi virðisaukaskattur á bækur að koma inn, þannig að við sjáum til hvernig þetta fer,“ segir Anna en þess má geta að Benedikt Gröndal skáld er langalangalangafi hennar svo að bókmenntagenin eru svo sannarlega til staðar. Samkvæmt Bjarna fjallar JÁ um unga listamenn sem beina reiði sinni gegn neysluæði og kapítalisma samfélagsins. „Hún fjallar um listrænt hryðjuverk í Kringlunni sem fer úrskeiðis af því að það leynist einn alvöru hryðjuverkamaður á meðal listamannanna,“ segir Bjarni. Hann fékk hugmyndina að bókinni á ferðalagi um Asíu. „Það var rosa sýnilegt hvað það er mikil neysla og kapítalismi þar. Þess vegna gerist bókin í Kringlunni því hún er svona Mammon.“
Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira